Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 9. júni 1979 — 17. tbl. TÍMANS
Hjónin
Ólafía Björg Jónsdóttir
fædd 2. des. 1892
og
Guðjón Bjarnason
frá Gestsstöðum, Búðum, Fáskrúðsfirði
f. 15. mars 1892 d. 25. april 1979
Aöfaranótt 25. april 1979 andaðist á
sjúkrahUsinu i Neskaupstað Guðjón
Bjarnason frá FáskrUðsfirði, 87 ára að
aldri. Guðjón var fæddur 15. mars 1892, að
Anastöðum í Breiðdal. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurveig Dani'elsdóttir hálf-
systir Þórhalls Danielssonar kaupmanns
á Hornafirði, hins landsþekkta athafna-
manns og Bjarni Bjarnason Nikulásar
Sverrissonar frá KeldunUpi i
Vestur-Skaftafellssýslu.
Móðir Nikulásar hét 01 öf Sverrisdóttir,
en kona Nikulásar Halldóra Pálsdóttir,
Snjólfssonar, Finnssonar sterka. Börn
Nikulásar og Halldóru voru 13 að tölu.
Dóumörgþeirra ung að aldri. Ein systir-
in, ólöf kemurmest við sögu sunnan jökla
fyrir hetjudáð er hún drýgði með þvi að
bjargast af sjálfsdáðum til byggða, ásamt
dóttur sinni eftir að snjóflóð hafði tekið af
bæ hennar Viðidal i Lóni og orðið bónda
hennaraðbana ásamttveim börnum. En
þær mæðgur komu fram i Alf tafirði löngu
eftir slysið. Bjarni afi Guðjóns hélt einnig
i austurveg eins og Ólöf systir hans^settist
aö i Breiðdal og eignaðist þar afkom-
endur.
Þau Sigurveig og Bjarni voru foreldrar
9 myndarlegra barna sem öll áttu það
sameiginlegt siðar meir að koma meira
og minna við sögu FáskrUðsfjarðar. Þar
settu þau svipmót sitt á samtíö sina og
unnuaf sæmd og dugnaði að uppbyggingu
staöarins. Guðjón var einn af þeim en
samt tengdist hann ekki FáskrUðsfiröi
strax. Kornungur fer hann I fóstur til
vandalausra er foreldrar hans þurftu að
bregða bUi vegna jarönæðisskorts.
Guðjón ólst. upp við alla algenga sveita-
vinnu I Breiðdal og þar á meðal smala-
mennsku oghjásetueins og titt var á þeim
tima. Ha nn þótti trúr hj arðsveinn og hlaut
að launum kalsár á fæti eitt sinn er hann
var við slik gæslustörf og var talið að
hundurinn hans hafi bjargað þvi að ekki
fór verr.
Ast hans á sauðkindinni hefur hann tek-
ið með sér i veganesti yfir fjöllin, þvi allt-
af átti Guðjón margt fé sem var mikil
uppistaða f búskap hans og siðustu árin
hafði hann fé sér til augnayndis þegar
flest annað var horfið á braut.
Guðjón var 2 ár vinnumaður aö Hafra-
nesi eftir að hann flyst Ur Breiðdal. Siðan
stundar hann sjómennsku um stundar-
sakir bæði frá Skálavik og siöan Ur Vest-
mannaeyjum. Voriö 1917 flyst hann al-
kominn að BUðum og fæst þá við eigin Ut-
gerö um tíma með öðrum manni en ekki
mun Utgerðin hafa staðið lengi og tekur þá
við almenn daglaunavinna.
Guðjón giftist 25. nóvember 1917 Ólafiu
Björgu J^ónsdóttur sem þá var ráðskona
við Utgerð hans. Ólafia var Arnesingur
aö ætt og uppruna fædd 2. des 1892. HUn
var fóstursystir Bjarna Bjarnasonar fyrr-
um skólastjóra aö Laugarvatni og ólust
þau upp i Auðsholti á þvi myndarheimili.
Þaðan lágusporin til höfuðborgarinnar og
viðar i vist og vinnumennsku þar sem hUn
kynntist mönnum og málefnum og nam I
þvi sambandi margt til munns og handa
sem átti eftir að komasér vel siðar meir á
llfsleiöinni. Ólafia hafði þvi talsverða lifs-
reynsluer húnsteigá land á Austfjöröum.
A öðrum tug aldarinnar var algengt aö
fólk af Suöurlandi bæði menn og konur
leituöu eftir sumarvinnu á Austfjörðum
og sýnir það vel uppgang þess landshluta
á þeim árum. Þannig voruörlög þessarar
sunnlensku konu ráöin. FáskrUðsfjörður
varð hennar fyrirheitna land. Börn Guö-
jóns og ólafiu eiga þvi rætur I blandaöri