Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Side 5
Guðmundur Ólafsson Akranesi F. - 14.-8. 1896 D. - 10.-4. 1979 Þann 18. april 1979 fór fram kveðjuat- höfn i Akranesskirkju um Guðmund ð. Ölafsson Skagabraut 36, Akranesi aö við- stöddum vinum og vandamönnum. Sr. Björn Jónsson flutti hugljófa ræðu. Nokkrir minnispóstar, sem þar komu fram, veröa hér nefndir i þessum fáu kveðjuorðum, viööðruer tæpast að biiast, þar sem rætt er um sama manninn. Maður var nefndur Guðmundur Ölafs- son fæddur að Setbergi við Hafnarfjörö, talinn gáfumaður, stundaði bufræðinám I Danmörku i 4 ár. Tungumálamaður góð- ur, mikill. áhugamaöur um ræktunar- framkvæmdir o.fl. Hann bjó i' Gröf i Skil- mannahreppi i 11 ár, þaðan flytur hann 1867 að Fitjum i Skorradal og býr þar sið- an til dauðadags. Við þann stað er hann jafnan kenndur, sem þingmaður Borg- firðinga og þjóökunnur maður. Þessi maður er einnig sögufræg persóna, vegna ákvörðunar hans um konu-valið, sem hann taldi sig litinn tima hafa til að sinna i fyrstu, en draumamaður hans gaf sinar fyrirskipanir, svo hann lét sér segjast og tók fyrir konu Vigdisi Magnúsdóttur frá Stóru-Vogum á Vatnsleysu, sem var kvenkostur góður. Kynni og tildrög fram- tiðar tráfesti urðu að góðu söguefni, sem hægter aðlesa um i skemmtilegri frásögn Jóns Helgasonar frá Stóra-Botni i bók hans Islenskt mannlif III bíndi. Einnig er góð grein um þennan mann i Borg- firskri-Blöndu II bindi eftir Þórð Krist- leifsson, sem er einnig Borgfirðingur. Þessi heiðurshjón bjuggu til æviloka, við rausn og góðan orðstfr að Fitjum. Börn þeirra, sem til aldurs komust, voru 5. A Fitjum hafa niðjar þeirra siðan setið oghaldiö við hefð þessa staðar, svo sem til var unnið af forfeðrunum. Eitt barna þeirra hét ólafur f. 23. jóni 1861,d. 30. nóv. 1921, kona hans var Elin f. 11. jiini 1871 að Þyrli á Hvalfjarðarströnd, d. 1. des. 1951 Jóhannsdóttir Tómassonar og konu hans Guðlaugar Ottadóttur. Þau hjón bjuggu að Sarpi i Skorradal frá 1900, eignuðust 6 börn, sem upp komust, elstur þeirra var Guðmundur Otti, sem hér verður lltillega minnst. Eftir aö faðir Guðmundar dó árið 1921 islendingaþættir bjó Elin kona hans áfram i Sarpi, varð þá Guðmundur sonur hennar bUstjóri hjá henni allt til ársins 1935, að þau selja og flytja burt, Elin niður i Andakil en Guð- mundur að Indriðastöðum. A Akranes flutti hann 1937, og stofriar þá heimili með Mariu Guðjónsdóttur. HUn er fædd að Fossi við Berjadalsá (við Akranes) 21.-3. 1897. Guöjón Einarsson, faðir hennar, var fæddur að Klafastaðagrund i Skilmanna- hreppi, en móðir hennar Málfríður Hall- dórsdóttir, var ættuö Ur Kjósarsýslu. Þessi hjón fluttu 1897 að Fjósakoti við Ytra-Hólm og bjuggu þar til dauðadags. Guðmundur og IVTaria byrjuðu sitt heimilishald i KothUsum við Vesturgötu, en flytja fljótlega I hUs sem þau kaupa að Skagabraut 36, og þar hafa þau átt sitt heimili siðan. Guðmundur vann eyrar- vinnuogseinna i frystihUsunum allt til 70 ára aldurs. Hánn vann samfleytt i 15 ár hjá „Fiskiveri”, sagði hann mér sjálfur. Hann þótti maöur iöinn og samviskusam- ur, dyggur þjónn og duglegur,handlaginn og hinn besti vinnukraftur. Guðmundur var frábær hirðir og dýravinur meö af- brigðum glöggur. Kunni hannheilmikiö af fjármörkum manna. Hann haföi glöggt auga með sinni samtið. Hann var maður stórvel greindur, ættfróöur með afbirð- um, hafði eyra fyrir tónlist og spilaði á orgel á yngri árum. Eftir aö hann varö sjötugur snéri hann sér eingöngu að fjárgæslunni. Hann var i forustuliöi fjáreigenda á Akranesi i ára- tugi, fjallskila- og réttamaður, baðstjóri frá 1951 o.fl. Guðmundur átti mörg spor á afrétti Akurensinga og þekkti Botnsheiö- ina, eins og gólfiö heima, —þannig orðaöi hann það sjálfur.en við spjölluðum oft um öll þessi hans kæru mál, sem hjartanu stóðu næst. Það vargott að eiga Guömund að, þegar einhvers þurfti með varðandi kindur, honum mátti treysta. Vandur var hann aöviröingu sinni eins og best gerist, stakur reglumaður, sem aldrei neytti vins, né annarra nautnalyfja. Allt varö þetta tii aö auka á tiltrU hans til ábyrgðar- starfa, Guömundi mátti treysta, það vissu •allir. Hann var sporléttur maður, kvikur I hreyfingum, frekar grannholda, tæpur meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel, friður sýnum, gat verið nokkuð snöggur i ó. skapi, en sáttfUs og hinn besti drengur, tryggðatröll og góður vinur vina sinna. Hann var frekar ómannblendinn og hlé- drægur, vandaður og prUður I framkomu, en þægilegur og viöræöugóöur, viölesinn ogfróðurvel. Þau vorusamrýndMarfa og hann. Ég trUði þvi að þar hafi sönn vinátta rikt á báöa bóga, þau voru ekki gift hjón og áttu engin börn. Ég hygg aö þeirra sambUÖ hafi engu aö siður gefið þeim báðum margar hamingjustundir og fagurt lff. Guðmundur varð fyrir bil og slasaöist þegarhann varaökoma Ur kindahUsi sinu 22. des. 1978. Hann var strax lagður inn á SjUkrahUs Akraness, þar sem hann lá illa farinn. Þó virtist allt vera á bataleið og stundum var haft á orði aö takmarkiö væri að vera kominn heim þegar ærnar færuaöbera. Siöustu dagana sem viö vor- um saman virtist framför ótrUlega mikil, og þegar ég fór fylgdi hann mér til dyra hjálparlaust i göngugrindinni. Ég ætlaði svo sannarlega aö sjá hann enn hressari seinna, sem varö þó aldrei, þvi skrifa ég honum hér mina bestu þakkarkveðju. Mér var það hulið að hann átti eftir aö gangast undir erfiöa skurðaögerð, sem hann ekki þoldi, þar með var tjaldið dreg- ið fyrir. Guömundur átti trygga vini, sem litu til hansaðsjUkrabeði, hann var þvi vinafólki sinu innilega þakklátur. Þaö voru hlýleg orð, sem þessi orðprUði maöur hafði um vini sina ogsamtiðarfólk, reyndar veit ég að margir eiga minningu um góöan granna og félaga, sem er geymd en ekki gleymd. Einn bróöir Guðmundar var mættur á kveöjustund, þaö mátti sjá sterkt ættarmót með þeim bræörum, hann lifir vist einn þeirra systkina. Eftir lýsingu að dæma af Guömundi afa þeirra bræðra, gæti maöur haldiö að ættarmótið hafi haldið sér allvel. Einnig hygg ég aö þeir alnafnarnir hafi veriö lflcir á fleiri sviðum. Vagga þess manns sem hér heíur veriö minnst, stóö I einu þvi fegusta héraðiþessalands, Skorradalnum i Borg- arfjarðarsýslu. Fæddur var hann á Ind- riðastöðum viö neöri enda vatnsins. En 4 ára gamall flytur hann meö foreldrum sinum aö Sarpi i sama hreppi, sem er nokkuð fyrir austan vatnið. Þetta 18 km 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.