Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Qupperneq 16
Jóhanna frá Tungu gifti sig Katli Indriðasyni á Ytra-Fjalli 1933. Einhvern tima á þvi sumri, ég held timanlega, kom ég I Fjall sem ótal sinnum oftar og mætti henniá hlaði Uti i ljósriblUssu með sólskin 1 hári. Ketill var aö koma neðan ösastig. Þá lá vel á sólinni. Enda var hUn bUin aö fá fyrirmæli um það lengra utan Ur himin- blámanum að láta svo vel að Norðlend- ingum allt fram á haust að þeir myndu ekki eftir öðru eins dýröarsumri. öllum finnst ánægjulegra að gera gott en illt. Þaðlá lika velá fuglum, flugum ogfiflum i varpa, „Fjallinu frfða”, nýju stUlkunni þar og bóndanum sem var aö koma. Áður vissi ég að þessi Jóhanna var til noröur á Tjörnesi. Og I svip haföi ég séð hana fá- einum sinnum. Meira var það ekki. Nesið var þá meira nes en nU og lengra milli alira bæja. Sem bUstýru þekkti ég hana ekkert, sem kærustu enn siður, hvaö þá sem konu sem mest er og svo mikiö mest að ég fór aö myndast við að tala við hana. Þannig biðum viö úti eftir bónda. Viö hann þurfti ég eitthvað að ræða um ung- mennafélagið. Eða var það um alheims- kreppuna, sem þá var að reyna að kreista allan kjark Ur sveitamönnum? Ekki man ég þaö nU svo g jörla. Ensegja má ég full- um fetum að ekki kreisti þessi kreppa kjarkinn Ur einum eða neinum þennan dag á þessum staö, þvert á móti hið gagn- stæða. Svo er þess að geta að hún er bUin aö taka okkur inn aö kaffiboröi eöa öllu heldur mig, þvi aldrei kom kaffi inn fyrir varir Ketils á Fjalii. Og helst held ég aö þaöhafi veriöþá, sem hUsfreyjan tók okk- urUtimálsbætur i fyrsta skipti, ogendur- mat á einhverjum sleggjudómi. Auðvitað hafði hún rétt fyrir sér á sinn hógværa hátt. Hún fór ekki meö staölausa stafi. Gott höfðum við af þvf og af aö sannfær- ast, altént ég, og fór að hugleiöa samhliða spjalli um fótboltavöll ungmennafélags- ins að asni væri ég að vera ekki búinn að reyna að fá mér konu. Ketill var brennandi félagsmálamaður og lét sig varla vanta á nokkurn einasta ungmennafélagsfund, hvað þá aöra fundi, er kallast gátu stærri fundir I héraöi. Hann var ákafur skógræk tarmaður og gaf þeirri hugsjón að klæða iandið skógi meira af ti'ma sinum en nokkur annar Aðaldælingur eða jafnvel Þingeyingur. Hann var ljóðskáld miklu meira en marg- ir aðrir sem hátt hefur verið hossaö. Jóhanna á Fjalli er engin hávaðakona hóandi f læti ef eitthvaö eöa allt ætlar um koll aö keyra. Hún hefur veriö rausnar- kona á sinuheimili fyrst og fremst, kona skilnings, ósérhlífni og nærgætni. Þegar hún f lutti I dalinn gekk hún strax i Kvenfélag Aðaldæla, en vildi aldrei binda sig svo félagsmálum aö hún yrði að láta stjórnarstörf þar koma niöur á heim- ilinu. Enda haföi hún lengst af litla mögu- leika á að sinna þeim. Nærri alls staðar var verið að byggja I sveitunum á þessum árum. Þaö tutlaöi i 16 að skipta á torfinu og steinsteypunni yfir alla mennogskepnur, fóðriðogáhöldin og hafa sig samtimis skammlaust fram úr kreRjunni. Það heyröist svo sem að Ketill á Fjalli væri seinni á sér að sinna kalli timans á steinsteypuna en flestir aðrir i dalnum. En gáum að: Gat hann nokkuð annaö gert skynsamlegra? Stór systkinahópur hafði tvistrast úr hreiöri sinu kringum 1930. Indriði hætti aö búa og sinna Aðaldæla- deild og oddvitastarfi. Aður en varöi var Ketill tekinn við þessu öllu og orðinn einn á Fjalli við útiverkin á heldur erfiðri jörð. Hvernig átti hann að standa I stórbygg- ingum til viöbótar öllu hinu? Þessar fyrstu byggingar uröu flestum hálfgert sorgarefni. Menn flýttu sér of mikið. Von- irumaðnýjuhúsingætu staöiö svo og svo lengi rættust ekki nógu vel. Of litil og óhentug. Viða eru þær byggingar nú horfnar af jörðum eða búið að breyta þeim ogeigendur ekki alltof sæiir með að þurfa að brjóta niöur valmaþakshúsin til dæmis eða smáfjósin og áburöargeymsl- urnar, sem orðnar eru ónýtar eða langt á eftir timanum. Annars hefði verið ljómandi gaman að fá það útreiknaö i tölvu hvort heimilið á Ytra-Fjalli hafi meira skaðast en ábatast á biðinni. Ég Imynda mér að ábatinn hafi orðið skaðanum miklu meiri. Nú státa ekki margar jarðir i dalnum af betri og hentugri húsum, ef nokkrir geta þaö þá. Eins og nú er sama og sagt varö það hlutskipti Jóhönnu nokkuð lengi að búa i baðstofúbæ sem lekið gat eins og allir svipaðir bæir lákuhér á árunum. Og enda þótt hún meti mannaminnst fagurgala um sjálfa sig verö ég að segja að alltaf fannst mér umgengni hennar þar i húsum fram- úrskarandi góð frá því hún kom þangað þar tilúr bænum var flutt, og raunar leng- ur. Þegar hún kom var hann orðinn nokk- uö forn og farinn.en hrörnaði hægt i henn- ar höndum. Alltaf fannst mér hreingern- ingakeimur mæta méri göngum þegar ég gekk þar inn. Af góðu atlæti verða hús hreinleg og hress á svip og þeir sem um þau ganga uppréttari en þar sem minna er til umgengni vandað. Égkynntist Benedikt á árumun 1944-45 er ég tengdist f jölskyldu hans með þvi aö giftast eldrisystur hans. Alla tið fór mjög vel á með okkur, en ég held að sambandið milli hans og systur hans, konu minnar, hafi verið meö eindæmum náið, alla tið voru þau mjög hænd hvort að ööru. Þá reyndist hann öllum systkinunum hinn bestibróðirog var honum alltaf mjög um- hugaöum hvernig þeim reiddi af með sin- um fjölskyldum, þaö er gott hverjum og einum að kynnastsvona manni sem Bene- dikt var, ég vil þakka honum okkar kunn- Mér dettur i hug það sem haft er eftir Salómon konungi og Stephan G. talar lika um i' kvæði. Salómon sagöi að viska kon- unnar reisi húsið, Stephan að snilld henn- ar „breyti hreysum i heimkynni alls- nægjuleg”. Þarna er ekki utan af þvi skorið, sem vitmenn þessir höfðu gott um kvenþjóðina að segja og heimilishald yfir- leitt. Ég tek Salómonsorð sem rósamál um að heimkynni allsnægjuleg verði ekki til án góðra kvenna með vitur hjörtu. En vitiö bjó I hjörtunum á dögum Ritningar- innar. Sé þetta nærrilagi eru þeir alveg á sama máli Ritningarskáldið og Kanada- skáldið, enda miklir mannlifsfræðingar báðir tveir. En hvað sem þvi annars liður er þess að geta að æfinlega þótti mér gott og gaman að koma i gamla bæinn á Fjalli meðan i honum var búið og jafngott sem I nýja húsið, þó aldrei yrði bærinn fullur af mublum út úr dyrum. Jóhanna á Fjalli er hrein, bein og hispurslaus. Hún á auðveldara meö aö botna Ihlutunum en margur annar. Henn- ar er skilningurinn málæðinu meiri. Hún getur sagt hverjum sem er að ekki hafi hann alveg á réttu að standa þegar henni sýnist svo. Og þaö án þess að saman við blandist minnsti vottur af kala, hvað þá önnur enn verri vitleysa út af meininga- mun. Sá sem misskilningi eyðir, er sér og samfélaginu þarfari en hinn er á hann eykur.Henniá éggott að gjalda ogekkert annað en gott. Svipað held ég að segja megi um alla sem þekkja hana vel. Sem eðlilegt er hefur hún nú hætt búsýsiu fyrir nokkru, áttræð oröin og sjónbiluð, svo örðugt á hún með að lesa eða skrifa full- um fetum. Ketill er dáinn fyrir nokkrum árum. Hjá börnum þeirra dvelur hún til skiptis, en mest á Fjalli. Til allra þeirra á hún auðvelda leið að fara, þó nokkuð sé langt ámilli bústaöa þeirra. Og hún þarf áreiðanlega ekki að troða sér neitt inn á þau. Kannski hafa þau lika eitthvað af upplagi móöur sinnar frá henni fengiö I tannfé. Dóttir hennar býr viö Djúp og önn- ur á Akureyri, sonur i grennd við Sauðár- krók og tveir synir eru á Fjalli við bú- skapinn þar heima. Bjartmar Guðmundsson ingsskap og vináttu öll þau ár er við þekktumst. Það er sárt að sjá dugmikla menn á besta aldri hverfa sjónum okkar, en minningin um góöan dreng varir meö þeim sem eftir lifa. Ég votta eiginkonu, börnum, móöur og systkinum hins látna mina dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Jónsson. málarameistari. islendinqaþættir O Benedikt Helgason — Minning

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.