Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1979, Side 8
Karl Jónsson bóndi Gýgjarhóli F. 1. 7. 1904 D. 4. 6. 1979. Blskupstungnamenn hafa meö aöeins þriggja vikna millibili oröiö aö sjá á bak tvekn öldnum bændahöföingjum sínum, þeim Karli Jónssyni í Gýgjarhólskoti og Lýð Sæmundssyni á Gýgjarhóli, nágrönn- um óg aldavinum sem þar að.auki voru tengoir venslaböndum. Þeir voru fæddir samá daginn fyrir 75 árum, eöa 1. jiill 1904,,o.g þaö liöu tæpar þrjár vikur milli dánardaga þeirra. Svona er l&iö oft sér- kenpilegra en nokkur saga. Nú hvlla þeir i kirkjugaröinum i Haukadal viö hlið systr- anna sem þeirkvæntust ungir, og megi friöur vera meö þeim öllum. Karl Jónsson var fæddur i Laugardals- hólum I Arnessýslu, bóndasonur og kom- inn af Grimi stúdent Jónssyni I Skipholti, bróðursyni útlagans Fjalla-Eyvindar. Foreldrar Karls, Jón Grimssonog Guöný Arnórsdóttir, bjuggu siöast i Efstadal I Laugardal. Karl var bráðþroska og þurfti llka ungur aö taka ábyrgö fulloröins karl- manns á slnar heröar, þvi aðeins tæpra nitjánára missti hann fööur sinn og stóö eftir þaö fyrir búi hjá móöur sinni. 5. júni áriö 1927 kvæntist Karl gjörvu- legri konu, Sigþrúöi Guönadóttur frá Gýgjarhóli I Biskupstungum, og bjuggu þau áfram I Efstadal næstu 16 ár. Þá þurfti eigandi jaröarinnar sjálfur á henni aö halda og sagöi þeim h jónum upp. Þeim gekk erfiölega að finna aöra jörö, og má búast viö aömikillkviöi hafi sest aö Karli og Sigþrúöi þessa erfiöu mánuöi i miöju strlði, börnin voru orðin átta og það ni- unda á leiöinni. Seint og um siöir fengu þau Gýgjarhólskot i Biskupstungum leigt (og seinna keypt), ogfluttust þangaö meö hópinn sinn á fardögum. En í kotinu var ekki I annaö hús aö venda en hundraö ára gamla baöstoöu, þrönga ogilla hæfa til aö taka viö öllu þessu fólki, og þess vegna fór Sigþrúöur beint heim á sitt gamla heimili þar sem hún fæddi niunda og yngsta barn þeirra hjóna um hálfum mánuöi eftir flutningana. Efstidalur haföi veriö góö jörö miöaö viö gamla búskaparlagiö, landrými mik- iö, en í þvi efni virtist Gýgjarhólskot ekki hafa upp á mikiö aö bjóöa. Skiptin voru mjög óhagstæö aö þvi er séö varö. En mótlætiö snerist þeim hjónum i hag, þvi land Gýgjarhólskots reyndist mjög gott til ræktunar og hæföi þvi vel búskaparlaginu sem einmitt var að taka yfir á þessum ár- um. Karl var mikill áhugamaöur um ræktun, bæöi jaröar og búfjár, og er skemmstfráþviaö segja aðþeim hjónum búnaðist ákaflega vel þegar tímar liöu fram. 1 Gýgjarhólskotier núreisulegt býli og myndarbragur á húsakosti, bæöi fyrir menn og búfé, og landið hefur endurgoldið vel greiðann sem þvi var geröur meö ræktuninni. Auk þessa timafreka upp- byggingarstarfs heima fyrir sat Karl i hreppsnefnd, bæöi í Laugardal og Biskupstungum, og haföi lifandi áhuga á félagsmálum, ekki sist þeim sem stuðla aö frekari samgangi milli mannu, sima- og vegamálum. Barnalán þeirra hjóna var mikiö, öll börnin niu eru á lifi. Fimm þeirra stunda búskap, öll I Arnessýslu: Helga, seinni kona Lýös á Gýgjarhóli, Jón i Gýgjarhóls- koti, Guörún i Miödalskoti, Arnór á Bóli og Margrét i Skipholti. Fjögur gegna ýmsum störfum i þéttbýli: Ingimar deild- arstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, Guðni forstjóri Bifreiöaeftirlitsins, Gunn- ar lektor og Ólöf húsfreyja og skrifstofu- maöur á Selfossi. Barnabörnin eru oröin friöur flokkur og mannvænlegur, 28 tals- ins. Þegar ég kynntist Karli fyrir þrettán árum fannst mér hann hafa þá eiginleika til aö bera sem helstir prýöa góðan tengdafööur og raunar góöan mann yfir- leitt. Hann var kátur og gamansamur, hafsjór af fróöleik um menn og málefni vegna þess hvaö hann var stálminnugur bæði á stór atriöi sem smá, ræöinn og skemmtilegur. Hann var lánsamur maö- ur og það fannst á honum, þvi hann haföi til aö bera það sjálfstraust og viröuleik sem fylgir þvi aö vitasig á réttrihillu i lif- inu. Þaö var forvitnileg og þroskandi lifs- reynsla aö kynnast hjónum sem eftir fjörutlu ára sambúö báru djúpstæöa virð- ingu hvort fyrir ööru og unnu ennþá sam- an sem tveir sjálfstæöir einstaklingar en I sátt og samlyndi, ást og eindrægni. Þaö var holt fyrir unghjón i byrjun búskapar aö sjá hvernig þau Karl og Sigþrúður höfðu þroskast saman og rækt skildur sln- ar við samfélagiö án þess að láta eigin- hagsmunasemi spilla vináttu sinni. Besti kosturinn og sá óvenjulegasti á þeim hjónum báðum var þó hversu viösýn þau voru og ótrúlega fordómalaus. Þessi eiginleiki er oftast kenndur við ungt fólk, en aðþessuleyti voru þau ung i anda. Þau fylgdust vel meö, lásu bækur og hlustuöu á útvarp, tóku ekkert sem gefiö en ræddu saman og viö aðra um þaö sem þau heyrðu og lásu og mynduðu sér siöan skoðanir. Og þau voru óhrædd við aö halda fram meiningum sem brutu i bága viö rikjandi skoðanir I samfélaginu. Þessa lifsafstööu innrættu þau börnum sinum, og þaöergottveganestiað vita aö maöur á ekki aö láta mata sig heldur hlusta, ihuga ogtaka sjálfur ákvöröun um þaö hvað manni finnst rétt og satt. Karl varö ungur aö taka á sig byröar fulloröins manns og stóö stæltur undir þeim. Lif hans var oft erfitt, en gott og frjóttfyrir jörö hans og fólk. En sjálfsagt vegna hins bráöa þroska kom ellin snemma til hans og varö honum æriö þungbær siöustu árin. Honum varð þaö mikið áfall að missa konu sína fyrir tólf árum, raunar heföi hann eflaust viljaö fylgja henni fyrr. Þaö var eins og hluti af honum heföi verið skorinn burt, og lifs- hamingjan fór með þeim afskorna hluta. Okkur sem eftir lifum er þvl ekki hryggö efst I huga heldur miklu fremur feginleiki aö vita aö hann skuli nú kominn þangaö sem hann vildi helst vera. Silja Aöalsteinsdóttir 8 Islendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.