Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 21. júli 1979 23. tbl.
TIMANS
Bjarnveig Guðjónsdótttir
Fædd 5. nóv. 1896
Dáin 14. júnl 1979
Hún syngur sömu lögin
og sefar huga minn.
— Við barm hennar bleikan verö ég
aö barni i annaö sinn."
Svo kvaö skáldið Daviö Stefánsson frá
Fagraskógi i kvæöi sínu Fóstra min. Þau
oröhans vil ég gera aö minum, þegar ég
nú minnist fáeinum fátæklegum oröum
þeirrar konu, sem ég hef þekkt besta um
ævina, hennar Veigu á Seljabrekku. Hjá
henni áttu allir heima, er áttu bágt. Hjá
henni fann enginn til þeirrar smæöar, er
sumir, af fávisku sinni, láta bitna.á þeim,
er þeir þykjast hafa I fullu tré viö. Hjá
henni voru allir jafningjar og sátu viö
sama borö. Þeir voru margir smæl-
-ingjarnir er hún tók aö sér aö annast og
ganga í móöurstaö. Þar heföi Ólafi Kára-
syni Ljósviking liöiö vel oghjá henni leið
mér vel.
Eftir sex ára legu á s júkrahúsi var mér
komið fyrirhjá þeim hjónum, Bjarnveigu
og Guðmundi Þorlákssyni, og varö vist
min hjá þeim sennilega lengri en í upphafi
vartilætlast. Þaövar míngæfa. útlistun
á tilgangi meö striti manns og skepnu
fyrir tilveru sinni geröi fyrirhafnarlaust
lif á spftala fyrst i stað aö drungalegri staö-
reynd, ensiöar aö björtum veruleik. Mér
var kennt, aö letin væri upphaf allrar
ógæfu, þó ég hafi aldrei tekiö fullnaöar-^
próf i þeirri fræöigrein. Viröing fyrir'
landinu góöa meö öllum þess gæöum og
gjöfum, sól og sumri, rigningu og sUld,
fegurö og ljótleik, var vakin hjá þessum
álfi Ut úr hól sem eins og var að fæöast
þrettán ára gamall. Mest áherzla i upp-
eldinu var þó lögö á hina umkomu-
lausu. Sá, sem hændi aö sér dýrin og var
þeirra vinur, öölaöist örugglega
Himnarikisvist, hvernig svo sem allt
annaö velktist. HUn var sannur málsvari
allra þeirra, er einhvers þurftu
meö. Aldreisá ég Veigubregðast verr viö
en þá, er á þá var hallaö i oröi eöa
verki. Hroki og yfirlæti voru eitur i
hennar beinum. Aldrei hef ég kynnst
hjónum, erhöföumeiritrúá kærleikanum
i manninum, þó mér sjálfum hafi oft
gleymst aö meta þann boöskap aö verö-
leikum.
Svo vinmörg voruhjónin á Seljabrekku,
aö fáir gengu þar hjá garði án þess aö
staldra viö. Tilefniö var oft smátt utan sú
ánægja og gleöi aö hitta fyrir góösemi og
gestrisni húsráöenda, enda var i sam-
ræðum viö þau af miklu aö taka. Þau
voru bæöi viölesin og fróö um menn og
málefni, enda má i þvi efni minna á orö
Hávamála, að
Veistu, ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vill þú af hánum gótt geta,
geöi skaltu viö þann blanda,
ok gjöfum skipta,
fara at frnna oft.
Með trega i huga en ljúfar minningar
kveðég þig nú, Veigamin, ogbiö þér Guös
blessunar. Þúsyngur sömu lögin og sefar
hugaminn. Ég biöþann, sem er öllu ofar,
aö veita þér, Guömundur minn og fóstri,
og öllum ykkar ástvinum, styrk, þrótt og
trú til aö sigrast á mótlætinu og þerra tár
af hvörmum. Hugsunin um mikilhæfa,
góöa konu og frábæra móður er smyrsl á
ógróin sár, sem timinn einn fær
læknað. Blessuö sé minning Bjarnveigar
Guöjónsdóttur.
Guömundur Gfslason
Skammt er stórra högga milli I sveitinni
okkar. Nú hefir maöurinn meö ljáinn
komið við i Seljabrekku en frú Bjarnveig
lést á Landspitalanum i siöustu viku.
Bjarnveig Guöjónsdóttir er sunn-
lenskrar ættar en fæddist á Patreksfirði
þann 5. nóvember 1896,þar sem foreldrar
hennar fluttu búferlum vestur um þetta
leyti. Lengst af voru þau búsett að Geita-
gildi i örlygshöfn og þar ólst Bjarnveig
upp.
Um tvítugsaldurinn lá leiöin til Reykja-
vikur og þar var atvinnu aö fá svo sem i
Viöey, en þarna hitti hún mannsefni sitt
Guömund Þorláksson frá KorpUlfs-
stöðum.
Hann lifir konu sina nú i hárri elli og
situr að búi sinu aö Seljabrekku I
Mosfellssveit. Þeim hjónum varö sex
barna auðið en þar aö auki ólst dóttur-
sonur upp á heimilinu og er nú stoö og
stytta gamla mannsins.
Lifsferill Bjarnveigar er sá a ö þau hefja
sinn búskap i Reykjavik en flytjast að
Minna-Mosfelli 1927 ogþaöan aö nýbýlinu
Seljabrekku 1934, en þar hófst búseta
þeirra i tjaldi meöan húsiö var byggt.
Þau Bjarnveig og Guðmundur eignuö-
ust 6 börn og önnur sex voru fermd frá
þessu heimili.en þau voru bæöi skyld og
óvandabundin og segir þetta sina sögu
sem engu þarf viö aö bæta. Bjarnveig stóö
fyrir sinu heimili oft viö erfiöar aöstæöur
eins og titt er um fólk sem sst aö á eyði-
jörð.
Viö samferöamenn Bjarnveigar viljum
senda henni og hennar fólki þökk fyrir
samveruna. Sjálf var hún ákaflega
félagslynd og starfaöi i félögum sveitar-
innart.d. ungmennafélagi, kvenfélagi og i
kirkjukór Lágafellskirkju um langt árabil
meö sinn bjarta sópran.
Við kveöjum Bjarnveigu i dag og
þökkum samfylgdina en eftir eru störfin
hennar sem minnisvaröi um konu sem
ekkert má aumt sjá. Hjarta hennar var
þannig úr garöi gert aö mildi ogmiskunn-
semi sat þar ávallt i fyrirrúmi, ég og fleiri
hafa notiö þess á undanförum árum.
Jón M. Guömundsson.