Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Side 5
Hvernig á hann lika aö skilja þetta! Hér
heftir þó varla búiö fólk eöa hvaö? Ó jú,
hér bjó reyndar fólk á öldinni sem leiö.
BærinnhétTjaldbrekkaogvar ibyggö frá
1840 til 1891. Ef einhver hefur áhuga á
frekari vitneskju skal bent á kaflann
Tjaldbrekkubændur i bókinni Bóndinn á
heiöinni eftir Guölaug Jónsson. Þar fæst
vitneskja um aö þessi hálfgrónu tóttar-
brot gætu ef þau fengju mælt sagt sögu af
fólki, sem þarna baröist fyrir lifinu,
gladdist, hryggöist, ól si'n börn og dó.
Rétt eitt hundraö ár, Þann 25. okt.
1978 voru rétt eitt hundraö ár siöan kona
ein tók léttasótt á þessum afskekkta bæ.
Hún hét Jóhanna Steindórsdóttir og var
gift Ólafi Eyleifssyni. Þau bjuggu að
Tjaldbrekku i 13 ár. 25.oktober áriö 1878
var hriðarkóf þar efra og Ólafur bóndi
batt huröina aö bæ slnum fast aftur, svo
eldri börnin færu sér ekki að voöa á
meöan hannhljóp léttstiguraðhætti ættar
sinnar niöur aö Hltardal (4 tima
lestarganga) þeirra erinda aö
sækja ljósmóöur til aö taka
á móti sjöunda barni þeirrá
hjóna. Varla hefur Ólafur veriö jafn
léttstigur fjórum árum sfðar þegar hann
áð undangegngnum fjárkláöa og öörum
T
haröindum teymdi undir börnum sfnum
og búslóö niður i sveit, vitandi þaö sem
auðvitað varö — tvistrun fjölskyldunnar
skammt undan.
Þetta er litiö brot af sögunni sem
rústirnar við Hitarvatn gætu sagt frá ef
þær mættu mæla, en sagan af litlu stúik-
unni sem fæddist þarna fyrir 100 árum er
enn ekki öll. Hún heitir Jóhanna ólafs-
dóttir siðast húsfreyja að Breiöholti I
Reykjavik. Jóhanna var gift Þorleifi
Jónssyni frá Hitardal i Mýrasýslu. Þau
hjón bjuggu lengst I Selárdal.i Hörðudal,
en áriö 1916 fluttu þau suður yfir fjall aö
Höföa i Eyjahreppi og þar i sveit höföu
þau búsetu allt að árinu 1934 aö þau yfir-
gáfu Snæfellsnes og tóku sér far til
Reykjavikur. Þa höfðu þau eignast niu
börnmissttvöentekiö tvö fósturbörn sem
þau önnuðust af skilningsrikum mann-
kærleika svo ekki sé meira sagt.
Þessi mætu hjón lifðu það aö halda
hátiðlegt gullbrúðkaupsitt en þá var Þor-
leifur farinn aö heilsu. Hann lest um
haustuö 1954. Frá þvi hefur Jóhanna búiö I
skjóli barna sinna og fósturbarna, þar til
að seint á árinu 1977 að hún siasaðist og
hefur legiö rúmföst aö mestu á öldrunar-
deild Landspitalans i Hátúni 10B. Vil ég
nota þetta tækifæri til að þakka öllu
starfsfólki þeirrar stofnunar frábær störf
og alúð i framkomu.
Jóhanna ólafsdóttir er kona sem ekki
gleymist þeim er henni hafa kynnst. Siung
ianda, frjálslyndog fordómalaus, en fast-
heldin á þaðsem henni þótti skynsamlegt
isinum barnalærdómi. Þó fristundir væru
fáar á hennar starfsömu ævi, var undur
hve vel henni tókst að komast yfir mennt-
andi lesefni og festa þaö i huga áér. Var
henni á þvi sviöi mikill styrkur að þvi
slálminni sem næstum er einkenni á henni
og hennar ættfólki. Þó hún fylgist vel meö
sveitarmálum, landsmálum og heims-
málum var hennar eigin heimur innan
banda fjöls kyldunnar. Enn I dag fylgist hún
daglega með sinu fólki og gleðst sérstak-
lega yfir framgangi þeirra sem nú eru
óðast aö vaxa úr grasi i þeim hópi. Eðli-
lega er hún ákaflega vinsæl og hefur verið
þaö alla ævi. Þessihlýja, glaöa framkoma
laðar fólk að henni og hefur alltaf gert.
Henni er ekkert óviökomandi og hún legg-
ur gott til I hverju máli. Hjá henni og
hennar likum finnur maður aö sem betur
fer á mannkynið þó enn von um bjartari
daga.
Hanna Haraldsdóttir.
Jóhanna Hallvarðsdóttir
Fædd, 19. júli 1894
Dáin, 17. mai 1977
Kveöja frá börnunum hennar
Við kveðjum þig móðir meö Hornbjarg i hug
og hafnyrðings brimgný á ströndum,
sigmenn á bergstöllum djörfung og dug,
og drottinn vors lands þér á höndum.
Þar var heimiliö þitt, þar var starf þitt og striö,
hið stórbrotna llfskall, þin ævitlð.
Að heiman þú gekkst eftir missi þins manns,
þá mæddi þig kviðinn og sorgin,
en máttugri og stærri var minningin hans
en myrkasta klettaborgin,
þvi gekkst þú aö heiman á hamarsins brún
með hinum aö lesa þar standbergsins rún.
frá Horni i Sléttuhreppi
Þinn kotbær var Horn I Hornavik,
þaö hljómar sem örlagadómur,
um stritiö og kuldann og stagbætta flik,
þaö starfssviö varö ákailsins hljómur,
aö bjargast þar af, vera börnunum hlif,
varö brauöstritsins gleöi, þinn hugur, þitt lif.
A Horni var fagurt þó kröpp væru kjör,
þar krjúpa aö himinsins ljóma
jafnt grunnvik sem Hornbjarg, hver vakin vör
meö vorboöans helgidóma.
Allt lifrikiö fagnar, hver maður fær mátt
hins mikla sem skapar og vogar sér hátt.
Þaö land var þin ættjörö, þess eilifö þin sól,
sem aldrei má fölna né kólna.
Þar eiga vor hjörtu og hugurinn skjól
sem helgar oss skin allra sólna.
Svo björt var þin fegursta framtiöarsýn
um fólk þitt og land, þaö var hugsjónin þin.
Þin ævi er hnigin aö hjarta þins lands
og heimvon að björtustu ljósum,
þvi fléttum viö börnin þér kvebjukrans
af kærleikans fegurstu rósum.
Þin trú var svo heit fram á hinstu stund
á hreinleik alls mannlifs og barnsgiaöa lund.
Tryggvi Emiisson
Islendingaþættir
5