Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1979, Page 8
70 ára Jón Sigurgeirsson Laugardaginn 14. april siöastliöinn varö sjötugur Jón Sigurgeirsson Spitalaveg 13 Akureyri. Ég átti ekki kost á aö minnast þe ss þá, en v il þó ekki lá ta þaö niöur falla, þvi aö Jón er einn í hópi þeirra fáu niilif- andi Islendinga, sem voru „þúsundþjala- smiöir” og tæknilegir bjargvættir sinna byggöarlaga og raunar miklu viöar. Nú eru komnir margvfslegir sérfræöingar i þeirra staö. Jón fæddist á Helluvaöi ( Myvatnssveit, sonur Sólveigar Siguröardóttur og Sigur- geirs Jónssonar bónda þar, og var yngstur fimm systkina.Hann ólst þár upp viö bústörf eins og gerist um sveitabörn. Snemma kom f ljós aö Jón haföi ekki slíkt yndi af sauöfé sem faöir hans og systkyni en þvi meira af vélum og öörum tækni- legum fyrirbærum. Bilaöir hlútir fengu skjótan og góöan bata af þvf aö snerta hendur hans. „Hvaö gerðir þú?” spuröi maður, þegar hluturinn hljóp I lag í höndum hans. „Það veit ég ekki, ég bara fiktaöi eitthvaö”. Maöur meö slikar hendur fékk fljótlega nóg aö sýsla. Og Jón á Helluvaöi gegndi öllum þeim kölfum, sem hann mátti viö koma og geröi viö alla hluti, sem fyrir- fundustá heimilumogaörira.m.k. fengu ekki viö ráöiö: Úr, klukkur, eldavélar, saumavélar, prjónavélar, spunavélar, myndavélar, reiöhjól, vindrafstöövar, simatæki, símalinur og lagöi inn nýja síma, auk smærri hluta eins og aö spengja skálar, diska o.m.fl. Hann vann aö smiði fyrstu steinhúsa í Mývatnssveit og lagöi einnig gjörva hönd á tré- smiði.Hann smföaöi rafstöö f ána, sem Helluvaöstendur viö ogleiddi þar inn raf- magn. Viö sveitungar hans töldum hann auövitaösérfræöing i rafmagni... Og hvaö fékk maöurinn öll þessi störf? Sjálf sagt eitthvaö fyrir byggingavinnu og smiöar en ég heyrði aldrei nefndar greiöslur I sambandi viö viögeröarstörf Jóns á Helluvaöi. Haföi nú þessi maöur nokkurn tima aflögu? Já, hann hafði alltaf nógan tfma til alls, eins og menn meðhansskapgerö hafa jafnan. Hann var eftirsóttur vinur og félagi, enda glaöur og skemmtinn og hvers manns hugljúfi. Hann haföi mikla og fallega söngrödd og þvi aufúsugestur á bæjum og manna- mótum til þess aö „taka lagið”. Á uppvaxtarárum Jóns var stofnaöur Karlakór Mývetninga og söng Jón þar meöan hann átti heima f Mývatnssveit. Hann var og er mjög músikalskur og á yngri árum lék hann á flest hljóöfæri, sem hann hönd á festi nema fiölu. Hljóöfæra- eign landsmanna var þá ekki eins fjöl- breytt og nú er, nema helst i Reykjavík. Jóni tókst þó aö ná sér i blásturshljóöfæri, sem annarsvoru óþekkkt á hans heima- slóöum. En aöal hljóöfæri hans voru orgel 8 og harmonika og siðar pianó. 1 mörg ár lék hann fyrir dansi, á harmoniku, bæöi i Mývatnssveit og vföar. Bærinn Helluvaö stendur i grennd viö Laxá, lífrfkustu á landsfns. Ungur aö árum varö Jón áhugasamur um litrfki árinnar, fugla, fiska og skordýr og siðar svo kunnugur þvi aö ekki munu aörir leik- menn þekkja þaö betur. Þetta kom sér vel fyrir veiðimenn, er sóttu ána heim, einkum þó útlendinga, enda var Jón oft leiðsögumaður þeirra. A þritugsaldri skrapp Jón i Mennta- skólann á Akureyri ásamt frænda sínum Jóni Þorlákssyni og tóku þeir þar gagn- fræöapróf er þótti góö almenn menntun i þá daga. Siöan fór Jón Sigurgeirsson til Englands ogdvaldi þar eitt misseri. Varö hann margs visari af þeirri ferö eins og vænta mátti. Eftir heimkomuna var Jón enn heima f Mývatnssveit um hriö, geröi viö vélar sem fyrr og reisti hús þ.á.m. brennisteinsverksmiðju I Bjarnarflagi fyrir dr. Jón Vestdal. Enn fremur var hann leiðsögu — og starfemaöur útlend- inga af ýmsu þjóöerni bæöi á feröalögum og viö rannsóknarstörf. Ariö 1940 flutti Jón til Akureyrar og geröist lögregluþjónn þar. Það starf mun aldrei hafa falliö honum alls kostar vel, þvi honum er ljúfara aö kynnast hinum jákvæöu hliöum manna en þeim nei- kvæöu. Aftur á móti mun „sakamönnum” hafa falliö vel viö hann og fóru af þvi ýmsarsögur.T.d. varsagt, aö hann þyrfti ekki aö beita menn valdi heldur lempaöi hann þá meö söng og hlýju fasi. Götu- strákar Akureyrar eltu hann sem dilkar og þurfti ekkiað hafa áhyggjur af þeim á meöan. Ariö 1951 kvæntist Jón systur minni Ragnhildi Jónsdóttur og bjuggu þau fyrstu árin i sambýli við systur Jóns og mann hennarí litluhúsi suöurf fjöru. Enn I dag er mér óskiljanlegt rými þessa litla húss og hve margir gátu átt þar sitt inni Skömmu siðar hætti Jón störfum hjá lögreglunni og gerðist starfsmaöur sjúkrahúss Akureyrar. Þar var nú þúsundþjalasmiöurinn á réttum staö, enda hvfldu nær allar viögeröir hússins frá háalofti til kjallara á heröum hans. Hann var jafnvigur á klósettækin og röntgentækin, aö hvessa sprautunálar Jæknanna og búrhnifana, aö gera viö gler- augu.lása, rafmagnstæki og hvaö eina, sem aflaga fór. Nú leysa sérfræöingar flest þessi störf af hendi. A stundum milli starfa greip Jón oft I sjúkrahúshljóöfærin og spilaöi og söng fyrir sjúklingana og fékk stundum tíl 'þess aö syngja meö sér. Þegar Jón Sigurgeirsson flutti til Akureyrar gekk hann strax I Kantötukór Akureyrar og starfaöi þar jafnlengi kórnum. Ég hygg aö þetta félagsstarf hafi veriöhonum mjög kært, ogsterkt og hlýtt var vinfengi þeirra Björgvins Guðmunds sonar frá fyrsta til siðasta dags. Þá söng Jón í kirkjukór Akureyrar um langt skeiö og nú hefur hann nokkur undanfarin ár verið organisti f Hriseyjarkirkju og reyndar viöar i Eyjafiröi. Jón lét af störfum viö Sjúkrahús Akureyrar fyrir tveimur árum, eöa þegar hann mátti þaövegna aldurs, til þess aö fá meira tóm til aö sinna áhugaefnum sfnum, sem eru mjög mörg og fjölþætt: ljósmyndir, orgelviögerðir, bókband, teikningar og staöháttalýsingar af gömlum bæjum og smföar svo eitthvaö sé nefnt. ,Og enn eru ótaldir margir veigamiklir þættir i lff iog starfi Jóns Sigurgeirssonar. 1 fyrsta lagi feröalög hans um landiö, gangandi og akandi og náttúruskoöun. Frá unga aldri hefur hann veriö mikill náttúruskoöandi lofts, láös og lagar. Nú síöustuár hefur áhuginn einkum beinst aö gömlum rústum, ýmisskonar, og eru þeir dr. Siguröur Þórarinsson jaröfræöingur samhentir förunautar á þeim slóðum. Hin forna leið Skálholtsbiskupa frá Suður- landi til Austurlands er nú i brennidepli áhugans og hefur Jón leitaö hennar ötul- lega þrjú siðustu sumur og mun einnig gera f sumar. Hann telur sig hafa fundið mörg óræk merki, er sýni hina fornu leið þeirra, rakin austan frá Jökulsá á Fjölium suövestur á bóginn f átt til Sprengisands. 1 vetur fékk Jón nokkurn styrk til þessara rannsókna. Ég ætla aö Jón hafi nú lagt meiri hluta Islands undir fót, ýmist einn eöa meö öörum. Kunnastur er hann fyrir feröir sinar um öræfi Noröurlands og farar- stjórn þeirra. Hygg ég, aö norölenskir feröafélagsmenn kunni ekki aö kjósa sér betri fararstjóra en hann. Ræð ég þaö af þeirri reynslu, sem ég hef haft af ferða- lögum meö þeim. Þaö er hrifandi aö feröast meö Jóni Sigurgeirssyni meö fögnuö og spenning hins ókomna i hverri taug, Aræði og varkárni haldist f hendur, svo aö áfölí eru fátfb eöa óþekkt undir fararstjórn haps. Ég sagöi aö Jón væri mikill náttúru- skoöandi tofts, láös og lagar. En ekki aöeins sem áhorfandi heldur sem gjör- hugull þekkjari og þátttakandi. 011 til- brigöi islensks veöurfars eru honum vel kunn, svo aöaölögun aö þeim kennist ekki sem vandamál. Meö áttavita og landakort i vasanum er hann jafn öruggur i blindbyl ogglaöasólskini. Jöröin undirfótum hans er honum sifellt áhugaefni, hvort sem hún er heit eöa köld, gróin eöa grýtt. Og vötn- in, lygn eöa ströng, hafa frá bersnsku Framhald á bls. 7 Islendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.