Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1979, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1979, Blaðsíða 3
Kristján Guðmundsson F. 2. 12. 1911 D. 16. 4. 1979 Minning: Sá þig bró&ir liggja lágt á beö, lífiö fjara hægum skrefum meö. Þjáningin var mikil, ljós eg leit, ljós, er himnadrottinn eigi sleit. Eg stóö viö rúmiö, staröi þetta á, staröi á þig meö hálflukta brá. Hjartaö bæröist... Engin töluö orö. Einlæg bænin geislar lifs um storö. Hægt þin lyftist höndin tæröa þá, hönd, sem var nú oröin buröa-smá. Augun luktust ljúfi bróöir minn, svo leiöstu i meövitundar-leysiö inn. Ég ekkert gaf og engin mælti orö, aöeins staröi um myrka dauöans storð. Máttlaust veröur mannsins lff og tal er mætumst viö I þessum hljóöa sal. Seinast ég þig sá á hinsta beö sárum þrautum vafinn, rótt var geö. Sú minning festist mest í systurlund merluö tregans fró, aö hinstu stund. Svo hvarf ég burtu hviiu þinni frá, kvaddi þögul, fölva, lukta brá. Þú lifir, bróöir, ljósiö fagra þitt mun lýsa inn i þreytta hjartaö mitt. Mér reyndir tjá þinn blíöa bróöurhug. Bænarinnar vekja hjá mér dug. Litlu systur láta vildir sjá aö lika hana sæir, rúmi hjá. Ég gleymi eigi göngu þinni hér, er geislar æsku skinu fegurst mér. Á manndóms ævi minnar lffs á braut, þin minning skærust er I dauöans þraut. Þökk sé guöi þetta fyrir líf. Þökk sé guöi i dauöa er veitir hlif. Og vissan um þó veröi mundin köld. Vist mun líf á bak viö dauöans tjöld. Jóhanna A. Ólafsdóttir F. X. ágúst 1904 D. 21. júni 1979. Þaö var laugardaginn 30. júni siöastliö- inn, lognkyrrt og rólegt veöur. Frændur- og vinir söfnuöust saman í litlu kirkjunni. Þaö hvildi notalegur blær yfir athöfninni þó sorg væri i sinni. Þaö var Utför Jóhönnu ólafsdóttur. Jóhanna var fædd hér á Blönduósi 1. ágúst 1904. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson og kona hans Ingibjörg Lárus- dóttir I ólafshúsi. Ung aö árum var hún nemandi i kvennaskólanum á Blönduósi. Hún giftist áriö 1925 Páli Bjarnasyni. Hann var Arnesingur aö ætt og einn fyrsti bHstjóri hér um slóðir. Þau eignuöust tvö börn, Bjarna og Ingi- björgu og með þeim hélt Jóhanna heimili nú siöustu árin, alit frá þvi aö Páll lést 1968. Jóhanna lést á Héraöshælinu á Biönduósi 21. júni slðastliöinn. Þetta er ævi hennar I fáum orðum. En hvaö segir þaö um húsmööurina, sem vann heimili sinu alla tiö? Jóhanna var raungóö kona. Þaö kom fram viö alla, sem hún blandaði geöi viö, en einkum var hún barnavinur og dýr hændust aö henni. Þaö var gaman aö sjá andlit hennarljóma,erhún gaf börnunum gjafir, sem voru gjarnan munir, er hún sjálf haföi gert, þvf hún var bráðlagin og dugleg hannyrðakona. HUn var dýravinur, þaö sást á þeirri tryggö og óttaleysi, sem kom fram hjá mállausum vinum hennar, dýrunum, þegar hún rétti þeim einhvern glaöning. Hún var lika rausnarleg er hún vildi þaö viöhafa, á gamla Islenska vísu. Gest- risni var henni eölileg. Jóhanna geröi ekki vlöreist um dagana. Hún átti alla ævi heima á Blöndu- ósi og undi sér þar vel, þráöi alltaf heim, er hún á efri árum þurfti aö vera langdvölum aö heiman vegna veikinda. 1 veikindum sínum sýndi hún æöruleysi og hugrekki, sem fáum er gefið. Ég kynntist ekki Jóhönnu fyrr en hún var orðin fulloröin, en þá vorum viö I nágrenni viö hana alllengi. Þaö var gott nágrenni og viö okkur kom vel fram sú góövild og hlýja, sem hún átti I svo ríkum mæli. Fyrir þaö allt þakka ég innilega. Þaö er ómetanlegt fyrir alla aö kynnast góöu fólki. Þaö er hlýtt og bjart yfir minning- unni um Jóhönnu. Ég vil aö lokum votta eftirlifandi börnum hennar innilega samUÖ mlna og fjölskyldu minnar. Kristinn Pálsson Blönduósi islendingaþættir, 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.