Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTHR Laugardagur 20. október 1979. Nr. 34 TIMANS Björn Bessason aðalendurskoðandi Fæddur 5. mars 1916. Dáinn 9. júll 1979. Sé horft til baka yfir farinn veg finnst manni oft aö straumur tímans hafi veriö of hraöur. Þegar vinur er kvaddur i hinsta sinn á góöum aldri vaknar sú tilfinning i brjósti, aö lífiö sé stutt og stopult og valt yndi ævistunda. „Vinir berast burt með timans straumi”. Björn Bessason er hnig- inn I faöm fósturjaröarinnar sem hann unni. Minningin lifir um góöan dreng sem ekki mátti vamm sitt vita og féll meö sklran skjöld og fullri sæmd I orustunni siöustu. Björn var elsta barn hjónanna i Kýr- holti I Viövikursveit, þeirra Bessa Gisla- sonar hreppstjóra og Elinborgar Björns- dóttur. Þar fæddist hann og ólst upp i örmum ástrikra foreldra og i glöðum systkinahópi. Systkini hans eru: Frú Margrét Fjeldsted, læknisekkja I Reykja- vik, Gísli fyrrverandi bóndi i Kýrholti, Haraldur prófessor og ritstjóri i Winnipeg I Kanada, og hálfsystir frú Elinborg hús- freyja i Hofstaöaseli I Skagafiröi. Fegurö Skagafjaröar hefur snortiö margan draumlyndan ungling, ekki sist þegar hiö viölenda héraö og eyjarnar á firöinum eru bööuö i sólarbirtu vor- dýröarinnar. Slikir átthagar fylgja manni i minningunni langa ævidaga ,,þótt leiðir liggi um borgir”. Æskuheimili Björns stendur I miöri sveit meö útsýni til aöalhéraös Skaga-^ fjaröar til vesturs en Hjaltadals og út- sveita héraösins aö austan. Þar hefur ver- iö ættarjörö frá 1866. A þessum tima hafa þar vaxiö upp og búiö fjórar kynslóöir af sömu ættinni. Allt hefur þetta veriö dug- legt og vel gefiö fólk og bændurnir þar veriö I forystuliöi sveitarinnar mann fram af manni. Eftir svo langa búsetu sömu ættarinnar skapast traust tryggöabönd viö ættaróöalið og ættarhéraöiö, sem ekki slitna þótt örlögin ráöi öörum dvalarstöö- um. Bessi i Kýrholti var af traustum bænda- ættum úr Skagafirði, mjög greindur og gegn maöur. Ein af formæörum hans var á sinum tima kölluö gáfaöasta kona á Noröurlandi. Hann var duglegur bóndi og var hreppstjóri I fjölda ára. Elinborg, móöir Björns og kona Bessa, var dóttir séra Björns prófasts á Miklabæ I Blöndu- hllð Jónssonar frá Broddanesi og konu hans Guöfinnu Jónsdóttur frá Veörará I önundarfiröi. Séra Björn var fyrst prest- ur á Bergstööum I Svartárdal I þrjú ár en á Miklabæ I 42 ár. Þessi prestshjón eignuðust 11 börn og er mikill fjöldi góöra manna og kvenna út af þeim kominn. Móðurbræður Björns Bessasonar voru séra Guöbrandur Björnsson prófastur I Viðvík og Hofsósi og séra Bergur Björns- son prófastur I Stafholti. Fimm náfrænd- ur Björns eru nú starfandi prestar og mun hugur hans einnig hafa hvarflaö til slfkra starfa á tlmabili. Þaö kom snemma I ljós aö Björn var ekki hneigöur til búskapar og aö hugur hans stefndi til mennta. Hann las mikiö sem unglingur og spurningar um llfiö og tilveruna leituöu ákaft á hug hans. At- hyglisgáfa hans var sterk. Hann gleymdi oft daglegum störfum sem unglingur þeg- ar hann var aö brjóta einhver viöfangs- efni til mergjar. Var hann þvi oft þaö sem kallaö er viöutan. Hann þráöi aö fá tæki- færi til góörar menntunar, en sllkt var miklum erfiöleikum bundið, eins og flestir af þeirri kynslóö þekktu og margir uröu aö liöa fyrir. Kreppan mikla var byrjuö og fjárpestir og veröfall herjuöu á Islenskan landbúnaö. Búin gáfu Htiö af sér og dugnaöur og elja hrukku skammt. 1 Kýr- holti var taliö vera gott bú og sæmilega góö efni á þeirrar tlöar mælikvaröa. En húsbóndinn var ekki aflögufær og mun lika hafa taliö eölilegt aö elsti sonurinn byggi sig undir þaö aö taka viö ættarjörö forfeöra sinna. Sem ungur maöur var Björn á ung- lingaskóla á hinu fræga menntasetri Hól- um I Hjaltadal. En frekara nám þar full- nægöi ekki löngunum hans. Hann fór þvl I Menntaskólann á Akureyri og vann fyrir skólakostnaöi slnum á sumrin. Helst var þá sumarvinnu aö fá á Siglufiröi, sem gæfi eitthvaö 1 aöra hönd, og þangaö sóttu ungir menntamenn á þessum árum til þess aðafla fjár til greiöslu námskostnaö- ar. Þar sem þessir peningar voru mis- jafnlega miklir eftir veiöum og árferöi nægöu þeir stundum ekki til sllkra þarfa. Brugöu þvl margir á þaö ráö aö lesa utan- skóla til þess aö spara kostnaöinn. Sllkt geröi Björn stundum á sinni námsbraut. Er hann var langt kominn meö mennta- skólanám hætti hann I skóla. Brá hann þá á þaö ráö aö fara til Danmerkur til starfa viö garöyrkju. Náttúrufræöi voru meöal margra hugaöarefna Björns og þá sér- staklega grasafræöi. Stóö hugur hans á timabili til framhaldsnáms I þeim grein- um. Hann dvaldi i Danmörku aöeins I eitt ár. Eftir heimkomuna stundaöi hann áfram störf á Siglufiröi aö sumarlagi og I tvo vetur farkennslu á Siglunesi, en þá var þar margmenni sem oft áöur. Stú- dentsprófi lauk hann svo voriö 1941. Nú atvikaöist þaö svo aö honum voru boðin störf hjá Kaupfélagi Eyfiröinga, en til undirbúnings fór hann I endur- skoðunarstörf hjá Sambandi Islenskra samvinnufélaga og stundaöi jafnframt nám I þeim greinum. Hann réöist siöan til K.E.A. sem endurskoöandi og varö þaö hans ævistarf. Lengst af var hann aöal- endurskoöandi hjá þessu stóra fyrirtæki. Þaö voru mikil ábyrgöarstörf og yfir- gripsmikil. Þó bætti hann á sig ýmsum aukastörfum I starfsgrein sinni. Hann kenndi t.d. um tlma bókfærslu I Iðnskóla Akureyrar. Hann naut mikils trausts hjá yfirboöurum slnum, enda samviskusam-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.