Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Blaðsíða 4
Jóhann Vigfússon
járnsmiður
Kæddur 28. nóvember 1927.
Dáinn 31. júlt 1979.
1 hyldýpisgjám erlendra stórborga er
þaö mikil reynsla aö viröa fyrir éer fdlks-
mergöina sem rennur eftir gangstéttun-
um til allra dtta. Fyrst I staö tekur maöur
eftir einstaklingnum, andliti og klæöum,
en áöur en varir daprast skynjunin og
fyrir augu ber iöandi massa, eina heild.
Fótatakiö og skvaldriö veröur aö ærandi
suöi. Og maöur spyr sjálfan sig: hvaö
væri hluturinn án heildarinnar? En áöur
en svariö kemur hrekkur maöur viö og
nuddar augun, þvi aö á móti kemur
manneskja sem sker sig úr fjöldanum,
ekki vegna frlöleiks og klæönaöar eöa
framkomu, heldur vegna útgeislunar.
Þaö er eitthvaö viö þennan jnann sem
gerir hann frábrugöinn öörum á strætinu,
eitthvaö óháö og frjálst, kannski óbundiö
reglum samfélagsins um skikkanlega
hegöun eöa hugsanir. Og maöur fær þaö á
tilfinninguna aö þarna fari djarfur
maöur, óskiljanlegurmaöur, fjarlægur og
dulur, sem lifir sinu eigin lifi en ekki
annarra.
Mér hefur alltaf fundizt Jóhann Vigfús-
son tilheyra þessum sundurleita „flokki”
einstaklinga I sjálfstæöri leit og þroska,
meö margar hliöar á sálinni ýmist i sól
eöa skugga. Þaö fer aö sjálfsögöu eftir
persónuleika hvers og eins, viömóti hans
og framkomu, hvernig viöbrögö skapa
margs konar hegöunarmunstur og si-
breytileg. Ég var innan viö tVitugt er ég
kynntist Jóhanni Vigfússyni, en ólafur
sonur hans og ég vorum vinnufélagar og
vinir, þá strax kom fram sá eiginleiki
hans aö ræöa eölilega og frjálslega hin
ýmsu mál viö óþroskaöar sálir. Hann var
skoöanafastur, ákveöinn og öruggur meö
sig, jafnvel þrjóskur, og kryddaöi mál-
flutning sinn meö tviræöum athuga-
semdum og smellnum skotum. Hann gat
veriö djöfullega striöinn og hr jiifur I viö-
móti, en bak viö forhliöina glytti I stórt
hjarta og hlýja lund.
Jóhann Vigfússon hlaut sina eldskirn i
járnsmiöi viö Iönskólann og Land-
smiöjuna i Reykjavik, hann starfaöi
lengstafhjáVélsmiöjuGrims Jónssonar i
Súöarvogi, ensiöustu misserin vann hann
i Vélsmiöju Jens Arnasonar. Þaö segja
mér fróöir menn, aö leitun hafi veriö á
jafn frábærum járnsmiöi og Jóhanni
Vigfússyni, og efast ég ekki um þaö þar
sem mér var kunnugt um listfengi hans,
þá sagöi hann mér einu sinni, aö hann
væri ómögulegur maöur ef hann leggöi sig
ekki allan fram viö verk sitt, hversu litil-
fjörlegt sem þaö væri. í þessu tvennu
liggurkannski gæfa hans og harmur, — aö
skila hverju verki óaöfinnanlegu og finna
sig geta tekist á viö hluti sem krefjast
snilldar.
Tuttugu og eins árs gamall kvæntist
Jóhann eftirlifandi eiginkonu sinni, Aöal-
heiöi ólafsdóttur, mikilli mannkostakonu
og yndislegri,ogáttuþau einn son saman,
Ólaf sölumann hjá Innflutningsdeild SIS.
Þaö fer ekki hja þvi aö jafn ferskur og
hress persónuleiki og Jóhann Vigfússon
skilji eftir sig spor hér og þar i
minningunni, þótt ekki veröi þau tiunduö
hér. En er þaö ekki best, þegar öllu er á
botninn hvolft, aö una glaöur viö þau
leiftur sem lýsa upp hugann og til-
finningarnar sem þau vekja.
Niels Hafstein.
Guðrún Pálsdóttir frá Vestmannaeyjum
4
Kveöja frá frænku:
Sigrúnu Sólm undsdóttur, Hliöartungu,
ölfusi.
Allt er nú kyrrt og undur rótt,
min indæla frænka kæra,
þvi komin er nú sú kæra nótt,
er hvildina þér mun færa.
Ég signi þig vina hægt og hljótt
þú hneigst inn I svefninn væra.
Þi'n ævin var löngum afar ströng
og oft sást þú þyrni á vegi,
en áfram þú gekkst meö gleöisöng
svo gjöful á ævidegi.
Þó leiö væri jafnan löng og þröng
þin lifsgleöi breyttist eigi.
Annarra þjónn þú ætiö varst
og inntir þi'n störf meö sóma.
Meö öörum þú lifsins byröar barst
og brostir af trúarljóma.
Trygglynd þú llka löngum varst
þá lifiö þitt veföist dróma.
Þú áttir svo bliöa létta lund
þó löng yröi æviganga,
og þung yröi lfka þér hver stund
um þyrnanna brautu langa.
Þú kvartaöir ei, þin káta lund
var kraftur um daga langa.
Þú mild varst viö börn sem móöir kær,
þar máttiröu njóta gleöi.
I þinni vernd þau voru vær,
þeim veittir þú ró I gleöi.
Kærleikans birta bliö og skær
þá barnanna hörtum réöi.
Ég kveö þig min frænka klökk i lund,
meö kveöjunni vil ég segja.
Þú áttir margt — þin mjúka mund
var máttug viö störf aö þreyja.
Þó oft væri myrk og erfiö stund,
þig aldrei réö neitt aö beygja.
Þig aftur ég sé i æöri heim
á indælum sólarlöndum.
Þá liöa viö munum ljúft um geim
á ljósgeislavængjum þöndum.
Röddin þin veröur hugljúf hrein
á himneskum friöarströndum.
(Borgfjörö)
Islendingaþættir