Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 20.10.1979, Blaðsíða 5
Stefán Árnason Fæddur 31. janúar 1938. Dáinn 6. júli 1979. Þaö er mikill vandi aö rýna i lifsvef manna og reyna aö lesa úr myndamynstr- um lausnir á gátum, sem leita á hugann. Sérhver einstaklingur, sem kominn er til nokkurs þroska, óskar þess efalaust, aö lita aö leiöarlokum yfir áferðarslétta voð, meö reglubundnu mynstri, voö sem hefur veriö slegin likt og eftir taktföstu hljóm- falli, þar sem litiö er af bláþráöum, fáir hnökrar, svo litir og linur njóti sin vel likt og I sannkölluöum listvefnaöi. Viö vitum öll, sem ferðumst saman, að þannig listvefnaöur er sjaldgæfur, fyrir- finnst trúlega ekki. Þræöirnir — efniö, sem unniö er úr, eru svo margslungnir, aö ógerlegt er aö greina þá sundur. Þeir þræöir, sem viö getum fest fingur á, hafa trúlega mikiö gildi fyrir árangurinn. En vefnaöurinn gerist ekki allur fyrir atbeina handarinnar. í fylgsnum sálar er vefurinn sleginn úr öörum þráöum,af öörum toga spunnum, sem fáir menn eöa engir, kunna skil á. Meö öörum oröum, einstaklingur getur ekki gefiö öörum einstaklingi eink- unn fyrir lifsvefnaöinn, vegna þess, aö myndin er ekki öll I augsýn, þó aö maöur- inn sé allur. Trúlega gengur þaö upp fyrir okkur öll- um, fyrr eöa siöar, aö viö lútum lögmál- um, sem viö ekki skiljum og eitt af þeim lögmálum ef eflaust sá einkunnaskali, sem vefnaöurinn okkar veröur metinn eftir, þar sem myndin sést öll, og ekkert er undan skiliö. Þaö koma timabil i lifi einstaklinganna, er hugsanir af þessu tagi gerast áleitnari en ella. Fyrir skömmu barst fréttin um andlát Stefáns Arnasonar. Hann var fæddur 31. janúar 1938 i Arnardal viö Isafjaröardjúp, sonur Mariu Sveinsdóttur frá Arnardal og Arna Þorbjarnarsonar frá Geitaskaröi i Austur-Húnavatnssýslu. Stefán var til 7 ára aldurs I Arnardal með móöur sinni og móöurfólki. Foreldr- ar Mariu, þau Hólmfriður Kristjánsdóttir og Sveinn Sigurösson, ásamt stórum systkinahópi Mariu, umvöfðu þetta fall- ega barn meö kærleika, og alltaf siöar er leiöir lágu saman. Á þessu timabili, eöa þegar Stefán var þriggja ára, kom móöir hans meö hann til föðurfrændfólksins, til aö stofna til gagn- kvæmra kynna. Dvaldi hún þá sumartima á Geitaskarði, hjá Sigriöi Arnadóttur og Þorbirni Björnssyni. Við I barnahópi þeirra hjóna, sem heima dvöldumst þetta sumar, eigum ljúfar minningar frá þess- um tima. Þó aö foreldrar Stefáns litla ekki gengju samhliöa sina lffsbraut, þá Islendingaþættir voru þetta sumar bundin vináttubönd, sem hafa enzt alla tið siöan. Aö barnaskólanámi loknu, fór Stefán til tveggja vetra náms i Héraðsskólanum aö Núpi i Dýrafiröi og þaðan lá leiöin i Verzlunarskóla Islands. A þessum árum voru greinilega komin fram persónueinkenni Stefáns. Engum blandaöist hugur, að Stefán var atgervis- maður. Hann var meö glæsilegri ungum mönnum aö ytri sýn, góðum gáfum gædd- ur, haföi stóra lund og nokkuö einþykkur, en hlýr i viömóti og aö eðlisfari hljóöur maöur. Hann hafði greinilega til aö bera marga þá eiginleika, sem gáfu vonir um gæfurikt lif, vonir, sem glöddu hjarta móður hans og stjúpfööur og allra, sem báru hans hag fyrir brjósti. Maria haföi gifst hinum ágætasta manni, Þórólfi Jónssyni frá Auðnum i Laxárdal i Suöur-Þingeyjarsýslu, þegar Stefán var tiu ára gamall. Er vafasamt, aö Þórólfur heföi getað lagt meir I sölurn- ar fyrir sin eigin börn, hálfsystkini Stefáns, þau Hólmfriði og Sverri, en hann gerði fyrir stjúpson sinn, er timar liöu fram. Þeir sem bezt þekktu Stefán vissu, að hugur hans var frá æsku bundinn hafinu og stundaöi hann oft sjómennsku, sem margir móöurfrændur hans höföu haft aö Hfsstarfi, þegar hann átti fri'frá skólum. Þá kom það einnig i ljós, er fram liöu stundir, aö áfengiö freistaöi hans, og aö hann, þrátt fyrir svo marga góða eigin- leika, réöi ekki yfir þeim mótstöðukrafti, sem þarf til aö standast ásókn þeirrar sterku ilöngunar, sem áfengið svo oft veldur. Þvi var það, að loknu námi i Verzlunar- skólanum, aö Stefán snéri sér ekki aö verzlunarstörfum heldur sjómennskunni. Stefán var mjög vaskur maður til verka. Hans rúm um borö var vel skipað, hvort sem hann var á farskipi eöa fiski- skipi, og þessvegna eftirsóttur af yfirboö- urum, meöan hann var viö beztu heilsu. Hann vildi öllum vel og hans góövild naut sin, er hann gat leiðbeint og hjálpaö þeim, sem voru nýliöar I starfi. Hann var höfö- ingi i lund. 1 þvi samfélagi, sem hann hræröist I hin siöari árin gilti reglan: allir fyrir einn og einn fyrir alla, og Stefán hikaöi ekki viö aö fara úr jakkanum fyrir vin, þótt hann stæöi sjálfur eftir á skyrtunni. Hann var i rauninni samnefnari fyrir hóp samferöa- mannanna, þar sem þverstæöurnar horf- ast I augu, en gæfan og gjörvileikinn ná ekki höndum saman. Hann sá og reyndi mikið á sinni ævi. A sjóferöunum komst hann I mörg ævintýri, sem hann I frásögn kunni aö glæöa lifi. Hann haföi yndi af tónlist, haföi lesið ótrúlega mikiö af bókum og kunni á mörgu skil. Og nú er hann allur, sjómaðurinn, sem hrópaöi úr landi sem strandaglópur, þeg- ar togarinn Júni lagöi I slna hinstu för. Sjómaöurinn, sem missti hluta af stigvél- inu sinu i spilið, sjómaöurinn, sem hafiö tók út af þilfarinu og skilaöi aftur inn augnabliki sföar, hann lézt i Sviþjóð hinn 5. júli s.l. Þaö vará siöastliönu hausti, sem Stefán hóf aö vefa siöasta kaflann i voöina slna. Hann ákvaö aö hverfa frá tslandi um tima, og reyna aö byrja nýtt lif. 1 Sviþjóö var hann svo lánsamur aö finna unga konu, Karin Victor, félagsráögjafa viö þjóökirkjuna sænsku i Gautaborg. Hún skildi hann, læröi aö elska hann og hjálpa honum. Hún opnaöi fyrir honum skilning á til- gangi lifsins, aö lifiö er skólaganga, i vefnaöarlist, og inn i mynstriö hans Stefáns ófust glitrandi þræöir fyrir áhrif geislanna frá kærleika hennar. Megi geislar kærleikans, llkt og viti lýsa hon- um, komnum af hafi, I höfn á Friöarlandi. Drottinn blessi minningu hans. Hildur Þorbjarnardóttir.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.