Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Qupperneq 6
Lilja Akranesi Fædd 15. janúar 1909. Dáin 5. september 1980. Kveðja frá Kirkjunefnd kvenna á Akra- nesi. „Oss héOan klukkur kalla svo kailar Guö oss alla til sln lir heimi hér.” (V.B) Ævistarfi mikilhæfrar konu er lokiö. Hinn 5. september sl. lést 1 Sjúkrahúsi Akraness Lilja Pálsdóttir fyrrv. prófasts- frú hér i bæ. Hún hét fullu nafni Jónina Lilja og var fædd d ísafiröi 15. janúar 1909. Foreldrar hennar voru hjtínin Pálina Jdnsdóttir og Páll Einarsson bátasmiður, sem lengi voru búsett i Reykjavik. Hún hlaut í vöggugjöf flesta þá kosti, sem gtíöa konu má prýöa. Hvar sem hún fór fylgdi henni hógværö, fegurö, friöur og einstæöur y ndisþokki, sem entist henni ævina Ut. Ungaðárum gekk hún að eiga glæsileg- an og gáfaöan guöfræðing. Jón M. Guöjónsson. Farsæl sambúö þeirra stóö i hálfa öld. Þau voru glæsileg ungu prests- hjónin sem fluttu að Holti undir Eyjafjöll- um á vordögum áriö 1934. Söfnuöurinn tók þeim opnum örmum, dáöi þau og virti. 1 þá daga áttu margir leið á prestssetrin, samgöngur voru ekki eins greiðar þá og nú og iöulega varö aö taka á móti gestum fyrirvaralausti matog gistingu. Oft hefur þvi reynt mikiö á húsfreyjuna ungu i Holti, en hún var vandanum vaxin. Allir sem þangað komu, rómuðu alúö hennar og gestrisni. Þegar þau hjón komu aö Holti var þar fyrir miðaldra maöur „stórt barn”. Hann hafði dvalist þar í skjóli fyrirrennara séra Jóns, hann fékk að vera þar áfram, viö honum var ekki am- ast, heldur varö „Kunningi” eins og einn af fjölskyldunni, á meðan þau hjón sátu staðinn. Þetta sýnir eitt af mörgu, hve hjartarúm Lilju var stór. Arin iiöu, ITtil börn hlupu um varpa og lifið brosti við þeim. En skyndilega dróg ský fyrir sólu. Prestskonan unga veiktist alvarlega, leit- aövar lækninga I Reykjavik.en án árang- urs, enginn mannlegur máttur gat hjálpað henni. Hún fór heim aftur til litlu barnanna sinna og eiginmanns. Daprir dagar ftíru i hönd, en treyst var á forsjón hans sem öllu ræður. Kraftaverk skeöi, hún fékkheilsuna aftur. Hlutverki hennar hór i heimi varekki lokið og lifiö brosti við fjölskyldunni á ný. Þaö var með söknuöi, viröingu og þökk 6 Pálsdóttir aö Eyfellingar kvöddu hin ástsælu prests- hjón og fallega bamahópinn þeirra eftir 12 ára þjónustu áriö 1946, en þá haföi séra Jóni veriö veitt Garðaprestakall á Akra- nesi. Hve mikil gifta þaö var fyrir Akra- nes, aðþauhjón komu hingaö, veröur ekki lýst hér, en svo mikiö hafa þau markaö spori menningarmálum bæjarins að seint mun fyrnast. Þaö var sama hvar heimili þeirra hjóna stóð, hvort var i Holti eöa á Akranesi, þá fylgdi þvl svo sönn hlýja, góðvild og gestrisni aö aldrei gleymist þeim, sem áttu þvi' láni aö fagna aö vera gestur þeirra. Okkur I Kirkjunefndinni, fannst alltaf vera hátiö aö koma inn á fallega, listræna heimiliö hennar, og þaöan eigum viö margar dýrmætar minningar er geymast I þakklátum hugum okkar. Oft óskuðu sóknarböm eftir að kirkjulegar athafnir færu fram á prestssetrinu og þrátt fyrir miklar annir var hún ætiö viðbúin aö veröa viö bón þeirra. Móðurhlutverk Lilju var mikið og fag- urt. Heimiliö var henni heilagt. Þann reit ræktaði hún vel, svo vel aö einstakt má telja. Börnin hennar tiu bera þess vitni aö hún var I hópi þeirra mæðra, sem skilja að heimiliö er sá vermireitur sem yljar, mótar og þroskar barnssálina til undir- búnings lifsstarfinu. „Sem móöir hún býr I barnsins mynd þaö ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lffsins lind þó lokiö sé hannar verki”. Einn er sá þáttur i ævistarfi Lilju, sem ekki hefur veriö minnst á, en það var starf hennarfyrir kirkjuna okkar. Kirkjunefnd kvenna barst góöur liösauki, þegar hún flutti hingaö. Störf hennar þar eru ómæld en öll voru þau unnin i kærleikaog af alúö. í mörg ár var hún formaður nefndar- innar, þaö starf rækti hún, eins og annað, sem hún tók aö sér meö miklum sóma. Þar minnumst viö hennar ráðhollu og hógværu forystu. Hún lét sér mjög annt um aö kirkjan væri sem best búin fögrum munum og messuskrúða, og bera þeir munir sem kirkjunefndin hefur gefiö og valdir voru fyrir hennar forystu, þess merki, að þar var valiö af kunnáttu og smekkvisi. Fermingarkyrtlar voru fyrst teknir I notkun hér á landi viö Akraneskirkju, og átti Lilja mikinn þátt I aö þaö var gert. Einnig átti hún verulegán þátt I að lista- hjónin Greta og Jón Björnsson voru feng- in til að skreyta kirkjuna. t kirkjunni okk- ar er þvi margt, sem minnir söfnuðinn á frumkvæöi hennar. Nú er komið aö kveðjustund. Fögru lifi er lokiö. Klukkurnar hafa kallað okkar elskulegu félagssystur til starfa f æöra heimi. Við konur i Kirkjunefnd Akranes- kirkju þökkum henni af klökkum huga samfylgdina og öll störfin i þágu kirkj- unnar okkar. Við lyftum hugum okkar i bæn og biðjum Guö að blessa minningu hennar. Astvinum hennar, barnahópnum stóra og eiginmanninum aldna, vottum við innilega samúö. Anna Erlendsdóttir. t Frið I sjón og horsk i hjarta höfðingslund af enni skein, svipur athöfn allt nam skarta, af þvi sálin var svo hrein. Þessar ljóðlinur þjóöskáldsins Matthlasar Jochumssonar vil ég gera að yfirskrift nokkurra minningarorða, sem mér koma i hug vegna andláts minnar góðu vinkonu og starfsfélaga, frú Lilju Pálsdóttur, en hún lést i sjúkrahúsi Akra- ness eftir langa og erfiöa sjúkdómslegu þann 5. sept. s.l. Þetta ljóð skáldsins þó ort sé um aöra konu lýsa henni svo vel, að betur veröur það ekki gert i svo fáum orö- um. Þaöer svomargt likt með þeim sem vel eru af Guði gerðir. Þegar ég flutti til Akraness fyrir 20 ár- um, kom ég hér i ókunnugt umhverfi og þekkti fáa. Ég vænti þess þá að mér yrði vel tekiöog ég fengi aö kynnast góöu fólki- Sú von brást heldur ekki. Ég eignaöist heimili I næsta nágrenni við Kirkjuhvol, heimili prestshjtínanna. Fljótlega hófust kynni min viö þau hjónin. Þau tóku mér eins og gömlum vini, þö ég væri þeim þá með öllu ókunnug, buöu mig og börnin min velkomin I nágrennið og vildu allt fyrir mig gera. íslendingaþættif

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.