Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1980, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1980, Síða 5
hans, Kristinn á Kambi hafi verið af- bragðs góður söngmaður. Siðustu árin fóru kraftar Magnúsar þverrandi sem vonlegt var um svo aldraðan og heilsubilaðan mann. Þyngd- ist honum þá róðurinn við heyöflun og hirðingu skepna sinna. Sumarið 1979, það hallæris ár, treysti hann sér ekki til til að heyja. Felldi skepnur sinar þá um haustiö og fluttist suður á Akranes ásamt konu sinni, I námunda við Elias son sinn, sem var fluttur þangað fyrir nokkrum árum, enda svo komið heilsu hans að hann þurfti að vera undir læknishendi. — í sumar komu þau hjónin I kynnisferö til Djúpu- vikurog voru þar um tima. Ég hitti hann hér á ferð er hann var að heimsækja vini og ættingja. Ég spurði um llðan hans og hvernig honum hefði likað að vera á Akranesi. — „Llkaö” tók hann upp eftir mér. „Mér likar nú svona og svona. — Maður verður að sætta sig við það. En gamanlaust er að sitja auðum höndum og hafa ekkert til að hugsa um”. Þannig hljóðaði svar þessa starfsama og hógláta manns við spurningu minni. Hann hafði ekki setiö um dagana auðum höndum meðankraftar og heilsa entust. Það yndi, sem hann hafði haft af umsjá og umgengni við skepnur sinar, sem voru vinir hans, var nú ekki lengur til staðar og heilsan leyfði ekki annað starf. Þá var lífið ekki oröið leikur gömlum og heilsubiluðum manni þó hann væri i góðra umsjá. — Eitthvað á þessa leið las ég út úr tilsvari hans, sem var þó fram sett vinsamlega og ón beiskju. — Ég sá þá og fann að Magnúsi var brugðið og fannst eins og þetta mundi okkar siðasti fundur, sem og varð. Ég kvaddi hann með innilegri þökk fyrir öll okkar kynni. Fyrir mig hafði það óvalt verið ávinningur að hitta hann að máli. Ég fann að hér lágu leiða skil. Meðan hann dvaldi hér heima í sumar gekk yfir illkynjuð innfliiensa, sem lagði fjölda fólks á öllum aldri i rúmið. Þessa úmferðaprest tók Magnús. Hann fór sjúkur suður, komst aldrei heim á Akra- nes, heldur var farið með hann á Land- spítalann. Þar lá hann nokkurn tima fár- sjúkur. Þar andaðist hann eins og áður segir. Lát hans ber ekki aö harma. Lifsstarfi hans var lokið, heilsa og starf- Þrek þrotið. Þá eru umskiptin æskileg og goð. — Með honum er góður maöur beng- mn. Slikum mönnum standa guðsvegir °pnir. Hann hefur nú gengið á guðs sins fund. — Eiginkona hans, börn hans og aðrir ættingjar og vinir sakna góös föru- nauts og vinar. — Ég færi honum innileg- ar þakkir fyrir kynni mln við hann. Þau voru mér allt I senn, ánægjuleg og lær- jfómsrlk. Friöur guðs og blessun fylgi nonum yfir á ókunna landiö, hinumegin þess sýnilega. Konu hans og börnum sendi égsamúðarkveðju mina og annarra sveit- únga. Bæ, 28. okíóber 1980. Guðmundur P. Valgeirsson 'slendingaþættir Sigursveinn Sveinsson NorÖUr-FOSSÍ Fæddur 23. febr. 1904 Dáinn 30. okt. 1980 1 dag fer fram frá Reyniskirkju Utför Sigursveins Sveinssonar bónda á Norður- FossiIMýrdal, sem andaðist20. þ.m. eftir erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Sigursveinn hafði á ungum aldri kynnzt gllmu við veikindi og bar þess merki alla ævi siðan. En hann tók þvl með karl- mennsku og kjarki, en það voru eigin- leikar sem mér finnst aö öllum, er hittu Sigursvein á Fossi, að hafi komið fyrst I hug. Þeir komu lika glöggt I ljós þegar hann stundaði sjómennsku og lenti m.a. I skipsstrandi við Reykjanes. Með harð- fengi og æöruleysi komst hann li'fs úr þeim sjávarháska. Sigursveinn kaus þó ekki sjdmennskuna að ævistarfi heldur búskapinn og þaö fyrsta sem ég heyrði taiað um hann, var um hyggindihansogframsýni I þvístarfi. Það var snemma byrjaö að slá á Norður- Fossi og afuröir búsins góðar. Þangað var hægt aö sækja fyrirmynd. Við þessi leiðarlok er mér þó efst i' huga samstarf okkar Sigursveins i Kaupfélagi Skaftfellipga, en hann var I stjórn félags- ins i' meira en tvo áratugi og þar eins og annars staðar heill I starfi. Hann var líka nákunnugurstarfsemi félagsins nærri því frá stofnun þess, þar sem það var stofnað tveimur árum eftir að Sigursveinn fædd- ist. Faðir hans, Sveinn Sveinsson i Asum og siðar á Norður-Fossi var lengi I stjórn Kaupfélags Skaftfellinga og einnig starfs- maður þess við ullarmat. Um nokkurt skeið rak Sveinn búskap bæði á Asum I Skaftártungu og á Fossi og átti því tlðar ferðir yfir Mýrdalssand, enda duglegur ferðamaður. Sveinn var þvl ákaflega vel kunnur högum Skaftfellinga og skiidi glöggt hvernig Kaupfélagið var forsendan fyrir þvi, að Skaftfellingar sigruöust á þeim erfiðleikum, sem hafnleysi, óbrúuö vatnsföll og aðrar samgönguhindranir sköpuðu. Slíkt náðist þvi aðeins að menn notuðu samtakamáttinn. Þetta voru að- stæðurnar sem Sigursveinn Sveinsson ólst upp við og lagði krafta sina fram við aö breyta til batnaðar. En það var ekki aöeins reynslan sem gerði Sigursvein að samvinnumanni. Þeir, sem kynntust honum fundu, að það var I huga hans svo sjálfsagt að ekkert gat komiðtil greina, enda I fullu samræmi við þá alúð og hlýju sem einkenndi fas þessa karlmannlega manns. A þessari stundu er okkur þakklæti efst I huga. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Jón Helgason. Ragnar Guðjónsson skólastjóri frá Súðavik Fæddur 1. ágúst 1911. Dáinn 14. september 1980. Margt gleymist af þvi sem gengið er svo gálaus er okkar för, en ég man þó hiklaust hlýju frá þcr og hreinskilin drengileg svör, man sjómannsins bros sem birtist hjá þér þótt bát hefðir dregið i vör. Við skólann og börnin þú bast þlna trú varst bjartsýnn á starfið með þeim og til framtiðar reistir þú blikandi brú úr björtustu vonum með þeim. Ég veit að þau munu minnast þin enn og margs sem þú áttir með þeim. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.