Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1981, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 24. janúar 1981 - 3. tbl. TÍMANS
Jón Óskar Jensson
Bóndi í Garðsvík
F. 3. okt. 1916.
D. 16. nóv. 1980.
Svo hitti á, að dag þann er Jón Óskar
Jensson var jarðsunginn frá Svalbarðs-
kirkju við Eyjafjörð, mátti heita að væri
hið versta veður. Af heilsufarsástæðum
treystist ég þvf ekki að fylgja vini minum
og nafna til grafar. Það þóttist ég vita að
reynslu að séra Bolli Gústafsson i Laufási
hefði ekki kastað höndum að likræðunni
og bað ég hann að ljá mér blöðin til yfir-
lestrar og varð hann vel við þeirri bón.
Þegar ég sagðist hafa i hyggju að skrifa
það sem kalla mætti minningagrein
helgaða Jóni Jenssyni, leyfði hann mér
fúslega að taka upp úr likræðunni og nota
að vild, það sem þar er skráð af hinum
helstu atriðum úr lifssögu hins látna og
haft eftir hinum traustustu heimildum
sem kostur er á. Eftir nána ihugun þykir
niér best við hæfi að orð séra Bolla komi
fram óbrengluð, fyrst leyfi gafst til, frem-
ur en ég hafi þann háttinn á að gri'pa upp
setningarúr ræðunni, sem lesari kynni þá i
að álita min orð, að einhverju eða öllu
'eyti. Slik vinnubrögð væru hvorki heiðar-
*eg né til ávinnings á nokkurn hátt. Gef ég
uú presti orðið um sinn:
,,Jón Óskar Jensson fæddist þann 3.
október 1916 á Suðureyri við Súganda-
fjörð. Varhann elstur sex barna hjónanna
Astu Sóllilju Kristjánsdóttur og Jens Guð-
•hundar Jónssonar. Stóðu ættir þeirra
beggja i Onundarfirði en Jens Guðmunds-
son var fæddur á Fjallaskaga I Dýrafirði
har sem hann ólst upp. Nokkru eftir fæð-
*ugu Jóns fluttu foreldrar hans að Læk I
h>ýrafirði, sem er skammt frá mennta-
setrinu Núpi. Á þeim árum stundaði Jens
oarnakennslu með öðrum störfum, en
hann hafði forðum setið i Flensborgar-
skóla i Hafnarfirði og tekið þaðan gagn-
*r®ðapróf, sem var mikill námsáfangi á
Peirri tið.
Jón óskar var á sjöunda ári þegar fjöl-
skyldan flutti að Litla-Garði i sama
hreppi. Með þakklátum huga minntist
hann bjartra bernskuára við Dýrafjörð.
“ókmenntaáhugi föðursins setti menn-
'hgarmót á heimilið og vakti áhuga fyrir
menntun. Heimilishættir i Litla-Garði
báru svip þeirrar festu og reisnar sem
einkenndi kristna, Islenska bændamenn-
ingu og vekjandi áhrif þeirra hugsjóna-
manna sem réðu húsum á skólasetrinu
Núpi, voru ótviræð. Jón Óskar minntist
þess, þegar við sátum á tali fyrir nokkr-
um árum, aðhúslestrar vorui heiðri hafð-
ir á æskuheimili hans. Hugvekjur séra
Páls Sigurðssonar og siðar séra Haraldar
Níelssonar voru þá lesnar og ekkert mátti
■trufla þær helgu stundir I baðstofunni.
Jafnan var sungið, en Jens Guðmundur
hafðilærtorgelslátt og var mikill unnandi
fagurrar tónlistar. Þarna á heimilinu var
lagður sá trausti grundvöllur sem varð
mannvænlegum systkinahópi til farsæld-
ar. Jón óskar notaði hvert tækifæri sem
veittist til þess að afla sér þekkingar. Arin
1939 og 40 stundaði hann búfræðinám við
skólann á Hólum Hjaltadal og lauk þaðan
lokaprófi. Upp frá þvi stundaði hann
sjálfsnám og hagnýtti sér m.a. þá aðstoð
sem bréfskóli S.I.S. hefur um árabil veitt
áhugasömu fólki. Þar lagði hann stund á
ýmsar greinar og árið 1967 var hann efst-
ur þeirra fjölmörgu nemenda sem tóku
próf frá skólanum og jafnframt stiga-
hæstur allra þeirra sem til þess tima
höfðu stundað þar nám. Jón fékk snemma
áhuga fyrir alþjóðamálinu Esperanto og
náði góðum tökum á þvi. Hann gerði sér
glögga grein fyrir gildi þeirra göfugu hug-
sjóna, sem hreyfing esperantoista berst
fyrir i heiminum. Hann kom sér upp góðu
bókasafnii áranna rás og hafði af þvi' bæði
gagn og ánægju......” Og enn segir sér
Bolli:
Þann 4. júli árið 1942 gekk Jón óskar að
eiga eftirlifandi konu sina Kristjönu
Rósu Hálfdánardóttur frá Þingeyri.
Bjuggu þau fyrsta búskaparárið i Re> ia-
vik, en festu þá kaup á býlinu Lækjarósi I
Dýrafirði og bjuggu þar frá 1943 til 1957.
Jafnhliða búskapnum stundaði Jón sjó-
mennsku. Þeim hjónum varð 5 barna auð-
ið. Elst er Ásta Lilja skrifstofumaður,
búsett á Akureyri. Þá Kristján Vignir,
sem var siðustu árin bilstjóri hjá kaup-
félaginu á Savalbarðseyri, en lést á þessu
ári. Hann var vaskur og vel gefinn maður,
en varskyndilega hrifinn á braut i blóma
lifsins. Það var þungt áfall ástvinum
hans. Þriðja barna þeirra Jóns og Rósu er
Jens Guðmundur húsasmiður og bóndi að
Hvammi I Höfðahverfi, kvæntur Sigrúnu
Baldursdóttur. Þá er Maria Margrét hús-
móðir, gift Gisla ögmundssyni rafvirkja
og er heimili þeirra i Reykjavik. Yngstur
er Bjarni Hálfdán bóndi I Garðsvik. Þá
ólu þau hjón upp dótturson sinn, Jón
Kristján, son Mariu Margrétar og einnig
Gunnbjörn Jensson, hálfbróður Jóns.
nann er nú búsettur á Akureyri, kvæntur
Borghildi Baldursdóttur.
Árið 1957 urðu mikil umskipti á högum
þeirra Jónsog Rósu. Fluttu þau með fjöl-
skyldu sina vestan frá Dýrafirði, til Akur-
eyrar. Vann Jón við Gróðrarstöðina eitt
ár. Þá flutti fjölskyldan að Litla-Hóli i
Hrafnagilshreppi og bjóþarnæstu lOárin.
Þaðan réðst Jón að Sjálfstæöishúsinu á
Akureyri og var þar umsjónarmaður og
birgðavörður næstu 4 árin. A þvi tlmabili
settist hann á skólabekk og lauk fyrsta
stigi vélstjóraprófs. Arið 1972 keypti hann
svo jörðina Garösvik á Svalbarðsströnd