Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1981, Side 2
og flutti þangað meö fjölskyldu sina i aprfl
þaö sama ár....”
Fé'lagsskapur sá er nefnist Bænda-
klúbbur Eyfiröinga hefur margt sér til
ágætis. Utan þess aö fundir hans eru
bændum valin tækifæri til fræöslu, svo og
skemmtunar, orka þeir til kynningar.
Þarna hittast menn sem búa viðsfjarri
hver öörum þvi Eyjafjaröarhéraö er við-
femt. Menn sem imörgum tilfellum vissu
þvi harla litil deili hver á öbrum, fá þarna
gullið tækifæri aö kynnast og blanda geöi.
Það var einmitt á einum þessara funda
að viö Jón Óskar Jensson hittumst fyrst.
Þá var hann i flokki bænda i Hrafnagils-
hreppi. Þótt ég væri þá ekki orðinn svo
kunnugur eyfirskum stéttarbræörum
minumsem seinna varö, sýndist mér sem
þarna væri nýr maður kominn til bús i
Eyjafirði. Viötækifæri gaf égmig á tal viö
mann þennan og reyndist auövelt aö ná
þeim kynnum er svöluöu forvitni minni i
bráö.
Það er misjafnt hversu menn taka að-
vifandi fuglum, ókunnugumog forvitnum.
Flestir þeir er slitið hafa barnsskónum og
komnir eru i hina efri bekki i lifsins skóla,
hafa á eilitinn fyrirvara og dul og hleypa1
mönnum ekki inn á sig af skyndingu.
Þarna eru bændur engin undantekning og
má vera aö eimi eftir af þvi tómlæti
mörlandans, sem frægt var til foma. En
Jón Jensson var ekki af þessari geröinni.
Hann kom til móts viö mig allur og ein-
lægni hans og manngæska birtust hiklaust
i hinu bjarta brosi er ávallt var til staðar
er viö hittumst sfðar og vissulega sló
aldrei á þaö fölva, þá nánari urðu kynnin.
Þótt Jón væri góöur bóndi og nyti lifsins
á þeim vettvangi og væri birgur aö þeim
hyggindum sem slikum er hin mesta
nauðsyn, fannst mér þrátt fyrir ofanritað,
eitthvað óvenjulegt viö manninn, sem
skilningur minn náöi ekki til. Það var lfkt
oghannyrðieilitið viðutan á köflum. Eins
og hugurinn hverföist til sviða sem voru
næsta ólik hinu daglega amstri. Smám
saman réöist gátan. Þrátt fyrir hina opnu
og auöveldu framkomu, lumaöi þessi
maöur á hulduheimum og hugsjónum sem
1 flestum tilfellum eru mjög til hliöar við
hinn venjulega stritandi bónda. Skóla-
bróðir Jóns frá Hólum i Hjaltadal, hefur
sagt mér að hann hafi reynst góður náms-
maöur. Þó bar af hve honum var létt um
aö læra tungumál. Var sem hann þyrfti
nær ekkert fyrir þvl aö hafa. Þarna veit
ég að var hinn annar heimur Jóns Jens-
sonar. Heimur sem hann hvarf til og oft
þá minnst varði. Þá má ætla aö hugurinn
hafi hlaupiö til móts viö orö og setningar
þess tungumáls er heillaði aö þvi sinni.
Þetta var iþrótt hans og tómstundagaman
og kannskihefur þaö leitaðsvo á, að lfkja
mátti við áráttu. Auk tungumála Skandi-
naviu, kunni Jón talsvertfyrir sér f ensku
og þýsku, en ekki man ég hvort hann
nefndi frönsku i þessu sambandi. Þó er
mér nær aö halda að svo hafi verið. En
þaö var alheimsmáliö Esperanto sem
2
honum var hugstæðast og á þeim vett-
vangi náði hann lengst að ég hygg. Og
sannarlega kom þar meira til en dægra-
dvölin ein.
Bak viö nám Esperanto-manna liggur
hugsjón og ereinhver sú hin göfugasta er
þekkist iokkar heimi. Draumurinn er ein-
faldlega sá, aö meö tilstyrk einnar tungu,
eins alheimsmálssem allir skilja og tala,
náimenn og þjóöir aö mynda heild vináttu
og bræðralags, I staö sundurlyndis þess
og hjarðningaviga sem ávallt hefur þjáö
mannkyniðogerað miklum hluta sprottið
af misskilningi og vanþekkingu. Ekkert
er veröld okkar meiri nauðsyn en það, að
áfangar náisti áttina til bræðralagsins og
baráttan er hafin þótt enn sé fy rir höndum
óralangur róöur til lands.
Þaö var ofur eðlilegt aö slikur maður
sem Jón Jensson var, hrifist af þessari
hugsjón. Eftir aö hann fluttí að Garösvik,
brá hann sér út yfirpollinn á alheimsþing
Esperanto-manna, i flokki margra
Islendinga. Það sagði mér merkur sam-
ferðamaöur Jóns, að þar úti I hinum
mikla svarmi allra þjóða og lita, hefði
hann veriö eins og heima hjá sér og rætt
viö hvern sem var, rétt eins og ná-
grannann heima á Islandi.
Jón var i bréfasambandi viö menn
hvaöanæva af heimsbyggðinni og þá var
bjartur svipur þessa öölingsmanns, er
hann sýndi mér nokkur eintök hinna
furðulegu lesninga sem honum voru ööru-
hverju aö berast i hendur.
Jóni búnaöist vel á Litla-Hóli, og mun
hannhafa leitaöþess aöfá jöröina keypta,
þegar umsaminn byggingatimi rann út.
Þess var enginn kostur og flutti þá fjöl-
skyldan til Akureyrar og gerðist Jón
starfsmaöur i Sjálfstæöishúsinu, eins og
greinter frá f ræðu séra Bolla. Þetta starf
leiddist bónda erfrá leiö. Alltaf héldu þeir
feðgarnokkru fjárbúi oghöfðu ihyggju að
gripa færi ef bújörö byöist er þeim væri aö
skapi. Þegar nafni minn frétti aö ég hefði i
hyggju aö láta af búskap, kom hann og
vildi fá Garðsvik keypta meö búi og vél-
um. Nú var málum þannig háttaö, að viö
hjónin máttum ekki til þess hugsa að
búinu yröi tvistraö á uppboöi, þótt krónur
hefðu án efa fengist fleiri með þeim hætti.
Þvi tókust samningar greiðlega og flutt-
um við i ibúö Jóns á Akureyri hinn sama
dag og hann tók viö Garðsvlk, i aprflmán-
uöi miðjum áriö 1972. Engan kinnroöa bar
ég gagnvart sveitarfélaginu þess efnis að
ég léti jöröina eftir I eyöi, þvi það var
engu færra en 10 manns sem fluttu heim-
ilisfang sitt aö Garösvik aö þessu sinni.
Fljótlegatókuþeirfeögarað viöa aö sér
efni I nýtt fbúöarhús og fyrr en varöi stóö
þaö á grunni, mikil bygging á tveim
hæöum og eru i tvær Ibúöir. Ræktun var
fram haldiö af fullum krafti og búiö aukiö.
Allt benti til þess að fjölskyldan sem flutti
að vestan áriö 1957, heföi nú loks náð
þarna fótfestu til langframa og tók hún
ástfóstri viö staöinn.
Mennirnir hugsa og álykta, en guö ræö-
ur, heyröi ég gamalt og gott fólk segja og
munu þessi viturlegu orö einhverssstaöar
skráö á góðum staö. Eins og fram kemur i
framanskráðri likræðu séra Bolla
Gústafssonar, tóku nú að hrynja steinar
úr hleðslunni. Fóstursonurinn og hálf-
bróðir Jóns bónda, fluttist alfarinn til
Akureyrar. Þá flutti Jens meö fjölskyldu
sina aö Hvammi I Höföahverfi og hóf þar
búskap . Aöur haföi Jens hinn eldri andast
I hárri elli, þá fjölskyldan var nýflutt I
nýja húsiö. Svo skeöi sá átakanlegi at-
buröur aö Kristján varö bráökvaddur þar
heima, og haföi ekki kennt meins áöur. Nú
sýndist sem nóg væri slegiö, en aftur var
reitt til höggs á hinu sama ári og Kristján
dó og nú var þaö Jón bóndi Jensson sem
fyrir varö og lést hann meö snöggum
hætti, eftir fárra daga dvölá sjúkrahúsinu
á Akureyri.
Þaö er mikið lagt á húsfreyjuna Rósu
Hálfdánardóttur. Ekki mun ofsagt að þaö
sé þyngra en tárum taki, Nú standa þau
tvö eftir i Garðsvik, hún og Bjarni sonur
hennar og er hvorugt meö sterka heilsu,
auk Jóns, dóttursonarins sem enn er á
bamaskóla aldri.
Þaövaralltaf náiösamband I milli okk-
ar Jóns Jenssonar, eftir að hann flutti að
Garösvik, en ég til Akureyrar. Utan
skráðra samninga seldiég honum hey það
er eftir mundi standa um voriö þá pening-
ur var af gjöf, mjólkurbrúsa og fleira
smálegt. Þetta skyldi bóndi greiða á
næstu árum I búsafuröum eftir samkomu-
lagi. Hélt Jón reikninginn yfir viöskipti
þessi og þegar hann hugðist sýna mér
hvað honum leið, vildi ég ekkert á þetta
lita. Svona treysti ég þessum manni og
segir þaö nokkra sögu af þvi oröi sem af
honum fór. Og þegar ég spurði hvort hann
heföi nú ekki greitt nóg, var viökvæöiö:
„Neinafni minn. Þaö er dálitiö eftir enn.”
Og áfram bárust okkur eggin og fleira
gott úr búi bóndans.
Jóni var þaö einkar ljúft aö ég fylgdist
meö þvi sem var aö gerast i búskapnum
hverju sinni. Var slikt vel þegiö, þvi' út á
Svalbarösströnd hvarflar hugur minn
löngum. Hringdum viö gjarnan hvor til
annars, en hann þó miklu oftar. Nú sakna
ég þess að heyra ekki framar hina björtu
glaðlegu rödd: „Sæll nafni. Ég hringi nú
bara svona aðgamni minu”. Aldrei rædd-
um viö þá um annaö en búskapinn og
horfur i þeim efnum. Alltaf var eitthvað
aö gerast, eins og hvarvetna þar sem bú
er rekið.
Jón naut vinsælda á Svalbarðsströnd og
aldrei heyröi ég hann kvarta undan neinu
þar, né bera nokkrum manni misjafna
sögu. Slfkt lá fjarri eðli hans og háttum.
Nákvæmlega eins og þegar viö nafnar
hittumst i fyrsta sinn, var það hin rólega
og traustvekjandi framkoma hans, ásamt
ljúfnlannlegri glaöværö og bjartsýni sem
einkenndi hann og skipaði honum eilitiö
sér á bekk I talsvert viösjálum og höröum
heimi. Slikir eiga góöar viötökur vísar
hvarsem þá ber aö garöi og þá engu sfður
Islendingaþættir