Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1981, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1981, Blaðsíða 3
7o ara Svanlaug Pétursdóttir Akranesi Árið 1980 er liðið, jólin að liða hjá, sú hátið sem gleðina færir inná hvert ís- lenzkt heimili, sanna gleði, sem gerir hvers manns hjarta léttara og bliðara. Hverheilbrigður maður telur skyldu si'na að vera þátttakandi i þvi að sýna viljann i verki á þessari helgustu hátið ársins jólunum. Lifið væri dásamlegt ef allir væru öllum stundum jafn innilega góöir og glaðir sem á þessari hátið þegar hverju mannsbami er efst i huga vinátta og kær- leikur,það vottar fólk með gjöfum og hlýj- um hátiðarkveðjum. Leið okkar liggur þennan dag að Suður- götu 94 Akranesi,til dy ra kemur friðleiks- kona,einkar þægileg i viðmóti, mjög gest- risin kona, háttprúð stillt og býður af sér góðan þokka. HUn býður til stofu og sannar okkur það að við erum velkomin i hennar hús. Ég veit það eru fleiri en ég sem verða varir við velliðan, þegar inn kemur til þess fólks sem mætir gestum sinum með sanna gleði i hjarta. Ég er svo oft, i’ gegnum árin búinn að koma inn á þetta heimili, og alla tið mætt sönnum vinarhug góðs fólks frænda mins. 1 þess- um vinagarði hefur svo lengi sem ég man rikt gestrisni og góður heimilisandi. I önn hátiðarinnar hafði það farið fram hjá mér að sú kona sem öndvegi skipar á þessu heimili ásamt föðurbróður minum er eitt af islenzkum jólabörnum, hún á sem sé afmæli á þriðja dag jóla og i þetta sinn fnerkisafmæli.þvi hún lauk sjöunda ára- tugnum. Þessi geðþekka kona heitir Svanlaug Pétursdóttir fædd i Reykjavik þann 27. desember 1910. Dóttir Margrétar Gisladóttur ættaðri af Eyrarbakka og Péturs Sófaniussonaf af skagfirskum ætt- um kominn. Svanlaug ólst upp i Reykja- yik, fór 7 ára i fóstur til Herdlsar Simonardóttur og Guðjóns Þórðarsonar. Hún lauk barnaskóla, sem lög gera ráð fyrir, að auki gekk hún i kvöldskóla Verslunarskólans. 1931 giftist hún Hannesi Guðjónssyni, þau áttu saman 4 á landinu þvi sem við köllum, handan við gröf og dauða. Þessu hljótum við að trúa. Jón öskar Jensson var jarðsunginn að Svalbarði og á þar gröf, vfðsfjarri æsku- stöðvunum við hlið föður sins og sonar. Ég Þakka feðgunum öílum frábær kynni og þ*ö þeim til handa blessunar guðs i nýju landnámi handan við tjaldiö. Húsfreyjunni i Garðsvik, Rósu Hálfdán- ardóttur, svo og börnum hennar votta ég einiæga samúð okkar hjóna beggja. Jón Bjarnason frá Garðsvík. Islendingaþættir drengi sem heita:Guðjón, kona hans er Sjöfn Ölafsdóttir, barnlaus, hann á 3 börn frá fyrra hjónabandi. Tryggvi,kona hans er Ólafia Haraldsdóttir, þau áttu 4 börn, misstu eitt. Grétar, kona hans er SigrUn Steingrimsdóttir, eiga 4 börn og Guðni, kona hans er Valgerður Jönsdóttir, hann á 3 böm frá fyrra hjónabandi. Eftir 30 ára sambúð slitu þau samvist- um Svanlaug og Hannes. Alla tið vann Svanlaug Uti, lengi hjá Jóni Gislasyni Ut- gerðarmanni i Hafnarfirði, i Sanitas og sælgætisgerðinni Nóa og fleiri stöðum. Arið 1968 fer hún ráðskona til Jóns Ólafssonar frá Katanesi. Hann var þá orðinn lasburða maður og þurfti góðrar umönnunar við. Þaðmátti segja,að dauða Jóns bæri brátt að , þrátt fyrir langvar- andi vanheilsu. Þvi var það að Jóni gafst ekki tækifæri til að koma þvi þakklæti á framfæri við þessa konu sem hann taldi sér bæði skylt og ljúft að tjá sig um. Jón var þannig gerður maður að hann mundi vel þaðsem honum varvel gert. Hann var maður trygglyndur og vinfastur. Honum likaði mjög vel við þessa konu, dáði hana og virti, vegna hennar.miklu mannkosta, góðu umhyggju og alúðar. Þvi þarf ekki að leyna að Jón faðir minn hefur verið tiður gestur hjá mér að und- anförnu á draumalandinu. Það leyndi sér ekki að hann hafði bón i huga sem hann ætlaði mér að hjálpa sér með. Þá kom það i huga minn hve Jón var mikill skila- maður I orðsins fyllstu merkingu.honum leið aldrei vel á meðan hann átti ógoldna skuld. Ég vissi að hann taldi sig standa I þakkarskuld við þessa konu sem veitti honum alúðarumhyggju og hjálp á erfiðum stundum. Ég fann til skyldu minnar, þvi skrifa ég þessar linur með glöðu geði. Þessi heiðurskona gerði það ekki endasleppt við okkur kæru vini,vorið 1972 fer hún ráðskona til Björgvins Ólafs- sonar bróðir Jóns, hann var orðin ekkju- maður. Svanlaug gerði okkur aðstand- endum þessara beggja bræðra góðan greiða með þvi að flytja uppá Akranes og taka aö sér þetta starf fyrir gamla mann- inn svo hann mætti eiga gott heimili áfram i' sinum eigin húsum, ekkert var honum kærara. Og nú eru árin að nálgast 9 sem Svanlaug er búin að vera Akurnes- ingur. Það sagði hún mér sjálf að hér hefði sér liðið vel. Hitt vitum við öll að hún hefur öðlast mikla vináttu fólksins hans Björgvins hér á Akranesi og vfðar reynd- ar allra sem hún hefur kynni af. Mér festist i minni vitnisburður einnar konu sem vann meö Svanlaugu i mörg ár, hún var spurð hvernig kona Svanlaug væri.svarið var stutt en sagöi mikið svo eftir verðurmunað „Svanlaug framkallar það bezta sem til er i hverjum þeim manni sem hún hefur kynni af."Þessi orð segja allt sem þarf, svona vitnisburð fær ekki nema Urvalsfólk. Þó að kynni okkar Svanlaugar séu hvorki löng né náin þá leyfi ég mér samt að segja af þeim vitnisburði sem hún fær og þeim viðræðum sem við höfum átt þessi undanförnu ár, að hún uppfylli þau skilyrði sem gott jólabam þarf að hafa. Þessi heiðurskona kann vel að meta þann hlýja hug og elskulega viömót sem fólkið hans Björgvins sýnir henni, það hefur hún oft sagt og sýnt. Þetta fólk er orðlagt gæðafólk hér á Akranesi, það vit- um viðsem til þekkjum, §vanlaug spillir ekki þeim vitnisburði heldur hið gagn- stæða. Þarna hefur myndast sönn vinátta góðs fólks. Slik viðkynning og sambúð verður ekki i gulli greidd, hún er meira viröi en það, öllum til sóma og ánægju... Ég leyfi mér að lokum að færa Svanlaugu sjötugri einlægar þakkir okkar allra aðstandenda þessara bræðra sem notið hafa verka og alúðar þessarar indælu konu sem öllum er hlýtt til. Um leið og henni eru færðar bestu hamingjuóskir með afmælið biðjum við þess að kærleiks- stjaman verði hennar leiðarljós, hér eftir sem hingað til. Valgarður L. Jónsson ' 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.