Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1981, Qupperneq 4
Ragnar Jónsson
Fæddur 4. águst 1921
Dáinn 12. nóv. 1980.
Hinn 12. nóvember s.l. andaBist i
Borgarspitalanum vinur minn Ragnar
Jónsson, eftir langa og erfiöa sjilkdóms-
legu. Meö honum er góöur maöur genginn
og harmur i huga allra þeirra, er hann
þekktu. Ragnar Jónsson var fæddur 4.
ágúst 1921 i Gróörarstööinni viö Laufás-
veg, sonur hjónanna Aöalheiöar Olafs-
dóttur frá Sogni i ölfusi og Jóns Ivarsson-
ar frá Reykjakoti, i' sömu sveit, og var
hann næst yngstur sjö systkina sinna.
A uppvaxtarárum Ragnars var erfitt
um afkomu hjá verkamannsfjölskyldu
ekki sist þar sem barnahópurinn var jafn
stór oghjá foreldrum hans. Varö hann þvi
aö létta undir meö þeim strax og geta
leyföi m.a. sem mjólkurpóstur og sendi-
sveinn. Siöar stundaöi hann almenn
verkamannastörf, þar til áriö 1941, aö
hann geröist starfsmaöur Isafoldarprent-
smiöju og var hann mörg slöustu árin for-
stööumaöur bókaforlags Isafoldar og
gegndi þvi starfi af mikilli húsbóndaholl-
ustuog nákvæmni þar til I nóvember á s.l.
ári aö hann tók sjúkdóm þann.er nú hefur
leitt hann til dauða.
Þann 16. júni 1950 gekk Ragnar aö eiga
Magnúsinu Bjarnadóttur og eiguöust þau
tvær dætur Sólrúnu Lilju hjúkrunarfræö-
ing gift Jóhannesi Noröfjörö og Pálinu
Aöalheiöi gift Oddi Halldórssyni og eru
bamabörnin oröin fjögur. Hjónaband
þeirra Magnúsinu og Ragnars var ætið
hiö ástúölegasta og besta. Þau voru sér-
staklega samhent um aö bæta og fegra
sitt umhverfi og ber heimili þeirra gleggst
vitni. Þar undu þau löngum og nutu
fagurrar tónlistar og góöra bókmennta.
Ekki er hægt aö minnast Ragnars án þess
aö Möggu sé getiö nokkuö frekar, og er
mér þá efst i' huga sú fórnarlund og ósér-
hli'fni, sem er svo rik og eiginleg f fari
hennar. Þessir kostir hennar komu best
fram i þvi, hvernig hún annaðist eigin-
mann sinn I hans löngu og erfiöu
sjúkdómsraun, hvort sem hann var heima
eöa á sjúkrahúsi.
Kynni okkar Ragnars hófust er ég
kvæntist þar sem Helga kona min og
Magga eru æskuvinkonur. Ég hef oft
hugsaö um þá skemmtilegu tilviljun, en
sumir segja nú aö ekkert sé tilviljun, aö
viö skyldum hittast og takast meö okkur
svo náin kynni og vinátta sem raun varö
á. Skýringarinnar er sjálfsagt aö leita til
þess hve viöhorf okkar til manna og mál-
efna fóru vel saman, og ekki hvaö sfst
hvaö varöar málefni skógræktar á
Islandi. Ragnar geröist snemma félagi I
Skógræktarfélagi Reykjavikur og varö
þar virkur félagi. Hann sat i stjórn þess
um árabil og gegndi þar ritarastörfum
siöustu árin og sat einnig aöalfundi Skóg-
ræktarfélags Islands sem fulltrúi sins
félags. A þessum fundum eignaöist hann
marga góöa vini viösvegar aö af landinu.
Honum var ekkinóg aö starfa aö félags-
málum skógræktarmanna, hann haföi
einnig mikla löngun til að fá landsskika
sem hann gæti hafiö uppgræðslu og trjá-
rækt á. Þetta tókst honum áriö 1971, er
hann fékk land hjá ábúendum á Neöra-
Hálsi i Kjós. Fyrir þetta voru þau hjón
Jónas Jónsson
frá Þorvaldsstöðum
Fæddur 6. april 1926.
Dáinn 29. nóvember 1980.
Heim þú kaust að halda bróöir
hugur bar þig vegu langa,
flutti þig á fornar slóðir
fyrr en varir endar ganga.
Aö endingu I umsjá traustri
ennþá móts við gömul kynni.
Bak við f jöllin bláu i austri
bjó hiö hálfa af sálu þinni.
Göngulúnum gafst I náðum
gleöi sú aö mega blunda
Austurlands i örmum þráðum.
Viö yl og minning fyrri stunda.
Þórey Jónsdóttir.
4
ákaflega þakklát, aö hafa fengiö sitt eigiö
friöland. Strax hófust þau handa um
gróöursetningu trjáplantna og byggingu
sumarhúss, og er nú þegar kominn upp
fjölbreyttur blóm- og trjágróöur, sem
gleöur auga þeirra, er um veginn fara og
lita heim að Brekkukoti.
Ragnar sannaöi þaö I rikum mæli, aö
menn geta veriö fjölfróðir þótt þeir hafi
ekki notiö langrar skólagöngu, þetta kom
ekki hvaö sist fram í þvi' hve fróöur hann
var um allt er varðaði okkar kæra land og
sögu þjóöarinnar, og eru þetta ekki ein-
mitt traustustu hornsteinar almennrar
menntunar?
Margar hafa þær ánægjustundir veriö,
sem viö Á ttum saman, ekki sist er viö fór-
um og fjölskyldur okkar mörg sumur um
nær allar byggöir landsins. Oft rifjuöum
viö upp minningar frá þeim stööum, sem
viö höföum dvaliö á I tjöldum okkar og
minntumst þá allra þeirra unaösemda
islenskrar náttúru, er viö höföum notiö
þar. Þá þótti okkur og gaman aö taka
heimamenn tali og heyra meö þvi' hinn
fjölbreytta oröaforöa og tungutak lands-
manna.
Þaö er erfitt fyrir okkur öll er áttum
hann aö vin aö sjá á bak honum. Nýtt og
óbætanlegt skarð er komiö i vinahópinn.
Þegar aldurinn færist yfir vill svo oft
vera, aö efunarmaöurinn fer að trúa á
annaö llf, og það er vist aö trú min hefur
styrkst nú um sinn. Ég á erfitt meö
hugsa mér aö viö Ragnar eigum aldrei
eftir aö hittast. Hvernig sem þaö tilveru-
stig veröur, vona ég, aö þar megi finna
dulitinn beran mel og blásiö barö, og viö
getum þá dundaö viö aö koma þar upp
smá Brekkukotshvammi og litlum Ból-
staö.
Um leiö og ég og fjölskylda min vottum
Islendingaþættir