Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1981, Qupperneq 8
70 ára
Baldvin Þ. Kristjánsson
félagsmálafulltrúi
Baldvin Þorkell Kristjánsson f. 9.
april 1910 að Stað i Aðalvik N-ls. For.:
Kristján Egilsson sjómaður og kona hans
Halldóra Fi nnbjörnsdóttir. Nám i
Núpssk. 1927-29. Brautskr. úr Samvinnu-
sk. 1931. Framh.nám Jakobsbergs-
lýðhsk. i Sviþjóð 1937-38. Námskeið i'sam-
vinnufræðum við sænska samvinnsk. að
Vár gárd 1948. Námsferð til Folksam,
sænsku samvinnutrygginganna, 1960 og
kynnti sér einkum útbreiðslumál.
Stundaði sjómennsku frá bernsku fram
yfir tvitugt. Skrifstofumaöur hjá Sam-
vinnufél. tsfirðinga 1932-35. Aðalbókari og
gjaldkeri Sildarútvegsnefndar, Sigluf. frá
stofnun 1935-44 þar af2sumur trúnaðarm.
Siglufjarðarkaupstaðar viö virkjun Skeið-
foss iFljótum. Erindreki Landssamb. Isl.
útvegsm. 1945 i mars til sept. 1946. —
Erindreki Samb. tsl. samvinnufélaga 1.
okt. 1946 til ársloka 1953. Ferðaðist um
land allt, fluttiótal erindi og ræður á veg-
um sambandsfélaga og fl. Framkvæmda-
stj. hraðfrystihúss StS á Kirkjusandi,
Rvk. 1954 til 1. júli 1960. Fyrsti útbreiðslu-
stjóri Samvinnutrygginga frá ársbyrjun
1961. Framkvæmdastjóri landssöfnunar
Barnahjálpar SÞ hér á landi 1948. Ritari
Verkalýðs fél. Baldurs á Isafirði 1931-35.
Formaður Siglufjarðardeildar Norræna-
félagsins frá stofnun, meðan hann dvaldi
þar. t stjórn Vestfirðingafélagsins þar.
Varaformaður K.f. Siglfiröinga 1940-44 og
fulltrúi á aðalfundum StS. Ritstjóri blaðs-
ins Sildarinnar, er út kom á Siglufirði um
tima. Endurskoðandi Vélbátaábyrgðafél.
Gróttu, Reykjavilc frá 1958. Kvæntur 25.
april 1931 Gróa Asmundsdóttur, sjó-
manns á Akranesi Magnússonar.—”.
Sú frásögn sem skráð er hér að framan
(Tekin hér traustataki) er i bók einni sem
kom út árið 1965 og ber nafniö íslenskir
samtiðarmenn. Mér virðist að afmælis-
barnið sem fyllir 7. áratuginn nú, þann 9.
april eigi öllu fjölskrúðugri „Afrekaskrá”
i bók þessari en flestir aðrir er þar koma
viö sögu.
Eins og alkunna er, hefur athafnali'f af-
mælisbarnsins ekki staðið i stað frá þvi
bókin kom út. Jafnvel sjaldan verið um-
svifameira en hin siðari árin.
Þaö erfrá þessum árumsem ég minnist
ótal margra ánægjulegra samverustunda
með hinum athafnasama afreksmanni.
Ég ætla að það hafi verið laust fyrir
miðjan 7. áratuginn sem fundum okkar
Baldvins fyrst bar saman. Þá var hann
útbreiðslustjóri Samvinnutrygginga,
staddur á fjölmennum fundi á Selfossi.
Athyglisvert fannst mér að sjá og heyra
þennnan orðhvata mann I ræðustólnum.
Orðkynngi hans og sannfæringarkraftur
sýndi okkur, sem á hlýddu að þarna var
maður ofan við meðalmennskuna,— Mað-
ur sem sagði tæpitungulaust sina skoðun
svo eftir var tekið.
A stofnfundi Klúbbsins öruggur akstur i
Arnessýslu sem haldinn var á Selfossi 18.
nóvember 1965, leiddum við Baldvin fyrst
„saman hesta okkar”. Frá þeirri stundu
höfum við átt samleið og samstarf sem
gotteraðminnast. Leiðir okkarhafa legið
saman viða um land á liðnum árum.
Avallt hefur þessi ferðagarpur verið au-
fúsugestur, hvar sem hann hefur komið.
Fróður er hann með afbrigðum og kann
undra góð skil á mönnum og málefnum.
Fá munu þau félagsheimili og fundahús
hér á landi sem hann hefur ekki komið i og
stigiði stólinn, —Jafnvel oft komið i mörg
þeirra.
Umferðamálin hefur Baldvin mjög látið
til sin taka.
Er oft tii þess vitnað hvað afdráttar-
lausa afstööu hann tók með umferðar-
breytingunni árið 1968. Var þó við ramm-
an reip aðdraga i þeim efnum. Fljótt kom
á daginn að þar valdi Baldvin rétta veg-
inn. Réttur maður á réttum stað.
Ekki fer „minni maður” alltaf troðnar
slóðir. Aréttar stundum orð sin með ivafi
ljóða og visdóms af spjöldum sögunnar i
ræðustólnum. Fær ávallt gott hljóð og
fjörugar umræður að lokinni framsögu.
Óskabörnin hans Baldvins, Klúbbarnir
öruggur akstur, 33 að tölu, i öllum
byggðarlögum landsins eiga vissulega
honum li'f aðlauna flestum öðrum fremur.
A ,,ljósfaðirinn”enda mestan þátt i þvi að
þeir urðu til og hafa vaxið til nokkurs
þroska og verið „vakandi auga i byggð-
inni” víða um land.
Æviferill Baldvins Þ. Kristjánssonar
hefur verið óvenju fjölþættur miðað við
flesta aðra hans samtlðarmenn. Fæddur
er hann i fámennu byggðarlagi. Fór
ungur að árum til náms, miðað við mann-
lif þess tima. Hefur tekiö þátt i atvinnullfi
landsmanna til sjós og lands. Forgöngu-
maður i' margþættum félagsmála-
hreyfingum, fyrr og siðar. Einkum hefur
Samvinnuhreyfingin og umferðanálin átt
hug hans allan að undanförnu, auk margs
annars sem of langt er upp að telja og al
þjóðerkunnugt.Má þartil nefna útvarps-
erindi, greinar i blööum og tímaritum,
þýðingar hansá hinum frægu bókum Nor-
man Vincent Peale og siðast en ekki sist:
ritstjórn Gjallarhornsins málgagns fyrir
Samvinnutryggingamenn sem Samvinnu-
tryggingar gefa út og Baldvin hefur rit-
stýrt frá upphafi sl. 20 ár.
Framlag Baldvins að umferðar- og
öryggismálum, mun að margra dómi sem
best til þekkja vera sá þáttur i æfistarfi
hans sem hvað mestun sköpum hefur
skipt og undirstrikar manngildi hans og
umhyggjufyrirannarra hag. Þessi þáttur
verðurþó, einsog svo mörg önnur mann-
anna verk hvorki veginn á vog né mældur
með mælistiku.
Handhafar orðuveitingarvaldsins i
landinuhafa til þessa, ekki taliðástæðu að
„Krossa” Baldin Þ. Kristjánson þrátt
fyrir óvenju fjölþætt ævistarf — °8
árangursrikt. Margháttuð opinber viður-
kenning hefur honum þó hlotnast Hann
var sæmdur gullmerki Samvinnutrygg'
inga 1969 og 1971 hlaut Baldvin SILFUR'
BIL SAMVINNUTRYGGINGA „fyrir
framlag til aukins umferðaröryggis”. Þá
hlaut hann 1972 fyrsta og hingað til eina
heiðursskjöld Félags Starfsmanna Sam-
vinnutrygginga og Andvöku „fyrir frábær
störf að félagsmálum samvinnumanna ■
Loks má geta þess að Baldvin var
sæmdur kennaramerki sænska sarn-
vinnuskólans, Vár gárd, þegar hann var
þar nemandi á framhaldsnámskeiði árið
1948.
Af 70 ára sjónarhóli má Baldvin Þ-
Kristjánsson vel una sinu hlutskipti. Sam-
starfsmenn hans viða um land minnast
hinna „gömlu góðu daga” og senda at-
mælisbaminu kærar kveðjur á afmæiis'
daginn suður til sólarlanda þar sem hann
dvelurásamt konu sinni Gróu á afm*ilS'
deginum fjarri ys og önn hins daglega lifs;
Bæði eiga þau 70 ára afmæli á þessu án
Framhald á bls. 5
8
lsiendingaþ®ttir