Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Side 1
ISLENDINGAÞJETTIR
Miðvikudagur 9. júní 1982 — 22. tbl. TÍMANS
Ingibjörg Jósepsdóttir
Fædd 17. maí 1889
Dáin 9. nóvember 1979
Ingibjörg var fædd að Bjarnastöðum í
Skagafirði og voru foreldrar hennar hjónin
Hólmfriður Björnsdóttir og Jósef J. Björns-
s°n, skólastjóri bændaskólans að Hólum í
Hjaltadal, og lika kennari við þann skóla um
*angt skeið.
Ingibjörg ólst upp í stórum systkinahópi
Þar til hún er 5 ára, en þá missir hún móður
s'na, og flyst hún þá að bænum Brimnesi og
dvelst þar þangað til hún er 13 ára, en fer þá
að Kolkuósi. Jósep faðir ingibjargar mun
hafa fundið að þessi dóttir hans var óvenju
m'klum gáfum gædd og reyndi því að stuðla
að fræðslu hennar til handa meira en almennt
gerist fyrir stúlkubörn á þeim tíma.
^etta stuðlar svo að þvi, að Ingibjörg
lósefsdóttir fer til skólanáms í Danmörku
Þegar hún er 18 ára og er þar við nám í 2 ár.
Pað var ekki algengt í byrjun þ essarar aldar
aö stúlkur nytu slíkrar fræðslu, heldur heyrði
Pað til algjörrar undantekningar. Þeir sem
a*astn upp i fræðslu þjóðfélagi okkar tima,
Þeir geta tæplega áttað sig á, hve mikilsverð
sk’k fræðsla var, eins og Ingibjörg Jósefs-
óóttir fékkí byrjun aldarinnar. Fyrir stúlkur
með skapfestu og gáfur Ingibjargar var þetta
önietanlegt, og opnaði henni veg til áfram-
naldandi sjálfsmenntunar um langa ævi.
. “'r 2 ár i Danmörku heldur hún aftur heim
ll* Islands og fer norður í Skagafjörð á
®skuslóðir, þá tvítug að aldri. Hún sest að á
£°lkuósi, sem þá var smá verslunarstaður.
Parna hittir hún ungan mann og þau fella
hu8i saman. Þetta var Halldór Gunnlaugs-
^0ri. sem þarna vann við verslunina. Ingi-
iq rg °8 Hahdór gengu í hjónaband 7. maí
14, þetta örlagarika ár mannkynsins þegar
yrri heimsstyrjöldin var að hefjast. Næstu 2
r'n eiga ungu hjónin heima á Kolkuósi og
Par fæðist þeirra fyrsta barn. Vorið 1916
ytja þau að Garðakoti í Hjaltadal og hefja
.q^aP þar. í Garðakoti búa þau til ársins
•11 eða í 15 ár. Þar eignuðust þau fimm
°rn og voru börnin því orðin 6 þegar hér
ar komið. Þetta örlagaríka ár verða þau að
^tta búskap. Halldór var orðinn veikur af
erklum og varð að fara á Kristneshæli.
Ogibjörg fylgdi honum þangað og hafði með
á u ^ltur þeirra Hildi og gerðist starfskona
®*inu. Halldór er sjúklingur á Kristneshæli
næstu árin, en fer á suður á Reykjahæli í
Ölfusi, sem þá var einskonar visir að
vinnuhæli berklasjúklinga. Ingibjörg og Hall-
dór slitu svo samvistum árið 1937. Hjúskap-
arslitin voru Ingibjörgu, þessari trygglyndu
konu, áreiðanlega mikið áfall. Ingibjörg
æðraðist þó ekki heldur tók þessu mótlæti
með sinni miklu skapfestu og jafnaðargeði.
Þetta voru örlög $em ekki urðu umflúin.
Lífið hafði þrátt fyrir mótlæti og erfiðleika
gefið henni hamingju sem hún var þakklát
fyrir. Ljúfar minningar frá hamingjudögum
hennar komu fram í hugann og hún blessaði
þær. Erfiðlkeikar voru i huga Ingibjargar
ætlaðir til að glima við og sigrast á þeim, en
ekki til að gefast upp fyrir. Þannig held ég
að hún hafi litið á líf sitt allt.
Þegar þessi kona byrjar störf á Kristnes-
hæli árið 1931 er hún á miðjum aldri, 42ja
ára gömul, fríð yfirlitum með bjartan
hreinan svip og gáfuleg auguf. Hún er í
meðallagi há og þreklega vaxin. Hjúkrunar-
konur og læknir hælisins Jónas Rafnar veita
því fljótt athygli að hér er sérstæður
einstaklingur á ferð, sem leggur fyllstu alúð
við öll verk sem henni eru falin og leysir þau
afburðavel af hendi. Þetta er kona sem vekur
traust allra þeirra sem umgangast hana.
Ingibjörg Jósefsdóttir verður lika trúnaðar-
vinur margra sjúklinga. Það er eitthvað í fari
hennar sem dregur þá að henni. Á þessum
árum voru oft ekki nema tvær lærðar
hjúkrunarkonur auk tveggja hjúkrunarnema
á Kristneshæli, þá voru sjúkraliðar ekki
ennþá komnir til sögunnar á sjúkrahúsum og
hælum landsins. Hjúkrunarlið var af þessum
sökum oftast yfirhlaðið störfum. Úr þessari
vöntun var þó reynt að bæta á þann hátt að
starfsstúlkur sem sköruðu fram úr i störfum,
voru þjálfaðar til þess að sinna ýmsum
störfum við hjúkrun. Eins og að framan
sagði, þá tóku stjórnendur Kristneshælis
fljótt eftir því að Ingibjörg var ein þeirra
starfskvenna, sem treysta mátti til allra
verka. Hún var því fljótt þjálfuð á hælinu
til þess að sinna hjúkrunarstörfum og þegar
stundir liðu fram, þá litu allir á hana sem
fullgilda I þvi starfi. Liklega hefur hún lika
lesið hjúkrunarfræðibækur á þessum árum
því hún yar mjög bókhneigð kona, og sú
undirstöðu menntun sem hún hafði hlotið
áður en hún gekk í hjónaband, við hana var
hún að auka alla ævi.
Ég sem þessar línur rita kom unglingur á
Kristneshæli og dvaldi þar í mörg ár. Ég naut
umhyggju og ástúðar þessarar sérstæðu
mikilhæfu konu eins og allir þeir sjúklingar
sem hún umgekkst og hjúkraði.
Ég hef saknað þess að hafa ekki séð
Ingibjargar minnst við andlát hennar og því
eru þessi orð skrifuð þó seint sé, sem þökk
til hennar frá mér.
Ingibjörg Jósefsdóttir vann á Kristneshæli
við hjúkrun til ársins 1947 og þaðan fylgdu
henni þakklæti og blessunaróskir allra sjúk-
linga, lækna, hjúkrunarliðs og annars starfs-
fólks. Ingibjörg fluttist þá til Reykjavíkur og
átti þar heima siðan.
í Reykjavík vann hún fyrst hjá Hjúkrunar-
félaginu Líkn, siðan á Elliheimilinu Grund í
mörg ár, en síðustu starfsár sín var hún
vökukona á sjúkrahúsinu Sólheimum. Allir
sem kynntust Ingibjörgu elskuðu hana og
virtu fyrir frábær störf.
Þó Ingibjörg væri yfirhlaðin störfum langa
ævi, fylgdist hún alltaf vel með öllum
velferðarmálum og skipaði sér jafnan þar i
fylkingu sem að sliku var unnið. Sjónarsvið
hennar var vitt og greind viðfeðm.
Síðustu ævi ár sín dvaldist Ingibjörg,
næstu si&u.