Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1982, Qupperneq 7
Gauti Hannesson
kennari og ritstjóri
Fæddur 7. ágúst 1909
Dáinn 4. aprfl 1982
Manstu, lesandi góður, eftir miðaldra
•nanni, ljóshærðum, grönnum og hávöxnum,
er brunaði á reiðhjóli um götur Reykjavíkur
rneðan fæstir sáust á þeim fararskjóta? Ég
geri ráð fyrir því, að þig renni grun i það.
Maðurinn vakti athygli margra. Ég tók til
dæmis eftir honum löngu áður en ég kynntist
honum persónulega fyrir um það bil áratug.
Það var eitthvað hressandi við hann, eitthvað
heilbrigt og eðlilegt. Það var sýnilegt á útliti
hans, að hann hefði tamið sér hollar lífsvenj-
ur. Innisetumaður var hann a.m.k. ekki. Út-
litið gott. Það var auðséð, að hann var reglu-
niaður.
Gauti Hannesson kennari er genginn á vit
feðra sinna eftir langt og farsælt ævistarf.
Hann var kennari að lifsstarfi, þó að hann
sinnti öðru, raunar því skyldu, um árabil.
Gauti var fæddur hinn 7. ágúst árið 1909
i Hleiðargarði i Eyjafirði. Voru foreldrar
hans hjónin Hannes Jónsson, bóndi og kenn-
ari, er ritaði mikið í þjóðsagnaritið Grímu,
°g Jónina Jóhannsdóttir. Gauti fór fremur
seint í skóla, eins og títt var um sveitaungl-
lnga. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskóla
Akureyrar 1930-32. Almennu kennaraprófi
Huk hann árið 1936 og handavinnukennara-
Prófi 1942. Varð hann handavinnukennari
við Miðbæjarskólann sama ár, en hafði áður
einkennandi fyrir Bjarna og lýsir honum
Hijög vel.
Bjarni Þórðarson var tvikvæntur. Fyrri
jc°na hans var Anna J. Eiriksdóttir, en hún
jest 1975 Þau áttu tvo syni, Eirík sem var
kvæntur og bjó á Eskifirði og átti tvö börn,
fn fórst með bát sínum ásamt fleiri mönnum
1 uiynni Reyðarfjarðar, og Bergsvein, sem er
°kvæntur. Seinni kona Bjarna var Hlif
“Jarnadóttir, og lifir hún mann sinn. Reynd-
*st hún honum sérstaklega vel á erfiðum
öptum og umfram allt síðustu vikur, er hún
Vek ekki frá sjúkrabeði hans, en hjúkraði
°num af nærfærni og hlýju.
Með Bjarna Þórðarsyni er genginn einn
skeleggasti forustumaður sósíalista í Nes-
uupstað og á Austurlandi öllu. Hann var
^ei*l i stefnu sinni og störfum, harður
Máttumaður fyrir sinni skoðun og óvæginn
, undstæðinga, en ætið sanngjarn og fús til
ja(ta, þó eftir harða sennu væri, og hann vildi
aja alla njóta sannmælis. Hann var virtur af
lum, sem honum kynntust, þvi að hann
Vann ætíð að því að rétta hlut þeirra, sem
stóðu höllum fæti, og hann kom ætið til
ytanna, eins og hann var klæddur. í viðmóti
ís|endingaþættir
stundað kennslu á þremur stöðum: Barða-
strönd, Grimsey og á Seyðisfirði. Mörg sið-
ustu árin var Gauti handmenntakennari við
Melaskólann. Einnig kenndi hann samtímis
handmennt við Fóstruskólann, Námsflokka
Reykjavikur og einhverja enn fleiri skóla.
Atorka hans i starfi var alveg einstök. Og
kennari var hann af lífi og sál. Honum nægði
ekki að kenna til sjötugs, heldur tók hann
að sér stundakennslu i handmennt við Mela-
skólann eftir það. Þetta kallar maður starfs-
vilja, þegar flestir hætta störfum nú, eftir að
hinni svonefndu 95-ára reglu er náð. Kannski
ekki meira en sextugir, sumir tæplega það.
Er hér átt við opinbera starfsmenn.
Hér hefur verið dvalist við ævistarf Gauta,
kennsluna. Þar vann hann gott starf. En
honum nægði ekki kennslan ein. Hann var
mikill dýravinur. Þess vegna lét hann að sér
kveða i dýraverndarmálum. Var í stjórn
Dýraverndunarsambands íslands. Ritstjóri
málgagns þessara samtaka, Dýraverndarans,
var Gauti i um það bil áratug. Að hluta um
skeið með öðrum. Hann gerði ritið að sterku
málgagni þessa göfuga málefnis. Lagði hann
á sig mikið starf þess vegna, vist ekki fyrir
mikið endurgj ald. Hann var hugsj ónamaður.
Vafalaust muna margir lesendur þessa
blaðs eftir þáttum Gauta í Heimilis-Tíman-
um, er fjölluðu um handmennt. Var þarna
um margvísleg munstur og uppdrætti að
gat hann oft verið snöggur upp á lagið og
hrjúfur á ytra borði við fyrstu kynni, en
engum duldist, sem kynntist honum nánar,
að hann var tilfinninganæmur og inni fyrir
sló heitt og stórt hjarta.
Ég sem þessar fátæklegu linur rita, starfaði
i átta ár sem bæjargjaldkeri undir stjórn
Bjarna Þórðarsonar sem bæjarstjóra og vann
með honum í fimmtán ár í ritstjórn Austur-
lands. Þetta samstarf var gott og náið og mér
lærdómsrikt. Fyrir það vil ég þakka nú svo
og persónuleg kynni, sem urðu náin og traust.
Lífsgöngunni, sem hófst á Kálfafelli 24.
apríl 1914 lauk á Borgarspítalanum í Reykja-
vik 21. maí sl. Minningarathöfn fór fram við
mikið fjölmenni í Fossvogskapellu 26. maí
og laugardaginn 29. maí fór útför hans fram
i Neskaupstað.
Megi roðinn í austri áfram skina þér,
vinur, og bænum, sem þú unnir.
Ég og fjölskyldan mín vottum ykkur, Hlíf
og Bergsveinn, okkar dýpstu samúð og
einnig systkinum og fjölskyldum þeirra og
barnabörnum Bjarna Þórðarsonar.
Birgir Stefánsson.
ræða, er kennarar og fleiri hagnýttu sér með
góðum árangri. Er enginn vafi á þvi, að þetta
hefur kostað Gauta mikla vinnu, er bættist
við skyldustarf hans. En þannig var Gauti:
Hann hlífði sér ekki. Hann mun heldur ekki
hafa krafist fullrar greiðslu fyrir hvert viðvik
sem hann vann. Slík var þjónslund hans og
hjálpsemi. Gauti var frábærlega vinsæll af
nemendum sínum. Mun þar mestu hafa vald-
ið lundarfarið, sem var milt og glatt, þó að
alvara byggi á bak við. Slikir kennarar lifa
lengi í þakklátum hugum nemenda sinna, og
einn þeirra er Gauti Hannesson.
Hér er ekki timi til að rekja persónulega
hagi Gauta að neinu ráði, enda má sjá um
þá í uppsláttarritinu Kennaratal á íslandi.
Fyrir nokkrum árum kvæntist Gauti danskri
konu, Anne Kristinsson að nafni. Lifir hún
mann sinn. Bjuggu þau sér fagurt heimili í
Reykjavik. Smekkvísi beggja setti mark sitt
á allt hið innra þar. Við hjónin litum oft
inn til Gauta og Anne. Var jafnan gott til
þeirra að koma.
Gauti var heilsugóður lengstaf. Fyrir
nokkrum árum kenndi hann meins, sem
tókst að fjarlægja. Gafst heilsa enn um stund.
En i fyrrahaust tók þessi meinsemd sig upp
og lokaáfanginn var framundan. Heiil og
dyggur þegn hefur kvatt jarðlifið.Ég sakna
hans, og slíkt munu allir þeir gera, sem nutu
vináttu hans og tryggðar. Hún var fölskva-
laus.
Við sendum eftirlifandi ástvinum Gauta
innilegar samúðarkveðjur í tilefni af andláti
hans og útför. Megi minning hans geymast i
þakklátum hugum samferðamanna hans.
Auðunn Bragi Sveinsson.
7