Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Síða 5

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Síða 5
Leiðir okkar Ragnars lágu tyrst saman i Menntaskólanum á Akureyri, en þangað förum við til náms 1964. Varð með okkur kunningsskapur sem með árunum verður vinátta því leiðir okkar lágu oft saman og hvor yfir aðra bæði hér heima og erlendis, i landfræðilegri merkingu, og svo hitt að leiðir okkar lágu saman um hugðarefni og áhuga. Við vorum báðir aldir upp á þeim forsendum að gera gagn og komum báðir þaðan sem mikið var unnið og lengi og fyrir okkur var Akureyri '•neð sín reglubundnu taktföstu slög alltaf heldur framandi, að sumu leyti var það eins og vera í fríi að vera á Akureyri. Á þeim árum myndaðist hópur vina og kunningja sem hélst síðan og varð að nokkru leyti kjarni félagslegrar samgengni, hópur manna sem 'eit inn hjá hvor öðrum þó langt liði á milli vegna fjarlægða og verkefna, ef menn voru á ferðinni i nálaegð. Það var kannske einkenni þessa hóps að honum týndist ekki vinátta eða gleymdist þó ár liðu milli þess að menn hittust, og það var einmitt emkennandi fyrir Ragnar Ragnarsson að honum var vinátta ekki stundarfyrirbrigði. Á Akureyri kynntist Ragnar eftirlifandi konu rinni Höllu Bergsdóttur sem varð hans stoð og stytta í öllu þvi sem hann tók sér fyrir hendur og voru þau mjög samhent og elsk hvort að öðru. Þau eignuðustfjögurböm, Berg, fæddan Í1969, Snorra fæddan 1971, Ingibjörgu Ásdísi, fædda 1977 og Margréti Eddu fædda 1979. Þau Ragnar °g Halla bjuggu bömum sínum gott og ástríkt heimili, og Ragnar lét sér annt um þroska barnanna og var þeim ástrikur faðir en líka félagi °g vinur. Milli heimila okkar var mikil vinátta og verður áfram þó við verðum nú að horfa á eftir ástríkum eig>nmanni og föður, á eftir vini sem skarð stendur eftir. Við hjónin vottum Höllu samúð okkar og hiðjum Guð að veita her.ni styrk, við vottum heimili tengdaforeldra Ragnars sem var heimili heiman fyrir hann samúð okkar, og við vottum foreldrum Ragnars samúð okkar. Ég kveð þig vinur með söknuði og trega, en aöeins að sinni, leiðir okkar munu enn liggja saman- Þorsteinn Hákonarson. + Láinn, horfínn harmafregn, hvílíkt orð mig yfir ^tynur. Þessi orð Jónasar Hallgrimssonar komu mér fyrst i hug, er ég frétti lát vinar míns Ragnars *lagnarssonar dýralæknis. Það var svo ótrúlegt, a® hann sem virtist svo hlaðinn gneistandi lífsorku y*ri allt í einu dáinn, horfinn. En fljótlega kom 1 hugann framhaldið á orðum Jónasar. En ég veit a^ látinn lifir, það er huggun harmi gegn. Kynni okkar Ragnars heitins voru ekki löng, aðeins þau tæp fjögur ár, sem hann starfaði sem héraðsdýralæknir á Þórshöfn. Þó ytra borðið virtist stundum dálitið hrjúft og kalt þurfti ekki rijúpt að grafa til að finna mannlega hlýju og mikla geðsmuni. Maðurinn var óvenju skarpgáfaður og fökvis. Það var ekki nóg, að hann væri vel fær í 'slendingaþættir sínu fagi, heldur hafði honum með langskólanámi og síðar erilsömu starfi auðnast að afla sér þekkingar á hinum ólíkustu sviðum t.d. var hann af svo ungum manni að vera ótrúlega lesinn i íslenskum bókmenntum. Ragnar heitinn tók þátt í lífi og kjörum fólksins, sem i kringum hann var. Hann starfaði með leikfélaginu á Þórshöfn og var orðinn oddviti hrepsnefndar Þórshafnarhrepps, þegar hann flutti frá Þórshöfn. Kæri vinur. Þessi fátæklegu orð eru engin æviminning, aðeins örstutt kveðja af norðlægri strönd, með kærri þökk fyrir kynninguna og samskiptin. Ég trúi því, að þú sért farinn til „meiri starfa Guðs um geim.“ Halla min. Ég flyt þér, börnunum og aðstandendum öllum, innilegustu samúðarkveðjur mínar og minna og bið algóðan Guð að blessa ykkur og styrkja. ÓIi Halldórsson í dag er til moldar borinn góðvinur okkar, Ragnar Ragnarsson dýralæknir. Harmi okkar verður ekki með orðum lýst og söknuðurinn er sár. í vinahóp okkar hefur stórt skarð verið höggvið sem aldrei verður fyllt né fyrir bætt, þvi vandfenginn er vinur trúr. Ragnar var sá vinur sem i raun reyndist. Almættið gefi þeim styrk er syrgja. Elsku Halla, við vottum þér, börnunum og aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Ólafur Rafn Jónsson Elín Jakobsdóttir Þórshöfn Þistilsfirði Guðný Pálsdóttir frá Húsavík Fædd 24. júli 1915. Dáin 29. desember 1981. „Hálfa leið hugurinn ber mig, það hallar norður af.“ Lítil stúlka með björt og skær augu og hrokkinkoll situr á kné afa sins, sem hefur sömu björtu augun en hárið silfurhvitt. Hún spyr og hann svarar og ekki má á milli sjá hvort ánægðara er. Þetta er mín fyrsta minning um Guðnýju Pálsdóttur, sem við minnumst i dag, en kveðjum ekki, þvi hún var ein af þeim, sem maður minnist oft en kveður aldrei - svo ógleymanleg er hún vinum sínum. Guðný Pálsdóttir var fædd í Húsavík 24. júlí 1915, dóttir merkishjónanna Þóru Guðnadóttur og Páls Kristjánssonar, sem ásamt Helgu Guðnadóttur og Aðalsteini Kristjánssyni reistu rausnargarð um þjóðbraut þvera á þessum forna stað i landnámi Garðars Svavarssonar norður við Dumbshaf, þar sem sólin gengur ekki undir um jónsmessuleytið en skammdegið er svart og þungt. ííjessar andstæður i umhverfinu gengu í gegnum lif hennar allt, en þrátt fyrir þunga heilsuleysis og ástvinamissi voru þó birtan og gleðin ríkustu þættirnir í skapgerð hennar og lifi. Það verður öllum óskiljanlegt, sem fylgdust með baráttu hennar til að lifa og starfa, hvernig hún næstum daglega hin siðari ár kleif þritugan hamarinn og skilaði sinu dagsverki. En henni var líka mikið gefið: frábærar gáfur og listfengi, sem öll hennar verk báru vott um, hvort heldur var i skrifstofustarfi hennar hjá Þórði Sveinssyni & Co. og síðar Vífilfelli hf. eða fagrar hannyrðir hennar. Okkur vinum hennar verður þó minnisstæðast hve framúrskarandi skemmtileg hún var, fyndin og orðheppin. Hún var mikill vinur vina sinna og tryggð hennar eftir því. En hún stóð aldrei ein. Kristbjörg systir hennar var sá bakhjarl sem aldrei brást. Eftir lát föður þeirra, sem fluttist til Reykjavíkur og átti með þeim heimili sitt síðustu ár og naut þar einstæðrar umhyggju þeirra, héldu þær tvær heimili saman í Álftamýri 4. Það heimili verður öllum minnisstætt sem þvi kynntust. Þar fóru saman fáguð smekkvlsi og fagrir munir, gerðir af hagleikshöndum föður þeirra, en umfram allt einlæg gestrisni. Ásdis Aðalsteinsdóttir frænka þeirra, en þær voru systra- og bræðradætur, stóð alla tíð með þeim I gleði og sorg og siðar sonur henneg og hans fjölskylda. Fátt er betra á lifsleiðinni en kynnast góðu fólki. Þvi segi ég nú: Guðný, hafðu þökk fyrir allt. Sigriður S. Bjarklind. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.