Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Blaðsíða 6
Reidar G. Albertsson, kennari Fæddur 10. júlí 1928 Dáinn 2. apríl 1982 Hér þegar verður hold hulið i jarðar mold, sálin hryggðarlaust hvílir, henni Guðs miskunn skýlir. H.P. (Ps. 17) Hvað getum við syndugir menn öðlast dýrmætara en eilíft skjól Guðs miskunnar? Eiga Guðs son fyrir forsvarsmann frammi fyrir dómstóli Guðs. Á dauðastund og dómsins tíð, Drottinn, þar skal min huggun blið orð þitt er sama: Ég em hann, sem inn þig leiði í himna rann. Pjón minn skal vera þar ég er.“ Því hefur þú Jesú, lofað mér; Glaður ég þá í friði fer. H.P.(Ps. 5) Hvílíkur auður, hvilík blessun að eiga slíkt traust og öryggi að veganesti út yfir gröf og dauða. Eða er það e.t.v. ekki raunverulegt, heldur eigið hugarfóstur og sjálfsblekking? Ef viðkomandi byggir á eigin ágæti, eigin verðleikum, þá er holt undir fæti. En ef sá hinn sami byggir traust sitt allt á náð Guðs og réttlæti Jesú Krists, svo hann, Jesús. geti sagt: „Þjónn minn skal vera þar ég er.“ Þá er hægt að segja þetta með fögnuði Guðs hjálpræðis. Reidar átti þetta hjálpræði, þessa trú. Hann var lika þjónn Guðs í því að bera blessun hans til meðbræðra sinna. Dýrmætasta gleði hans var að vera notaður sem farvegur Guðs blessunar til þurfandi sálna meðbræðra sinna. Þetta varð í auknum mæli eftir að hann tók þann sjúkdóm, sem nú hefur gjört hann allan. Þær voru ófáar ferðir hans til sjúkra, til þess að eiga með bæn. Hann vildi líka hlýða Guðs orði í Jakobsbréfinu 5, 14-15. „Sé einhver sjúkur yðar á meðai, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum, og trúarbænin mun gera hinn sjúka heilan og Drottinn mun reisa hann á fætur og þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt munu verða honum fyrirgefnar.“ Þetta var honum köllun, sem hann rækti i kyrrþey, að undangenginni ráðfæringu við orð Guðs og bæn, svo handleiðsla Guðs væri örugg. í kristilega tímaritinu Rödd í óbyggð eru margar dýrmætar greinar, sannar perlur, sem hann hefur þýtt, aðallega úr norsku. Hann átti einnig mikið af góðum bókum, bæði á norsku og ensku, sem hann var óspar á að lána kunningjunum. Þar hef ég fyrir mikið að þakka og mikils að sakna. Leiðir okkar Reidars lágu fyrst saman, um kristið samfélag ungs fólks á árunum 1946-1947. Ég var þá nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. Stuttu seinna fékk ég leigt húspláss hjá foreldrum hans og urðum við þá herbergisfélagar. Síðan lágu leiðir okkar saman í kennaraskól- anum, ásamt Dagnýju systur hans. Seinna, þegar leiðir skildust, ég flutti til Vestmannaeyja, þá hélst samt hans góða vinátta og tryggð. Þar á bar aldrei skugga. Siðan 1963 að ég fluttist til Akraness, urðu samskipti okkar aftur meiri. Þá fyrst fór ég að kynnast bókunum hans og hjálpaði við útvegun góðra bóka frá Noregi. Og þegar erfiðleikar mættu mér, þá naut ég hjá honum slíkrar hjálpar og vináttu, semvar mér ómetanleg og aldrei fullþökkuð. Odarön, kona hans, átti þar einnig stóran hlut í. Já, það var gott að koma til þeirra hjóna. Blessun að hafa átt vináttu þeirra og notið fómfúss kærleika þeirra. Reidar kvæntist árið 1961, Oddrúnu Jónas- dóttur. Hann sótti hana til Noregs, eins og faðir hans hafði á sínum tíma sótt sina konu og móður Reidars, sem nú er háöldruð. Hún hefur misst mikið þegar Reidar er farinn, því þeirra samband var náið og einlægt. Reidar var fæddur og uppalinn vestur í Jökulfjörðum, á Hesteyri. Faðir hans, afi o.fl- ^ ættmennum hans, voru miklir atorkumenn, sem eins og allir urðu að gera, unnu hörðum hönduiu fyrir daglegum þörfum. Það var að mestu sótt í greipar Ægis, oftast á litlum árabátum, sem þurft1 að setja upp fyrir flæðarmál eftir hverja sjóferð- Ennfremur sóttu menn af þessum slóðum s^r björg i bú í fuglabjörgin. Allar samgöngur voru erfiðar. Á landi mest fótgangandi með farangurinn á bakinu. Á sjónum á árabátum. Þetta, ásamt fleiru, stuðlaði að því, að á þessum slóðum urðu menn dugmiklir, áræðnir °i úrræðagóðir atorkumenn. Við þessa átthaga, þetta harðbýla svæði lands vors, hefur fólkið, sem ólst þar upp °8 afkomendur þess, bundist sterkum tryggðar' böndum. Reidar var þar engin undantekning. Fjölskyld® hans vildi ekki selja eignir sinar á Hesteyri, þegar þau fóru burtu, en hafa haldið þeim við og dvalið þar iðulega um tíma að sumrinu. Það var gjarnan farið i gönguferðir á Strandir eða í Víkumar. Þa® var gaman að heyra Reidar segja frá þessum ferðum. Þá fléttaðist inn i saga fólksins sem hafð' verið á þessum stöðum. En nú er Reidar horfinn úr hópi þeirra sem ferðast um Strandir. Hann hefur verið kallaðut heim fyrr en við bjuggumst við. Það er ekki öllum gefið að verða gamlir. En margir munu minnast hans með þakklæti fyrir þá blessun sem þeir nutu af kynnum sínum við hann. Ég vil votta eiginkonu, aldraðri móður og tengdamóður og öðrum ástvinum hans samúð og hluttekningu. Guð gefi ykkur blessun og frið. Jesús segir: Ekki mun ég skilja yður eft>r munaðarlausa. Ég kem til yðar. Jóh. 14,18. Blessuð veri minning þín, Reidar, og þökk fýnr allt. Guðbjartur Andrésson 6 Islendingaþaettii'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.