Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 6
Sigurður Thorcxidsen Framhald af bls. 5 a.m.k. þar sem hann beitti sér, en það sem á kann að hafa vantað bætti hann upp með innsýn fyrst en síðar einnig reynslu. Jafnframt segist hann alltaf hafa haft mannalán. Við sem þekkjum Sigurð „gamla“ á stofunni hugsum líklega minna um verk hans utan hennar en innan. Hann hefur sérstaka hæfiieika til þess að stjórna og umgangast fólk þannig að þægilegur andi haldist á vinnustað án þess þó að gefa eftir á kröfum um afköst og gæði. Mannseðlið má segja að sé samsett úr ýmsum þáttum svo sem greind, minni, gæsku, dugnaði, metnaði, hégóma- girnd, viðkvæmni, tilfinningasemi og fleira. Þættir þcssir hafa misjafnt vægi hjá hverjum og einum og ná mismiklum þroska eftir aðstæðum. Sigurður hefur náð að þroska með sér þá þætti er mestu varða í manniegum samskiptum án þess þó að slaka um of á öðrum. En síðast og ekki síst. Hann hefur líklega aldrei látið eftir sér að finnast vérkefni leiðinlegt. Sigurður hefur lifað og starfað með ágætum í anda vísunnar: Að lifa kátur líst mér mátinn bestur. Þó að bjáti eitthvað á út því hlátur gera má. Sigurður Thoroddsen er barn síns tíma órofa tengdur því sem áður var, en jafnframt áhugasamur um nýjungar og framfarir. Nafnið Sigurður Thoroddsen hefur tengst verkfræði hér á landi frá því er verkfræðin fluttist hingað sem sérstök fræðigrein í lok 19. aldar. Fyrstur var Sigurður Jónsson Thoroddsen og síðar Sigurður Skúlason Thoroddsen bróður- sonur þess fyrsta. Báðir héldu þeir verkfræðimerkinu á lofti með sóma og höfðu stéttarstolt. Verkfræðistofan sem Sigurður stofn- aði og rak ber áfram nafn hans og verður vonandi til þess að tengsl nafnsins og verkfræðinnar haldist. Kveðja frá starfsfélögum Jón Þröstur Hlíðberg flugmadur Dauðinn má svo með sanni, samlíkjast þykir mér. Slyngum þeim sláttumanni, er slær allt hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt. Reyr, stör sem rósir vænar, reiknar hann jafn fánýtt. Þannig lýsir sálmaskáldið, Hallgrímur Péturs- son, lokastigi lífsgöngunnar, sem við köllum dauða, og síðar í sama sálmi „Hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí“. Þessi staðreynd laust okkur öll svo þungt er við fréttum af hinu hörmulega flugslysi er átti sér stað 20. júlí s.l. Morguninn eftir er ég mætti á vinnustað þá er ég kallaður í símann og konan mín er að tilkynna mér þessa miklu harmafregn. Ó, hvað mér fannst gott að vera einn við vinnu mína næstu stundir, á meðan barist er við að ná einhverju jafnvægi hugans, því lífið verður að hafa sinn gang þrátt fyrir hin dimmu él og ekki til neins að mögla þó stöðugt leiti á hugann „af hverju?“. Frændi minn Jón Þröstur Hlíðberg sem hér verður kvaddur hinstu kveðju var fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1957 og ólst upp hjá foreldrum sínum Unni Magnúsdóttur og Hauki Hlíðberg að Álfhólsvegi 31 Kópavogi, ásamt þrem systkinum sínum, er nú syrgja soninn og bróðurinn trausta og góða. En minningin um góðan dreng, lifir og verður ekki frá okkur tekin. Fljótt sást hvað Jón Þröstur gekk heill og hiklaust að því er hánn tók sér fyrir hendur, hvort sem var nám eða starf. Þannig hafði hann lokið bæði iðnnámi í vélvirkjun og atvinnuflugprófi 21 árs. Það finnst mér segja meira en mörg orð. Fyrir rúmu ári síðan var ég við brúðkaup þeirra, Arndísar Bjargar Smáradóttur og Jóns Þrastar, er hann gekk að eiga sína indælu konu sem var eitt af hans gæfusporum. Þá var um leið skírður litli indæli sonurinn þeirra. Það var sannarlega gleðistund. Þau voru svo samvalin hvort fyrir annað og hamingjan virtist brosa við. Svo er klippt á allt þetta svo snögglega. Svona er lífið og því fáum við ekki breytt. Fullkomin hamingja annars vegar eða sárasta kvöl. Þvílíkar andstæður. En við verðum að biðja og vona að guð leggi Iíkn með þraut. Að kvöldi brúðkaupsdagsins kvaddi ég Jón Þröst í síðasta sinn. Það atvikaðist nú einhvern- veginn svo að við hittumst ekki þennan tíma. Já, bilið er mjótt milli blíðu og éls og brugðist getur lukkan frá morgni til kvölds. Já, sem guðirnir elska deyja ungir. En ég trúi því að líf sé eftir þetta líf ogkallað sé til annarra og meira að starfa guðs um geim. En þegar ég lít til baka yfir lífsgöngu frænda míns finnst mér hann hafa verið barn hamingjunn- ar þessa stuttu ævi. Hann tamdi sér reglusanian og heilbrigðan lífsmáta, honum gekk vel í námh komst á samning hjá vegagerðinni og hafði þar oft góðar tekjur, auðvitað með því að vinna mikið en þetta gaf aftur möguleika til að sinna aðal áhugamálinu flugnáminu. Þá eignaðist hann konuna, sem hann elskaði og með henni húa drenginn, augasteininn beggja foreldranna. Þá fékk hann að síðustu þá ósk sína uppfýh*3 að fá fasta vinnu við flugið hjá ágætum vinnuveitanda. Hæfni hans var mikil og flugpróf með ágætum. Þetta finnst mér mikil lífsfylling hjá svo ungum manni. Við kveðjum þig frændi með virðingu og þökk fyrir sumurin tvö, sem þú varst hjá okkur. Frá þeim eigum við góðar minningar er nú verða i hugum okkar, gimsteinum betri. Við systkinin frá Flögu og fjölskyldur okkar, sendum Jóni Hlíðberg afa hans, foreldrum og systkinum, Arndísi elskulegri eiginkonu hans og syninum unga og öllum öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Góður engill guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð léttir birgðar angist eiðir engill sá er vonin blíð. ^ ^ j Árni Magnússon- Islendingaþaettii'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.