Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Miðvikudagur 8. desember 1982 — 47. tbl. TÍMANS
Finnur
í Eskiholti
Fæddur 1. októbcr 1887
Dáinn 12. nóvember 1982
Á laugardaginn var til moldar borinn Finnur
, Ve'nsson, fyrrum bóndi í Eskiholti í Borgar-
rePPÍ. Með honum er fallinn einn af þeim góðu
m°nnum, sem íslenzk bændastétt hefur alið;
sJalfmenntaður, listrænn hagleiksmaður, ötull til
a lra verka og góður bóndi.
Pmnur Sveinsson var Dalamaður, fæddur á
vennabrekku í Miðdö|um, og voru foreldrar
®ns Sveinn Finnsson, bóndi á Kolsstöðum og
f1 ar 1 Eskiholti, Sveinssonar frá Háafelli og kona
ans Helga Eysteinsdóttir frá Fremri-Hundadal,
alldórssonar. Eignuðust þau hjón Sveinn og
elga 11 börn, sem þau ólu upp á Kolsstöðum.
^ystkinin á Kolsstöðum voru listræn og fær til
rar handavinnu. í þeim bjó sá neisti, sem getur
KaPað listaverk, enda urðu listaverkin til bæði í
nnöagripum bræðranna og saumaskap systranna.
unnust þessara verka eru listaverk myndhöggv-
fans Ásmundar Sveinssonar, sem glatt hefur
8u listunnenda og aukið hróður íslenzks
nandverks.
F'nnur Sveinsson var ekki eftirbátur systkina
nna í handverki. Hann smíðaði ýmsa góða gripi
m hann lét öðrum í té. Kunnustu gripir hans
nt rokkar, sem hann smíðaði og seldi svo
... ndruðum skipti og annaði ekki eftirspurn.
E'nnur
var eftirsóttur húsasmiður og lagði hann
1 .. Cllliauuui llUhdMlllUUI ug
nd að mörgum byggingum bænda.
g ^r'ð 1925 fluttu foreldrar Finns að Eskiholti í
, 0r8arfitði, ásamt börnum sínum. Þeir, sem
ekkja hvort tveggja, landið á Kolsstöðum og
ugnað og framsýni foreldra og systkinanna á
° sstöðum, geta vel skilið þá ráðstöfun, þótt
jj1. '* eftirsjón hafi verið að þeim úr bændastétt í
0 "m. Á Kolsstöðum er þröngt, þó landið sé
^°ft, en Eskiholtið er landmikil jörð og góð. Þar
ar því rýmra til allra búskaparlegra athafna.
Arið 1930 kvæntist Finnur Jóhönnu Maríu
p,ristjánsdóttur frá Þorbergsstöðum í Dölum.
re, rar Jóhönnu voru hjónin Kristján Tómas-
fr.n a ft°rbergsstöðum og Jóhanna Stefánsdóttir
"mh n'^U' ^ar Kristlán einn mesti búhöldur
Paii á sinni tíð og hlaut m.a. Dannebrogsorðu
'stjáns níunda Danakonungs fyrir ræktunar-
, ■ Jóhanna var tilfinningarík, næm og greind
na’ sem ávallt tók málstað þess, er hallað var
.,,u08 reyndi að laða fram hið góða í orði og
athofnum.
f0^ur °g Jóhanna tóku við búi í Eskiholti af
Um Finns ásamt Bjarna, bróður Finns, og
Sveinsson
konu hans Kristínu Guðmundsdóttur. Bjuggu
þau Finnur myndarlegum búskap í Eskiholti allt
fram á síðustu ár, er sonur þeirra Sveinn tók við
búinu. Börn þeirra Finns og Jóhönnu urðu sjö
talsins, og eru sex þeirra á lífi.
Árið 1976 lézt Jóhanna. Var hún Finni mikill
harmdauði, enda hafði hjónaband þeirra verið
afar gott og þau hjónin samrýmd í bezta lagi.
Sannaðist á þeim, hversu mikil gæfa það er fólki
að fá lífsförunaut sem skilur skoðanir þeirra og
tilfinningar og leitast við að þroska hvoru tveggja.
Það fer ekki hjá því að slíkt fólk bætir umhverfi
sitt og samferðarmenn.
Blessuð veri minning þeirra hjóna Finns
Sveinssonar og Jóhönnu Maríu Kristjánsdóttur í
Eskiholti.
Jón Hólm Stefánsson.
t
■ Finnur Sveinsson, föðurbróðir minn í Eski
holti í Borgarfirði, er látinn, 95 ára gamall. Hann
var einn ellefu barna þeirra Sveins Finnssonar og
Helgu Eysteinsdóttur, sem lengst bjuggu á
Kolsstöðum í Miðdölum vestur. Árið 1925 fluttu
þau að Eskiholti í Borgarhreppi og bjuggu þar
síðan. Af sonum þeirra lést Eysteinn, sá elsti,
ungur, en fjórir héldu að heiman: Ásmundur
myndhöggvari, Benedikt, skrifstofumaður, síðast
í Borgarnesi og látinn fyrir allmörgum árum,
Hallsteinn smiður í Reykjavík og nú í Borgarnesi,
og Sigurður fyrrum aðalbókari í Reykjavík. Af
dætrunum ílentist Ingibjörg í Borgarfirðinum, en
til Reykjavíkur fluttust Þórdís saumakona, nú
látin, Anna fyrrum verkstjóri, og Þorgerður
kennari og húsmóðir.
Það kom hins vegar í hlut tveggja bræðranna,
Finns og Bjarna, að taka við búi föður síns í
Eskiholti. Þeir eignuðust báðir góðar konur,
Finnur kvæntist Jóhönnu Kristjánsdóttur frá
Þorbergsstöðum í Laxárdal, en Bjarni fékk
Kristínar Guðmundsdóttur ffá Skálpastöðum í
Lundarreykjadal. Þessi tvenn hjón gerðu garðinn
frægan í Eskiholti um langt árabil, bjuggu þar
myndarbúum, og er Finnur hinn síðasti þeirra
fjögurra sem fellur frá.
Þeir Kolsstaðafeðgar fengu snemma orð á sig
fyrir að vera smiðir góðir. Steinhúsið, sem þeir
reistu á Kolsstöðum, stendur enn og ber þeirri
gáfu þeirra gott vitni. Finnur heitinn sór sig í
flokkinn um hagleikinn, og framan af var hann
annálaður fyrir rokkasmíði sína. í Eskiholti reistu
þeir bændurnir sér síðan tvö myndarleg íbúðar-
hús, sem standa þar uppi á hólnum með víðu
útsýni og gera þar verulega staðarlegt heim að líta.
Ég dvaldist fjögur sumur sem barn f sveit hjá
þeim Finni og Jóhönnu, og af henni hafði ég
margvísleg góð kynni allt þar til hún lést 1976. Ég
má kannski nefna það hér að hún var í mínum
augum ein af þessum stórbrotnu sveitakonum sem
telja síður en svo eftir sér að fórna öllu sínu fyrir
heimili og börn. Það var alltaf gott að hitta hana
fyrir, og góð húsmóðir var hún í öllu sínu lífi og
starfi. Þau Finnur eignuðust sjö börn, elst var
Helga, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Jóni Má
Þorvaldssyni prentara, en hún lést langt um aldur
fram 1978. Hin eru Kristján bóndi í Laxholti,
kvæntur Guðlaugu Kristjánsdóttur, Guðrún hús-
móðir í Keflavík, gift Sigurgeiri Þorvaldssyni
lögregluþjóni, Svava húsmóðir í Bóndhól, gift
Jóni Guðmundssyni bónda, Sveinn bóndi í
Eskiholti, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur, Rósa
húsmóðir og handavinnukennari í Búðardal, gift
Jóni Hólm Stefánssyni ráðunaut, og Ása húsmóðir
og fóstra á Blönduósi, gift Kristjáni Helgasyni
tæknifræðingi.
Framhald á næstu síðu