Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Síða 2
Hafþór Helgason
kaupf élagss tj óri
Fæddur 12. janúar 1945.
Dáinn 26. október 1982.
„Skjótt hefir sól brugðið sumri“.
Hörmulegt slys hefir skeð í ofviðrinu 26.
október s.l. Fórst þá Hafþór Helgason, kaupfé-
lagsstjóri með flugvél sinni í hafið úti fyrir
Vestfjörðum. Helfregnir þurfa ekki skýringa við.
Hafþór var fæddur í Reykjavík, foreldrar hans
voru Helgi Jóh. Hafliðason, bifvélavirki, dáinn
fyrir mörgum árum og Sigurbjörg íónsdóttir,
Halldórssonar, bónda í Framnesi, Rangárvalla-
sýslu.
Hafþór var maður fjölhæfur, hlaðinn orku,
áhuga og bjartsýni og hlífðist hvergi við, enda var
af svo ungum manni að vera búinn að kynnast
mörgum greinum atvinnulífsins; var á bátum
unglingsárin svo og togurum. Hann tók próf úr
Verknámsskólanum í Reykjavík árið 1962 og
sama ár skipstjóraprófi með réttindum á 30 tonna
bátum. Einkaflugmannspróf árið 1965. Atvinnu-
flugmannsprófi með blindflugmannsréttindum 1975
og ‘76.
Hann dvaldist í Þýskalandi árið 1967, við nám
og störf í bílaverksmiðju. Rak um tíma eigið
bílaverkstæði í Garðabæ. Hann vann á rannsókn-
arstofu ísals 1969 og starfsmaður hjá Þórisósi frá
1970-‘73. Framkvæmdastjóri og meðeigandi í
Flugfélaginu Vængir hf. 1973-76. Kaupfélags-
stjóri hjá Kaupfélagi Saurbæinga í Dalasýslu frá
1977 til vors 1980.
Finnur Sveinsson
Ég kynntist Finni frænda mínum og öllu fólki
hans vitaskuld vel þegar ég var hjá þeim, og frá
þeim tíma á ég margar góðar minningar. Ég var
sjö eða átta ára þegar ég kom þangað fyrst,
borgarbarn, og svo hræddur við hundana á
bænum að fyrstu dagana þorði ég varla út. En
heimilisfólkið kom mér fljótt í skilning um að þeir
væru ekki mannskæð óargadýr af ætt Ijónanna
sem maður þekkti á þessum árum úr Tarsanbók-
unum, og eftir það leið ekki á löngu uns þeir voru
orðnir perluvinir mínir. í stuttu máli, þá var mér
vel tekið á þessum bæ, og ég komst fljótlega að
raun um að allur heimilisbragur var þarna til
fyrirmyndar.
Finnur var að vísu fremur afskiptahægur um
okkur krakkana dags daglega, en þó varð heldur
gott á milli okkar allt frá byrjun. Sjálfur hef ég
áreiðanlega litið mikið upp til hans, því að fyrir
áhrif frá fyrirmynd hans hlýtur það að hafa verið
að ég var í mörg ár um þetta leyti fastákveðinn í
að verða bóndi. Eftir á skoðað er mér það líka
einna minnisstæðast úr fari hans hvað hann var
geysilega vinnusamur og ósérhlífinn til allra
verka. Hann var ekki tiltakanlega mikill fyrir
mann að sjá, en ákaflega seigur og kannski
umfram allt verklaginn. Það var ekki hægt að
segja að hann væri vinnuharður, heldur miklu
fremur vinnuglaður og úthaldsgóður við vinnu.
Þegar lífsbjörgin var í húfi um heyskapartímann
var hugurinn svo mikill að hann hélt áfram
myrkranna á milli og féll aldrei verk úr hendi.
Sem húsbóndi gaf hann ógjarnan harðar skipanir,
heldur leiddi lið sitt með eigin forystu. Hann var
jafnlyndur og skapgóður, gat verið léttstríðinn
þegar því var að skipta, en ekki þó til meins. Hann
var einnig fastur fyrir, eins og þeir verða gjarnan
sem venja sig á að ganga ekki frá verkum sínum
óloknum. Þó var hann léttur í skapi og gjarnan
glettinn í góðan hóp. Ég held að hann hann hafi
alltaf verið heldur lítið fyrir að láta að sér kveða
á fundum og mannamótum, en þó var hann vel
metinn í sveit og héraði, enda góður bóndi og bjó
rausnarbúi allan þann tíma sem ég þekkti til.
Búskapurinn var líf hans og yndi, og úthaldið og
seiglan voru aðalsmerki hans. Ég held að hann
hafi litið svo á að bestu laun, sem lífið gæti veitt
sér, væru að honum tækist að sjá búi sínu vel
borgið. Og hann fékk að njóta þess að fá þessi
laun.
Eftir að Finnur lét búið í Eskiholti í hendur
sonar síns, Sveins, lifði hann í rólegri elli og naut
góðrar heilsu. Það æxlaðist þannig að á þeim árum
áttum við hjónin oftlega leið um Borgarfjörðinn,
og þá komum við tíðum í Eskiholt. Mér þótti þá
alltaf vænt um að fá tækifæri til að hitta Finn.
Hann hélt geðprýði sinni og jafnlyndi óskertu til
efstu elli, og hann fann sér stöðugt eitthvað til að
fást við, því að verklaus kunni hann ekki við sig.
Persónulega þótti mér notalegt að verða þess var
að hann fylgdist jafnan vel með því hvemig mér
vegnaði. Sama máli gegndi um hitt, sem mér
fannst stundum, að væri engu líkara en á því
örlaði að honum þætti hann eins óg allt að því
eiga dálítinn hlut í mér, frá því um sumrin sem
ég var hjá honum og Jóhönnu. Finnur var raunar
ekki orðmargur um eigin tilfinningar, en þó held
ég að allir þeir, sem honum voru einhvern tíma
háðir, geti borið um að hann átti ómælt af þeirri
geðhlýju sem yljar ungviði á viðkvæmu skeiði —
og sparaði hana ekki.
Ég hitti Finn síðast fyrir rúmu ári, en þá var
hann í Bóndhól hjá Svövu dóttur sinni. Ég fann
það þá greinilega að hann var talsvert farinn að
byrja undanhaldið fyrir Elli kerlingu, en þó held
ég að hann hafi enn þekkt mig. Og nú er hann
lagstur til hvíldar sem hann var vel að kominn
eftir langt og strangt ævistarf. Við ættingjar hans
og vinir þökkum honum fyrir allt.
Eysteinn Sigurðsson.
í júní 1980 tók Hafþór við Kaupfélagi ísfir^'
inga. Hófust þá kynni okkar um haustið t' gegnU'*1
störf við sláturhúsið, þar sem ég hafði í mörg
verið réttárstjóri og gærumatsmaður, en bsö
þessi störf leiddu af sér mikil kynni við kaupféla£s
stjórann.
Mér varð það fljótlega ljóst að þama ver engi|in
meðalmaður á ferð, kappið og ósérhlífnin var
frábær.
Haustið 1981 er eitt það erfiðasta, sökum fanna
og illviðra, flutningur á búfé til slátrunar var mjnS
erfiður og það var ekki ósjaldan sem Hafþór
í þau verk sem þurfti að sinna, gerði við bíla 1
snatri og dreif allt í gang, en þessu hafði maðnr
aldrei átt að venjast fyrr. Atorkan var svo frábsr’
bjartsýnin á meiri umsvif og allt virtist þetta vt’ra
honum svo létt og ljóst í framkvæmd, eins og k°-
svo skýrt fram á síðasta stjórnarfundi er við sátum
með honum þann 21. októbers.l. Þarvorurædda
framtíðarhorfur félagsins og fleira.
Jafnframt sem hann horfði fram með næmum
skilningi á raunveruleika viðskiptalífsms
straumkasti tímans. En svo er hann horfinn, 8
hrunið sem við treystum mest á, en svona er h
hverfult. Sagt er að tíminn græði öll sár, en Þaö
var sárt að sjá af honum svóna fljótt úr leiknum-
Þau hjónin áttu 3 syni, 16 ára, 9 ára og 2 ara-
Nú þegar Hafþór er allur þá er mér efst í huSa
þakklæti fyrir að fá að kynnast slíkum ofurhuga
og bjartsýnismanni. Þessu fylgja óskir um far,’r
heill, honum til handa til þeirra fjarlægu straiid
sem við eigum öll eftir að sigla til. .,
Eiginkona Hafþórs, frú Guðný G. KristjaD
dóttir stóð jafnan við hlið manns síns, trygg °f
styrk í öllum þessum miklu umsvifum. Hjá he>in|;
sem mest hefir misst og sonum þeirra dvelur ^
hugur okkar hjóna. oc á sárri skilnaðarstu
vottum við þeim innilega samúð í hörmum þeirra-
Megi þeim veitast Guðs styrkur. ,
Fagrahvammi 20. nóvember 19
Hjörtur Sturlaugss°_n'
islendingaþ®tíir