Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Page 4
Jón Gíslason frá Hofi Fæddur 2. ágúst 1900. Dáinn 13. j úní 1982. Öll höfum við fyrirheit um að eitt sinn skal hver deyja, m.ö.o. sú stund kemur fyrir alla menn að hver og einn einasti jarðlífsbúi verður að segja skilið við þetta líf þegar sá tími er fullnaður sem skapari okkar hefir fyrirbúið okkur að búa hér á þessari jarðkringlu. Stundum finnst manni kannski að kallið komi óþarflega snemma, en það er víst ekki okkar mannanna að ákveða neitt um slíka hluti, en eins og allir vita er það aðeins skapara allra hluta að ákveða tímaskil hvers og eins. Fólk er kallað til brottfarar á öllum aldri og oft að manni finnst við óskiljanlegar kringumstæð- ur. Á fjöldadögum lífs okkar heyrum við í fjölmiðlum andlát samborgara okkar þekktra og óþekktra, jafnvel þarf ekki fjölmiðla til að flytja okkur sorgarfréttir, eða máski eitthvað annað sem okkur finnst sláandi á einn eða annan hátt. Jafnvel þótt samferðamaður á háum aldri sé kallaður héðan er það nú svo, að hryggð slær jafnan á þá sem eftir standa þótt vitað sé að komið er tíðum að skapadægri. Svo óviðbúin erum við jafnan því sem fyrirfram er vitað að skammt muni vera að bíða. Pegar svo áhrifafregnir berast manni til eyrna brjótast minningarnar. fram í hugann. Margs er að minnast og margs er að sakna. Minningarnar eru svo margþættar og óteljandi. Þann 13. júní 1982 lést á Akureyri fyrrum nágranni minn, eitt sinn húsbóndi, góðkunningi, og vinur alla tíð síðan Jón Gíslason frá Hofi í Svarfaðardal. Þótt æfi háns væri nokkur orðin á mælikvarða nútímamannsins leit ég hann ætíð í huga mínum þann sama Jón á Hofi eins og manni var títt að nefna hann frá fyrstu kynnum, enda sú fjarlægð sem milli okkar var síðari árin orsakaði það að útlitsbreyting sem í hugann var greipuð frá síðustu kynnum var naumast hugsanleg. Það kom því yfir mig sem reiðarslag þegar ég heyrði lát hans nefnt í fjölmiðlum, það hafði ekki hvarflað að mér að kynnum okkar hér í lífi væri lokið, né heldur að hann yrði kallaður á undan mér þótt hann væri nokknum árum eldri. En svona er sagan. Hún er endurtekin ár eftir ár, öld eftir öld. Enginn veit hver næstur verður. Ef til vill verður það ég. Ef til vill verður það þú sem lest þessar línur, eða þú sem aldrei lest þær. Það er okkur hulið. Kannski er okkur það líka best að vita sem minnst fram í tímann umfram það sem við höfum og okkur hefir verið gefið. Trúlega mætti álíta það, enda þótt mannsheilinn sé einlagt að grufla, og margvísleg viðfangsefni ávinnist, t.d. margs konar vísindi o.fl. Þótt ég hafi tilhneigingu til að minnast Jóns sál. míns kæra góðkunningja nokkrum orðum kenni ég mig tæplega færan um Jón Hjálmarsson staðið og miklu afkastað. Ofan á þetta bættust mörg ábyrgðarstörf fyrir sveitarfélagið og mátti segja að Jón legði hverju máli lið sem til framfara horfði. Hér verða ekki rakin félagsstörf Jóns Hjálmars- sonar,það gera eflaust aðrir sem betur þekkja til. Hins vil ég geta að hann var samvinnumaður í þess orðs bestu merkingu og gegndi trúnaðarstörf- um hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps. Heimili Hólmfríðar og Jóns var rómað fyrir gestrisni og myndarbrag og margir lögðu þangað leið sína. Þau voru bæði góðir fulltrúar íslenskrar gestrisni og bændamenningar. Húsbóndinn hinn prúði, rólegi maður, þéttur á velli og þéttur í lund, fumlaus, gléttinn í svörum og mjög vel hagmæltur, þó hann flíkaði því ekki að jafnaði. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og var sjálfur prýðilega ritfær eins og sjá má af því sem eftir hann liggur á prenti. Fólk sóttist eftir að koma börnum sínum til sumardvalar í Villingadal og komust þar færri að en vildu. Úr hópi þeirra unglinga eignuðust hjónin marga ágæta vini. 4 Börn Jóns og Hólmfríðar eru þrjú: Ingibjörg kennari, Gunnarskólastjóri í SóIgarðiogGuðrún, sem lokið hefur námi í Samvinnuskólanum. Öll eru þau efnisfólk eins og þau eiga kyn til. Fjölskyldan hefur mikið misst, en sú er huggun harmi gegn, að hér er kvaddur góður drengur, sem ekki mátti vamm sitt vita. Ég votta Hólmfríði vinkonu minni,börnum þeirra og öðrum aðstand- endum dýpstu hluttekningu. Við Jón Hjálmarsson vorum s'ystrabörn en ólumst upp sitt í hvorri sýslu. Þegar ég kynntist þessum frænda mínum myndaðist vinátta milli heimila okkar og styrktist hún eftir því sem árin liðu. Mörg sumur dvöldum við hjónin nokkra daga í Villingadal og áttum þar ógleymanlegar stundir. Einnig var eldri sonur okkar þar nokkur sumur og fáum við aldrei fullþakkað umhyggjuna sem hann varð þar aðnjótandi. Fyrir þetta og ótalmargt annað þakka ég af heilum hug og kveð þennan látna merkisbónda með hans eigin orðum. í bókina Byggðir Eyjafjarðar ritaði hann lýsingu Saurbæjarhrepps og ágrip af sögu hans og lýkur henni með þessum orðum: „Ég legg frá mér pennann með eftirsjá, þar sem enn er svo mikið ósagt“----- Ingibjörg Björnsdóttir það svo vel sé, vegna þeirra mannkosta sem hann átti að mínum dómi, en mér finnst skyldan knýja mig til þess. Jón var fæddur að Syðra-Hvarfi > Svarfaðardalshreppi þann 2. ágúst árið 1900sonur hjónanna þar Gísla Jónssonar og Ingibjargar Þórðardóttur, mætra hjóna og víða þekktum. Þar sem ég hefi ekki ábyggileg ártöl læt ég stikla á stóru, en í frumbernsku mun Jón hafa fluttst með foreldrum sínum frá Syðra-Hvarfi niður að Hofi í sömu sveit, þar sem hann átti heimili sitt upp frá því, utan nokkur síðustu árin. Svo samgróinn var Jón heimilinu þá hann óx úr grasi að tæpast vissi ég þess dæmi að hann færi þaðan til nokkurs verks annarsstaðar svo sem mörgu ungmenni er þó títt, utan það sem hann rækti nám sitt af skyldurækni á ungdómsárurn- Má þar til nefna heimanám í sveit sinni, svo og síðar Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal þar sem hann útskrifaðist búfræðingur ásamt Gunnlaugt bróður sínum. Ungur að árum, eða árið 1925 hóf Jón búskap á heimaslóðum þá nýgiftur. Kona hans var Arnfríður Sigurhjartardóttir frá Urðum í sömu sveit. Bjuggu þau fyrstu árin á hálfri jörðinni á móti foreldrum hans og síðar á allri jörðinni að undanskildum nokkrum skika þó sem gömlu hjónin ásamt Soffíu dóttur þeirra höfðu enn, sem þau ræktuðu síðan upp úr óræktarlandi, sem Þ° að síðustu að einhverju leyti lentu í höndum hans. Ekki sat Jón auðum höndum þótt heima væri. Þess bera merkin á staðnum bæði í ræktun og byggingaframkvæmdum. Kargamóar og óræktar- lönd fyrri tíma eru nú iðgrænir töðuvelhr, Lambamórinn, Gerðamórinn, Leyningarnir og fleira mætti nefna sem illvígir þóttu auk holta- barða. Allt þetta land er nú rennislétt og grasgefið. Viðlíka sögu má segja um bygging3" framkvæmdir, þar er flest sniðið í nýtískuhorf. Þar hafa fleiri lagt hönd að verki og verður að ætla hverjum sinn skerf. Verður þar til að jafn® húsfreyjunni sem eðlilega á sinn hlut af því sem gert hefir verið, og fleirum. Einsogað líkum lætuf gat ekki hjá því farið að augu sveitunga og samferðamanna veittu þessum unga manni athygl' enda var þess skammt að bíða að hann kæmist i álit sem kallað er. Komst hann brátt í ýmisleg opinber störf sem hann rækti jafnan af skylóu rækni og samviskusemi. Þekki ég sumt af því aI eigin reynslu að þar fór enginn meðalmaður’ Konu sína missti Jón um aldur fram, hann var þa enn á góðum aldri en aldursmunur þeirra var nokkur, hún nokkru eldri. Honum var það miku missir, enda alla tíð sambúð þeirra góð, jafnve með ágætum. Þeim hjónum fæddust tveir syn|r- Annar þeirra dó í bernsku, en hinn er fulltí^a maður Gísli Jónsson menntaskólakennari d Akureyri. Hann á marga afkomendur. Líka ólu þau hjón upp tvo fóstursyni. Pálma Pétursson og Agnar Þorsteinsson. Að lokum bið ég þér blessunar Guðs vinur minn með þakklæti fyrir liðna tíð. Bið þig afsökunar a fátæklcgum orðum. Sigurjón Kristjánsson. frá BrautarhoH- islendingaÞ®ííir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.