Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Síða 10

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Síða 10
Sigurlaug Stefánsdóttir Fremri Kotum Fædd 24. nóvember 1919 Diin 15. október 1982 ■ Ef til vill er það ein mesta lífshamingja að hafa getu og tækifæri til að rétta þurfandi samferðamanni líknsama hjálparhönd, gildir raunar það sama hver sem lífveran er í keðjunni miklu, sem kallast líf. Pessi hamingja hlotnaðist konunni á dalabæn- um, Sigurlaugu Stefánsdóttur á Fremri-Kotum, þegar það sviplega slys vildi til á síðvetri fyrir allmörgum árum að vörubíll fór út af veginum í hálku og steyptist í árgljúfrið í svokölluðum Giljareit á öxnadalsheiði. Þetta var geysihátt fall, og mun bíllinn hafa farið fram af klettinum. Tveir menn voru í bílnum, og má teljast hreint kraftaverk, að þeir skyldu ekki hljóta bráðan bana. Báðir slösuðust þeir þó mikið og annar missti meðvitund. Hinn maðurinn vann það karlmennskuverk að koma félaga sínum upp úr gljúfrinu og á veginn, ogf mun þó hafa verið enn meira slasaður, og komst síðan við mikið harðræði heim að Fremri-Kotum, sem er næsti bær við Heiðina að vestan. Var hann illa til reika, blóðstokkinn mjög og svo kaldur og þrekaður, að vart mátti hann mæla, fann ekki einu sinni fyrir sjóðheitum vatnsflöskum, sem við hann voru lagðar. Bóndinn á Fremri-Kotum, Gunnar Valdi- marsson eiginmaður Sigurlaugar, brá þegar við og ók á bíl sínum á Heiðina. Var þá maðurinn enn meðvitundarlaus. Og sökum þess að kalt var í veðri þorði Gunnar ekki að láta hann bíða sjúkrabíls, sem vænst var um alllangan veg og á óvissum tíma, tók því manninn og flutti hann heimþráin mikil. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 20. maí s.i. Þau Egilsárhjón eignuðust þrjár dætur. Þær eru: Kristín, gift Hilmari Jónssyni, búsett í Kópavogi. Sigurlaug óperusöngkona, var gift Guðlaugi Rósinkranz, nú búsett í Svíþjóð. Sigurbjörg Lilja, gift Þór Snorrasyni, búsett í Reykjavík. Anna María Guðmundsdóttir, dóttir Sigurlaugar ólst og að nokkru upp hjá afa sínum og ömmu á Egilsá, og flest eða öll dótturbörn þeirra dvöldu þar á sumrum. Daginn, sem kista Önnu var flutt frá Sauðár- króki að Silfrastöðum, var veðri þannig háttað, að langvarandi norðanátt með þoku og kulda var að ganga niður. Við fórum nágrannarnir á móti' líkfylgdinni að Héraðsvatnabrú. Meðan við biðum þar, hurfu síðustu leifar þokunnar og kuldans og héraðið allt var baðað sól. Með okkur nágrönnum var unglingsstúlka komin um langan veg til að fylja „ömmu“ til grafar, en svo kölluðu sumardvalarbörnin jafnan Önnu. Lítið varð úr signingu þessarar ungu stúlku í kirkjunni á Silfrastöðum en því fleiri tárin, sem hrundu niður 10 heim til sfn. Hins vegar kom í hlut húsfreyjunnar að annast hjúkrunarstarfið, þar til sjúkrabíll kom ásamt lækni. Hér verður ekki lagður dómur á hlut þeirra hjóna í þessu björgunarstarfi. En svo giftusamlega tókst til, að báðir mennimir héldu lífi og limum og komust til heilsu eftir því sem ég best veit. Hins vegar er nær óhætt að fullyrða, að báðir hefðu þessir menn látið líf sitt, ef bærinn Fremri-Kot hefði ekki verið í byggð. Því á þessari árstíð er umferð um Norðurlandsveg oftast á kistu „ömmunnar". Mér fannst viss fegurð í þessum tárum og þau staðfesta betur en löng ræða hversu varanlegt og innilegt samband hafði myndast milli sumardvalarbarnsins úr Reykjavík og „ömmunnar" í dalnum fyrir norðan. Meðal nánustu aðstandenda, sem báru kistuna síðasta spölinn voru fyrrverandi sumardvalar- drengir á barnaheimilinu. Meðan ég er að ljúka þessum kveðjuorðum hljóma fyrir eyrum mér orð skáldsins frá Fagraskógi, sem ég vil gera að lokaorðum mínum: Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr að minni í senn á spekinginn og barnið og gefa þeim sem götu rélta flýr hið góða hnoða, spinna töfragarnið. Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina að þar er konan mikla, hjartahreina. Ég kveð þig nú, Anna mín, og þakka þér fyrir allt, sem þú hefur fyrir mig gert. Ég vona, að þú hafir fengið nýjan garð til að rækta. Hjörleifur Kristinsson. fremur lítil og var þó enn minni í þá daga. Þetta mættu þeir :ágætu menn gjarna íhuga, er telja það eitt meðal helstu bjargráða að fækka býlum og færa byggðir sveitanna saman. Margt fleira kemur þar og til athugunar, þótt ekki verði hér frekar fjölyrt. Um þetta atvik mun að sjálfsögðu eitthvað hafa verið getið í fjölmiðlum þeirrar tíðar. En ekki er mér kunnugt að nokkrir þeir, er hér áttu hlut að máli, hafi hlotið umtalsverða viðurkenn- ingu, þótt allmargir séu aðlaðir árlega fyrir afrek við embættisstörf. Raunar er þakklæti og hlýhuguf jafnan besta viðurkenningin, og sú sem þetta góða fólk hefur sjálfsagt látið sér nægja. Sigurlaug á Fremri-Kotum var af fremur fátæku fólki komin. Fædd er hún að Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 24. nóvember 1919. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson og María Pétursdótt- ir. Hún ólst upp á ýmsum stöðum í Skagafirðb var hjá föður sínum um skeið eftir að hann hóf búskap. Ung að árum fluttist hún að Bólu > Blönduhlíð til hjónanna Arnbjargar Guðmunds- dóttur og Valdimars Guðmundssonar. Árið 193? réðst hún bústýra Gunnars sonar þeirra hjóna, sem þá reisti bú að Fremri-Kotum. Litlu síðar gengu þau Gunnar í hjónaband. Gunnar á Fremri-Kotum átti vörubíl og stundaði mjólkurflutninga um skeið svo °8 vöruflutninga til bænda frá Sauðárkróki. At þessum sökum var hann oft fjarri heimilinu um daga en kom jafnan heim að kvöldi. Á þessum árum hvíldi því umsjá heimilisins meir 8 húsfreyjunni en ella, og kom sér nú vel, að hun var jafnvíg á störf úti sem inni. Við slíkar kringumstæður getur ýmislegt hent, sem reynir á þrautseigju og andlegt og líkamlegt þrek. Siguf' laug var fremur smávaxin kona og við fyrstu sýn ekki líkleg til mikilla þrekrauna. Annað kom Þ° í Ijós, reyndar oft, en þó kannski alveg sérstaklega, þegar skriðurnar miklu féllu árto 1954. En kalla má, að stór spilda Kotaheiðar hlýp1 þá fram á lítilli stundu. Þetta hefur sjálfsagt fáum dottið í hug, þó skriður hafi hins vegar fallið t Silfrastaðafjalli. Þar urðu t.d. mikil skriðuhlaup 1949. Skriðurnar hjá Fremri.-Kotum féllu báðum megin við íbúðarhúsið, sópuðu fjárhúsunum burt ásamt fleiri byggingum, tóku mestallt túnið, n®r allar engjar og mikið beitiland. Meira að segja féll aurskriða á íbúðarhúsið og tók allt upp a° gluggum. Þessir atburðir urðu litlu fyrir slátt og fyrri hluta dags. Svo stóð á að Gunnar bóndi var fjarverandt á bíl sínum sem oft áður og húsfreyjan því e,n heima á bænum með börnin fremur ung. Eins og að líkum lætur voru þetta heldur óhugnanlegar aðstæður, því enginn gat vitað nema enn alvarlegri atburðir gerðust. Svo sem eins og það- að stór skriða félli beint á íbúðarhúsið meo ófyrirsjáanlegum aflciðingum. En þessi yfirlætis' lausa og hlédræga kona yfirvegaði kringumstæður með ró og skynsemi og flamði ekki að neinu, sem gat haft enn alvarlegri afleiðingar, því raunar var lslendingaþ*tt,r

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.