Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Síða 15
75 áiirsii*
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Laufási 1, Egilsstöðum
® Sigríður Vilhjálmsdóttir, Laufási 1, Egils-
stoðum er 75 ára í dag.
a<> er alls ekki vandalaust fyrir mig að senda
isk Urs^stur minni Sigríði Vilhjálmsdóttur afmæl-
Q Ve®íu seni ekki er alltof væmin eða alltof þurr
til e)ðinleg svo margt sem ég vildi sagt hafa í
e‘ni þessa stórafmælis hennar.
ess vegna læt ég nægja örfá orð.
Eý '®n®ur er fedd á Hánefsstöðum í Seyðisfirði.
í n °ist þar upp hjá foreldrum sínum Vilhjálmi
tnasyni og Björgu Sigurðardóttur.
g etta var stór fjölskylda og stórt heimili.
®ður Sigríðar voru fimm og ein systir.
, fcg hefi margs að minnast í sambandi við þessa
®nku mína.
un ® 'í'311 ve*’ °8 þótt' mjög merkilegt, þegar hún
. 8 stúlka kom austur að Hánefsstöðum eftir dvöl
belíU ÍaV1'k’ Þar sem hún vann að nokkru hjá
ein •m óofgara þar Jónatan Þorsteinssyni, en
a '8 starfaði hún í mötuneyti stúdenta. Mensa
sér* UmÍCa> e'ns °8 Það var nefnt. Þar aflaði hún
v Þekkingar í matargerð. Áður hafði Sigríður
á v, • ^eykjavík við nám í saumaskap og bjó þá
pj ei,nili fraenda síns Þorláks Björnssonar frá
^fgasteini í Seyðisfirði.
Sio °kkfu s>ðar var Sigríður á Hallormsstað,
v gfitnu Blöndal skólastýru til aðstoðar við
^aðarkennslu og fleira.
8 minnist þess þegar Hjáimar Vilhjálmsson,
þá settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu, gifti
Sigríði systur sína í stofunni á Hánefsstöðum.
Eiginmaður hennar var Einar Stefánsson frá
Mýrum í Skriðdal. Einar var mikið glæsimenni,
vel gefinn til allra hluta og hvers manns hugljúfi.
Hann er nú látinn.
Ég minnist þess þegar ég heimsótti Sigríði og
Einar þegar þau bjuggu á Hafranesi í Reyðarfirði.
Hafranes var þekkt stórbýli og sérstaklega var
íbúðarhúsið mikilfenglegt í mínum augum.
Ég minnist þess einnig er ég heimsótti þau hjón
þegar þau bjuggu í tjöldum á Egilsstöðum, en
Einar vann að byggingum þar og Sigríður annaðist
matargerð og þjónustu fyrir byggingarmennina.
Þannig get ég lengi talið. En flestar á ég þó
minningar frá heimsóknum til Einars og Sigríðar
að heimili þeirra Laufási í Egilsstaðaþorpi, en það
er eitt af fyrstu húsum sem risu í því byggðariagi.
Móttökur þar allar, myndarskapur og gestrisni var
slík að ekki gleymist. Veit ég að þarr mæli ég ekki
einungis fyrir hönd vina og vandamanna, heldur
allra er þar komu.
í heimili þeirra Einars og Sigríðar voru synir
þeirra Vilhjálmur, skólameistari, Stefán, verk-
fræðingur og fóstursonur Baldur Kristjánsson,
sálfræðingur.
Sigríður hefir verið mikil afrekskona í hvívetna.
Áhugamál á hún mörg en ég hygg að í
félagsmálum hafi Slysavarnafélag fslands mjög átt
hug hennar.
Með þessum ófullkomna formála sendi ég
Sigríði frænku minni innilegar afmælisóskir, og
óska henni allra góðra hluta og sérstaklega að
líðan hennar sé og verði sem best, en Sigríður
dvelur nú á sjúkrahúsi á Egilsstöðum.
Vilhjálmur Árnason
Hjalti Pálsson
Dgj^Þeftrr hann átt sæti í ýmsum opinberum
ha^tait'er áhugamaður um hestamennsku. Hefur
fjl n °8 fjölskylda hans löngum átt góða hesta. í
bátn , um hestamanna hefur hann verið virkur
he« akandi °g verið lengi í stjórn Landssambands
stamanna
ay V'm'ður hefur Hjalti átt við nokkra vanheilsu
iv r'Öa’sem er sykursýki. Hann hefur þó sigrast
£ þy
er J Vandamáli, eftir því sem mögulegt er. Hjalti
cm- -r
Sfcti í
t?Un ai stofnendum Samtaka sykursjúkra og á
stjórn þeirra samtaka. Hefur hann unnið
g8 8°tt starf á þeim vettvangi.
ttiki S °® de'r' ættmenna hans hefur Hjalti
ntiklu*1 fyrif ættfræði. Hefur hann varið
af , m tlma til þeirrar fræðigreinar og var annar
sem e'mur ritstjórum Deildartunguættarinnar,
lfja|. fttkið rit í tveimur bindum. En móðurætt
Le^ 6r ^ra DmMartungu.
sem'U^' mætt' Þaida áfram að telja upp ýmislegt,
Én hélaiti Þefur tekið sér fyrir hendur um dagana.
Þfja[t'VerðUr staðar num‘ð'
tnynd. ! Þálsson er stór maður vexti og
. tleguf 0g vehur athygli hvar sem hann fer.
et1d'ngaþættir
það leyti sem Hjalti fæddist, eða árin 1920 til 1928,
var faðir hans skólastjóri við búnaðarskólann að
Hólum.
Innflutningsdeild Sambandsins er ein mikil-
vægasta stofnun samvinnumanna. Rekstursaf-
koma Sambandsins og kaupfélaganna er verulega
háð þvf, hvernig Innflutningsdeildin stendur sig í
sínu hlutverki við vöruútvegun og ekki síður
vöruval. Innflutningsdeildin hefur margar undir-
deildir, sem sumar hverjar eru á við stór fyrirtæki.
Verkefni framkvæmdastjórans er því bæði stórt
og víðfemt. Kemur sér þá vel, að hann er bæði
stórhuga og kjarkmikill. Enda hafa mörgstórvirki
verið unnin á framkvæmdastjóraárum hans í Inn-
flutningsdeild, meira og minna fyrir hans
forgöngu. Má nefna kornturna við Sundahöfn,
Fóðurblöndunarstoð S.Í.S. og hús Innflutnings-
deildar við Elliðavog (Holtagarða). Allt eru þetta
stór og þörf verkefni. Holtagarðar munu vera ein
af stærstu byggingum landsmanna.
Auk þess sem hér er talið, hefur Hjalti átt sæti
í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum
samvinnumanna um lengri eða skemmri tíma, svo
sem: Framkvæmdastjórn S.Í.S., stjórn Dráttar-
véla h.f., stjórn Osta- og smjörsölunnar s.f.,
stjórn Tollvörugeymslunnar h.f., stjórn Korn-
hlöðunnar o.fl.
Þrátt fyrir að vissu leyti hrjúft yfirbragð er hann
samt að jafnaði hlýr og þægilegur í viðmóti. Hann
er skapmikill maður og heldur fast á sínu máli,
en er drengilegur og ávallt sáttfús, þó að í odda
skerist. í starfi sínu er hann stórhuga og gjaman
á undan sinni samtíð.
Hann á gótt heimili. Þau hjónin, Hjalti og Inga,
hafa staðið fast saman í blíðu og stríðu og verið
samhent í besta lagi. Heimili þeirra er fallegt, og
þar er gott að koma, enda gestkvæmt.
Fyrir nokkrum árum keyptu þau sér sumar-
bústað á fallegum stað í Skorradal. Þar dvelja þau
gjarnan á sumrin, þegar stund gefst frá annasömu
starfi.
Ég veit, að á þessum degi hugsa samvinnumenn
og aðrir vinir um allt land sterklega til Hjalta og
fjölskyldu hans.
Um leið og ég læt í Ijós ánægju yfir því að hafa
um áratugi átt gott samstarf við Hjalta, vona ég,
að þar verði framhald á og að honum endist líf
og heilsa til margra góðra verka.
Nú á sextugsafmæli hans færum við Anna
honum, sem og fjölskylc' i hans, okkar bestu óskir
um gott gengi og gæfuríka framtíð.
Undir þær óskir veit ég að hans mörgu
samstarfsmenn og vinir taka.
Ólafur Sverrisson
15