Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1982, Qupperneq 16
Hjalti Pálsson
framkvæmdastjóri, sextugur
Skömmu eftir að ég kom frá námi ákvað ég að
endumýja kynni mín af vinum mínum hestunum.
Ekki svo að skilja að Reykjavíkur - hestamennsk-
an svokallaða hefði nokkurntíma fyrr höfðað til
mín. Óravegur sýndist milli þeirrar hesta-
mennsku, sem sveitastrákur kynntist eða þeirrar
uppábúnu skrauthestamennsku, sem virtist eiga
sér stað í Reykjavík. Heill heimur leit út fyrir að
vera á milli þess að eiga hestinn að daglegum vin
og vinnufélaga eða að því er virtist vikulegu
leikfangi.
Ekki er nú allt sem sýnist í þessum efnum frekar
en öðrum. Brátt komst ég að því að reykvískir
hestamenn unnu sínum hestum ekki síður en
aðrir. Nutu þess heilshugar að vera samskiptum
við gæðinga sína og spöruðu hvorki tíma né
fyrirhöfn svo ferfættum vinum þeirra mætti líða
sem best.
Annað atriði sem ég kynntist fljótt var hversu
alúðlegir reykvískir hestamenn voru við nýgræð-
inga í hópnum og hversu innilega blátt áfram og
skemmtilegir þeir voru viðkynningar. Þetta var að
vísu það einkenni hestamanna sem ég þekkti úr
sveitinni, enda hefur hin göfuga lund hestsins
áhrif á knapann óháð því hvar hann annars er.
Og hver er ekki breyttur til hins betra eftir að
hafa lifað unað og frelsi fjallanna og hreina
loftsins í félagsskap hins ferfætta vinar.
Einn af þeim mönnum sem ég kynntist á
hestbaki hér í Reykjavík verður sextugur á
morgun. Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri Inn-
flutningsdeildar Sambands íslenskra samvinnu-
félaga.
Hin innri áhrif hestamennskunnar eru kunn:
„Knapinn á hestbaki er kóngur um stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur “ segir Einar
Benediktsson. Hitt vita náttúrlega margir einnig,
að áhrif knapans og reiðskjóta hans á umhverfi
sitt er ákaflega misjafnt. Allt frá því að minna á
einhvern ólánlegan göndul sem villst hefur uppá
annarshugar færileik, til hreinnar staðfestingar á
fyrrnefndum tilvitnuðum hughrifum skáldsins.
Hjalti Pálsson er einn þeirra manna sem mér
hefur jafnan þótt sitja hest hvað best. Fleiri eru
sama sinnis, því eitt sinn þegar vinir hans gáfu
honum hest, þá datt þeim ekkert tilhlýðilegra orð
á hann en einmitt Kóng. „Sækjast sér um líkir“
segir máltækið.
Að skrifa um Hjalta er á vissan hátt að fjalla
um þjóðsagnarpersónu, þótt ekki eldri sé en
sextugur. Starf manna er stór þáttur af þeim
sjálfum og ekki þarf að fjölyrða um það hvaða
augum íslendingar líta á Samband íslenskra
samvinnufélaga. Sumir sjá hreinum ofsjónum yfir
vexti þess og viðgangi, aðrir viðurkenna vissulega
veldi þess og mátt, en eru bara hæst ánægðir með
það. Engum finnst það lítið og allir hafa skoðun
á því.
Hjalti hefur verið framkvæmdastjóri hinna
16
ýmsu deilda þessa mikla fyrirtækis allt frá því að
hann kom sem verkfræðingur frá Bandaríkjunum
árið 1948. Fyrst Dráttarvéla hf., þá Véladeildar-
innar og síðast Innflutningsdeildarinnar frá 1967.
Auk þess stóð honum til boða framkvæmdastjórn
Sjávarafurðadeildarinnar. Þvílíks trausts hafa
aðeins fáir notið innan samvinnuhreyfingarinnar.
Engir menn eiga t.d. eins mikinn þátt í því að
vélvæða íslenskan landbúnað með dráttarvélum
eins og Hjalti. Með Ferguson dráttarvélunum,
sem hann lagði sérstaka áherslu á að yrðu fluttar
inn til landsins, varð hann oft á tíðum næstum
einn í innflutningi þessara mikilvægu véla, að
minnka þrældóminn á bændum.
Og meira en það. Með bandaríska verkþekk-
ingu í landbúnaði að leiðarljósi var það einmitt
Hjalti, sem kenndi íslenskum bændum að nota
súgþurrkun. Sjálfur hannaði hann og teiknaði
súgþurrkanir í ótölulegan fjölda af hlöðum
víðsvegar um landið og á notagildi þcirra er
ekkert lát enn þann dag í dag.
Sé mikilvægi trausts landbúnaðar skoðað í ljósi
efnahagslegs- og stjómmálalegs sjálfstæðis hverr-
ar þjóðar, þá er ég viss um að gömlu sjálfstæðis-
hetjurnar, sem hófu upp merki samvinnuhreyf-
ingarinnar gegn ofurkúgunarvaldi erlends kaup-
mannavalds norður í Þingeyjarþingi fyrir hundrað
árum síðan, væru stoltar af þessum bandamanni
sínum.
Spor Hjalta fyrir samvinnumenn ligggja víðar.
Stórhýsin Samvinnutryggingahúsið og Holtagarð-
ar bera framsýni hans og stórhug glögg vitni. Og
enn er Hjalti að byggja. Stórhýsi í Smálöndum
fyrir Byggingarvörudeildina sér brátt dagsins ljós.
Auk alls þessa er maðurinn stórvirkur ættfr®^
ingur. Deildartunguættin, tvö bindi, sem tekuf
a.m.k. á annan tug þúsunda manna, með n*r
þúsund myndum af fólki dreifðu um allan heirn’
af móðurætt hans, ættar Guðrúnar Hannesdóttu^
frá stórbýlinu Deildartungu í Borgarfirði skip
honum í sess mikilvirkustu fræðimanna á ættfr*
sviðinu. Hjalti hefur sagt mér sjálfur að Pcl
mikla verk hefði hann skrifað svo ekki halla
á með umfjöllun um ættir hans, en ætt föður n
Páls Zóphóníassonar búnaðarmálastjóra er löoS
landskunn af umfjöllun hinna miklu ættfræð‘n^’
sem þar eru, t.d. Péturs Zóphóníassonar, ættfr*
ings föðurbróður Hjalta. , .
Félagsmál hestamanna hefur Hjalti einnl6
mikið látið til sín taka. Setið í stjórn Fáks o
Landssambands hestamanna í áratugi °g '■
núna formaður nefndar sem er að skila stórme
starfi um varðveislu og kortlagningu hc s
reiðleiða landsins.
Þá hefur Hjalti látið félagsmál sykursju
mikið til sín taka. Svo hraustlegur sem hann ’
þá hefur hann borið þann þunga kross, sykursr
inga , í nær tvo áratugi. .
Kvænturer Hjalti Ingigerði Karlsdóttur, fyrrn ^
flugfreyju, sem þjóðin kynntist í GeysisslysinU ‘
Vatnajökli 1950. ,,
Börn þeirra eru: Karl Óskar á skrifstn
ísbjarnarins í Reykjavík. Þeir feðgar eru lT1J
samrýmdir í hesfamennskunni og hefur undlf
aður verið svo lánsamur að fá að deila mörg
gleðistundum með þeim á hestbaki. Þá h1
Guðrún Þóra matvælafræðingur og yngstur er
Hjalti, sem nemur arkitektúr. ^
Innilega til hamingju með daginn. Njótið g
og góðhesta sem lengst.
Guðlaugur Tryggvi Karls*0 '
Hjalti
Nú þegar ég átta mig á því, að vinur mmn nj
Pálsson er orðinn sextugur, finn ég, hversu t,rn .
líður fljótt. Mér finnst í raun og veru ekki ® g
síðan Hjalti var ungur maður. Ungur ma®urvann
fullt af verkefnum fyrir framan sig, sem hann
að lausn á. En þannig hefur Hjalti alltaf ^
Hann hefur um dagana leyst aragrúa verket ^
ýmsu tagi, því hann er miicill dugnaðarforkuri ^
að hverju máli leystu hefur hann fundið s
verkefni til að vinna að. Brautryðjendastarn ^
honum vel, enda maðurinn myndarlegur
aðsópsmikill.
Hjalti Pálsson er fæddur að Hólum í Hja 1
1. nóv. 1922. Foreldrar hans voru .
Hannesdóttir frá Deildartungu og PáH ^ÓP ^
íasson alþingismaður og búnaðarmálastjór1' ^
Framhald *f blS’
islendingaÞ^'