Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Page 1
ISLENDINGAÞATTIR Miðvikudagur 23. febrúar 1983 — 7. tbl. TÍMANS Sigurður Þórarinsson jarðf ræðingur Kvcðja frá Jarðfræðifélagi Islands f dag fylgjum við Sigurði Þórarinssyni jarðfræð- ingi til grafar. Hann lézt nýorðinn 71 árs í rauninni löngu fyrir aldur fram og í fullu starfi. Sigurður hné niður við amboðið þar sem hann var að yrkja þann akur, sem hann hafði stundað manna lengst og bezt, í miðjum klíðum við ritgerðir um Skaftárelda 1783. Fyrir einu ári fögnuðum við sjötugsafmæli hans; fram undan virtust vera mörg góð starfsár sem Sigurður gæti helgað ýmsum stórverkefnum, sem hann hafði lengi viðað efni til, og bar þar hæst eldfjallasögu íslands, einnig að ganga frá íslands- kaflanum í alþjóðlegum eldfjallalexíkon, og að ganga frá safnriti um Skaftárelda, sem áður var nefnt. Viku fyrir andlátið hafði hann skilað handritum tveggja ritgerða um þessi efni, en hin þriðja er sketnur komin, og fjallar sú um móðuna miklu og erlendar lýsingar á henni. í því tilefni skauzt Sigurður til Bretlands fyrr í vetur og safnaði samtímaheimildum um móðuna, og vonandi verður unnt að ganga frá þessari vinnu í tíma fyrir útgáfu á 200 ára afmæli Skaftárelda. Sigurði bórarinssyni var tlest það gefið, sem prýða má góðan vísindamann: Hann þáði hraðar og snarpar gáfur í vöggugjöf; liann nam fræði sín af mönnum scm þá voru í fremstu röð í hinum ýmsu greinum kvarterjarðfræði, og hefur það vafalaust mótað afstöðu hans til vísindanna - ráðið stærð þess striga, sent hann kaus sér tilað mála á, svo tekin sé samlíkingúr annarri átt. Hann var hugkvæmur, allra manna eljusamastur, minn- ugur svo af bar og átti auðvelt með að skrifa - ritaskrá hans er 10 prentaðar síður í afmælisbók- inni „Eldur er í norðri", sem út kom í fyrra. Enda var Sigurður löngu heimsþekktur vísindamaður og raunar persónugervingur íslenzkrar jarðfræði úti um heim. í þessari stuttu kveðju er ástæðulaust að gera nána grein fyrir ævistarfi Sigurðar Þórarinssonar, en um það skrifaði Þorlcifur Einarsson jarðfræð- ingur greinargóða ritgerð í bókina „Eldur er í norðri" sem fyrr var nefnd. Rannsóknavettvangur Sigurðar virðist hafa ráðizt snemma; vorið 1934 kom hann heim frá Svíþjóð, þar sem hann var við nám, og rannsakaði ummerki Grímsvatnagossins og Skeiðarárhlaupsins. Þar með var vakinn áhugi hans á Vatnajökli og Grímsvötnum, sem entist svilangt. Sama sumar hóf hann rannsóknir á öskulögum í jarðvegi, og á mómýrum almennt, með það fyrir augum að rekja gróðursögu landsins með frjókornagreiningu. Varð það upphafið að aðalþætti ævistarfs hans, gjóskulagarannsóknum, sem hafa opnað dæmalaust frjósaman rannsókna- vettvang sem tengist fornleifafræði, byggðasögú, gróðurfarssögu, eldfjallasögu, loftslagsbreyting- um o.fl. Sigurður rakti sögu gróðureyðingar í landinu, af völdum loftslags, náttúruhamfara og mannvistar, og gerðist einn hinna fyrstu náttúru verndarmanna á nútímavísu. Sumurin 1936-’38 tók Sigurður þátt í Vatna jökulsleiðöngrum þeirra Ahlmanns og Jóns Eyþórssonar, en jöklarannsóknir urðu síðar meðal stórra verkefna hans. Og sumarið 1939 tók hann þátt í forleifarannsóknum í Þjórsárdal, sem Hekla lagði í eyði árið 1104. Síðar tók hann þátt í ranrtsókn Heklugossins 1947, og allra eldgosa hér á landi síðan. Doktórsritgerð Sigurðar (1944) fjallaði um „gjóskutímatal á íslandi", en með þeirri ritgerð og óteljandi öðrum síðan hóf hann þessi fræðigrein, tephrochronologíu eða gjósku- tímatal, til alþjóðlegrar viðurkenningar. Aðal- rannsóknir Sigurðar Þórarinssonar tengjast sem- sagt þeim tveimur höfuðskepnum, sem íslending- ar hafa barist við í 1100 ár, eldi og ís, eldfjöllum og jöklum, og með aðstoð gjóskulagarannsókna og skráðra heimilda rakti hann í mörgum bókum og ritgcrðum eldgosasögu Heklu, Grímsvatna, Kötlu, Öræfajökuls og Kverkfjalla. Skrifað stendur: Gladw og reifur skyli gumna hverr, unz sinn bíður bana Mcð fárra ntánaða millibili hafa íslendingar mátt sjá á bak tveimur af sínum ástsælustu vísindamönnum, þeim Kristjáni Eldjárn og Sig- urði Þórarinssyni. Fáa grunaði annað en báðir ættu langt starf fyrir höndum, laust við aðrar skyldur en þær sem rannsóknir og skriftir legðu þeim á herðar. Við fráfall þeirra er harmur kveðinn að þjóðinni allri, að vinum þeirra, en þó mestur að ástvinum og aðstandendum. En samt eru þeir gæfumenn að falla frá í miðju starfi, óbilaðir í anda og með mikið lífsstarf að baki - þeim var hlíft við byrðum ellinnar og því að „lifa sjálfan sig“, sam margan mikinn mann hefurhent. Sjálfur var ég svo gæfusamur að kynnast nafna mínum vel og starfa ,með honum í rúman áratug. „Þessi fínbyggði hámenntamaður, ólíklegur til þrekrauna", eins og Nóbelsskáldið lýsir Sigurði, var yfirleitt fremur ópersónulcgur í samskiptum en jafnan glaðlegur og með gamanyrði á vör. Slík var meðfædd kurteisi hans að ég heyrði hann aldrei halla orði á fjarstaddan mann, og þyrfti einhver á hjálp að halda var hún veitt með svo elskulegum og nær því ósýnilegum hætti, ef hann átti þess kost, að maður tók varla eftir öðru en allt hefði gerzt af sjálfu sér. Almennar skoðanir Siguröar hygg ég hafi verið róttækar á borgaralega vísu, enda hafði hann á sinni tíð mikil samskipti við sænska jafnaðarmenn sem voru að búa til fyrirmyndaþjóðfélag, og var á stríðsárunum í samstarfi með mönnum eins og Olof Palme, Willy Brandt og Bruno Kreisky - þessi lífsskoðun einkennist eina helst af húmanisma. mannúðar- stefnu. Mörgum verður það á nú til dags að „dreifa sér“ um of, vasast í of mörgu, því margs þarf við í fámennu þjóðfélagi sem vill vera gjaldgengt á öllum sviðum miljónaþjóða. En þá skiptir mestu máli að hafa forgangsréttinn á hreinu. Sigurður kom víða við, og það gat hann leyft sér, þvf hann var óumræðilega fljótur að öllu. Samt veitti ég því athygli, að hann gerði aldrei neitt óundirbúinn - Framhald af bls. 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.