Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Síða 5
‘AUiTSF'
Helg'i G. Benediktsson
Fæddur 12. janúar 1914
Dáinn 29. desember 1982
Mig langar til að skrifa nokkrar línur um
samstarfsmann minn Helga G. Benediktsson.
Hann veiktist stuttu fyrir jól. Ég ákvað því að fara
í heimsókn til þeirra hjóna daginn fyrir Þorláks-
messu sem ég og gerði. En þann sama dag hafði
Helga versnað svo mikið að það þurfit að flytja
hann á sjúkrahúsið hérna á Hvammstanga.
En nafna mín tók vel á móti mér eins og hennar
var von og vísa og sagði eitthvað á þá leið að það
væri ekki í fyrsta skipti sem að ég líti til hennar
þegar hún þurfi mest á að halda að fá einhvern
til að létta á sér með. Ég var óumræðanlega glöð
yfir að hafa drifið mig til hennar þetta kvöld.
Ég spurði hana hvort að ég gæti ekki gert
eitthvað fyrir hana, og bað hún inig þá um að taka
fyrir sig jólakortin, og kom ég þeim öllum út fyrir
hana daginn eftir.
Ég drakk hjá henni góðan kaffisopa með miklu
og góðu meðlæti.
Sjálf er hún mikill sjúklingur og oftast nær sár
þjáð, mér finnst húns amt óumræðanlega dugleg.
Hún á góða dóttur sem að hjálpar henni mikið.
Mér hefur alltaf fundist afar vænt um þessi hjón
og ætíð traustur vinskapur á milli okkar.
Helgi hafði sérstaklega létta og skemmtilega
lund komust því allir í gott skap sem að störfuðu
með honum.
Það er ntikil eftir sjá í Helga, og sakna allir
hans afar mikið.
Þó er það trú mín að hann sé með okkur í verki
og fylgist með okkur í vinnunni. Hann hafði
mikinn áhuga fyrir störfum sínum í K.V.H. og
vann sitt verk af mikilli alúð eins og allt annað
sem að honum var trúað fyrir. Helgi Guðmundur
Benediktsson var fæddur 12 janúar 1914 að
Skinnastöðum í Torfalækjarhreppi í A-Hún.
Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Fr. Þorláks-
dóttir og Benedikt Helgason. Hann eignaðist 12
systkini og eru 9 þeirra ennþá á lífi.
Helgi kvæntist Kristínu Jónsdóttir frá Hlíð á
Vatnsnesi V-Hún. 1. september 1945. Þau
eignuðust eina dóttur Guðrúnu Halldóru, er
eiginmaður hennar Þráinn Traustason húsasmið-
ur, þau búa á Laugarbakka í Miðfirði sem er ca
8 km, frá Hvammstanga. Þau eiga 3 myndarleg
börn tvær dætur og son.
Helgi hélt mikið upp á barnabörnin sem glöddu
afa og ömmu með heimsóknum sínum á tangann.
Nú verða þau ömmu sinni til trausts, halds og
gleði í framtíðinni. Núna á afmælis dag Helga þá
sendi Kristín starfsfólki K.V.H. pönnukökur og
kleinur. Ég hringdi til hennar eftir kaffi þann sama
dag til að þakka henni fyrir hugulsemina. Kristín
sagði mér þá að hana hefði dreymt Helga nóttina
áður og þá fannst henni að hún ætti að gera þetta.
Öll þau ár sem Helgi vann hjá K.V.H. þá kom
hann alltaf með pönnukökur á afmælisdaginn
sinni. Þó að Kristín gengi sjaldnast heil til skógar
þá lét hún aldrei bregðast að baka pönnukökur
12-janúar ár hvert.
Alltaf sá maður betur og betur hvað Helgi unni
sínu kaupfélagi og þótti honum afar vænt um
samstarfsfólkið. Útför Helga fór fram frá
Hvammstangakirkju 14-janúar.
Elsku Kristín mín ég vona að góður guð styrki
þig um ókmin ár og að þú öðlist betri heilsu. Við
Gunnar sendum þér og þinni fjölskyldu innilegar
samúðar kveðjur. Blessuð sé minning hans.
Hildur Kristín Jakobsdóttir
Hvoli, Hvammstanga, V-Hún.
Guðný Ella Sigurðardóttir
Fædd 4. maí 1931
Dáin 29. janúar 1983
Mig langar til að minnast vinkonu minnar og
fyrrum samstarfsmanns Guðnýjar Ellu með
örfáum orðum.
Guðný Ella fékk snemma á kennsluferli sínum
áhuga á því að búa betur að þeim nemendum sem
einhverra hluta vegna ráða ekki við það nám sem
skólinn býður þeim. Hún var með fyrstu
sérkennurum sem útskrifuöust frá Kennaraskóla
Islands og sótti síðar framhaldsnám til Edinborgar
°g lauk þaðan heymleysingjakennaraprófi árið
1975. ’ ' 1
Guðnýju Ellu voru falin margvísleg trúnaðar-
störf á vegum kennarasamtaka. þar á meðal var
hún formaður Félags islenskra sérkcnnara 1978-
80.
Það eru aðeins 7 ár síðan ég kvnntist Guðnýju
Ellu, þá sem samstarfsmaður hennar viö sér-
kennslu í einum af grunnskólum Reykjavíkur.
Hafa þau kvnni orðið mér ntikill ávinningur í
starfi æ síðan. Eins og öllum cr kunnugt. hefur
þróun í uppeldis- og kennslumálum verið tnjög ör
a undanförnum árum og oft veriö deilt hart um
stefnumótun á þeint vettvangi. Oi tnörg okkar
sem að ker.nslustörfumhöfum verið of fljóthuga
aö taka við nýium straumum og stefnuin og ekki
seð fyrir, hverjar breytingar þyrfti að gera áður
^lendingaþæftir
en hinu nýja markmiði yrði náð. Guðný Ella var
cin af þeim scm var opin fyrir nýjungum í
skólastarfi og breyttu hlutverki skólans samfara
breyttum þjóðfélagsaðstæðum. En hún athugaði
alla þætti breytinga gaumgæfilega áður cn hún
mótaði sér stefnu og hafði ávallt haldbær rök máli
sínu til stuðnings. Lét hún sér þá í léttu rúmi
liggja. þótt skoðanir hennar væru ekki samhljóma
þeim sem vinsælastar voru á hverjum tíma.
Guðný Ella var hlý, jákvæð og framar öllu
bjartsýn kona. Þeir scm kynntust henni urðu
ríkari í andanum. Gaman var að ræða við hana
þegar ntaður var sammála henni, en ennþá
skemmtilegra þó þegar svo var ekki.
Aftur störfuðum við Guðný Ella saman í stjórn
Félags íslenskra sérkennara um 2ja ára skeið. Þar
kom einnig í ijós hin víðfcðma þekking hennar
og reynsla í uppeldis- og kennslumálum settt
styrkti félagið undir formennsku hennar. Nú
síðustu árin starfaði hiin í samnorrænni kennslu-
gagnanefnd sent vinnur að sérkennslugögnum í
samtélagsfræði. Því miður entist henni ckki tími
til að Ijúka því. Guðný Ella var ekki gcfin fyrir
að auglýsa afrek sín á sviði sérkennslunnar, en
við sem njótum afraksturs vinnu hennar vitum,
hve drjúgt hennar framlag er. Hvaða tilgangur er
með þvt að láta hæfileikaríkt fólk hverfa héðan á
miðri starfsævi?
Ef til vill segir hún mér það þegar við hittumst
í innra hylkinu annars staðar.
Að lokum vil ég fyrir hönd Félags íslcnskra
sérkennara þakka Guðnýju Ellu fyrir framlag
hennar til sérkennslunnar, og senda samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hcnnar.
Kolbrún Gunnarsdóttir
formaður Félags íslenskra sérkennara
5