Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Qupperneq 7
Guðmundsdóttir, lausakona á Irafelli, eiris og
skráð er í kirkjubók. Skafti ólst upp með móður
sinni á írafelli til 8 ára aldurs en árið 1910 réðist
Guðbjörg ráðskona til Péturs Björnssonar bónda
í Teigakoti og þar var Skafti með móður sinni
fram yfir tvítugt.
Á æskuárum mínum kynntist ég Skafta og
urðum við góðir vinir þá þegar. Teigakot er næsti
bær við Sveinsstaði en yfir háls að fara, sem
Eggjar heita og klst. gangur. Ég var ungur sendur
yfir að Teigakoti. Par voru þá Guðbjörg og Skafti
og Pétur bóndi og móðursystir hans, Ingibjörg
Pétursdóttir. Ég veit að ég var 6 ára þegar ég fór
þessa ferð, því ég man eftir Ingibjörgu Pétursdótt-
ur, en hún andaðist haustið 1911, nær áttræð að
aldri. Baðstofan var þröng, stutt á milli rúma og
torfgólf, sem ég man hvergi eftir annarsstaðar.
Skafti var glaður og gestrisinn, leiddi mig um hlöð
og sagði mér hitt og þetía. Hann var þrem árum
eldri en ég og þó vorum við jafningjar. Fundum
okkar Skafta bar oft saman á þessum árum og man
ég sumt.
Pétur Björnsson í Teigakoti var kallaður sérvit-
ur en þó merkismaður. Hann hafði stærðfræðigáfu
svo mikla að fágætt var talið. Hann reiknaði hitt
og þetta sér til gamans og kunni fingrarím
utanbókar. Pétur hafði ekki stórt bú en notagott
svo ekkert skorti til heimilis. Hann var nákvæmur
og vandvirkur við allt. sem hann gerði vandaður
til orðs og æðis og vildi í engu vamm sitt vita.
Það mun óhætt að segja að Skafti Magnússon
átti góðan húsbónda þar sem Pétur var, á æsku-
og uppvaxtarárum sínum.
Einu sinni kom ég að stekknum í Teigakoti og
var þá verið að sýja. Skafti hélt í gemling og Pétur
rúði. Svo var því lokið nema hvað eftir var að reita
einhverja ullarsneppla af bringukolli. Og þá sleppti
Skafti gemlingnum, að yfirlögðu ráði að mér
virtist, því hann gat verið glettinn stundum. Pétri
mislíkaði því hann vildi vinna öll verk snyrtilega,
en sagði fátt því hann blótaði aldrei - og
gemlingurinn slapp með sneplana á bringukollin-
um.
Það mun hafa verið sumarið 1914 að ég fór í
ferðalag, sem mér er ennþá mjög í minni. Það var
fjárrekstur á fjall, frá Sveinsstöðum og Teigakoti.
Á hvorugum bænum var margt fé svo reksturinn
var léttur. Frá Sveinsstöðum vorum við feðgar en
Pétur og Skafti frá Teigakoti. Við rákum féð
vestur á Haukagilsheiði, fórum fram Gilhagadal
og rákum vestur yfir fjallið um Tungnaárbotna.
Mér er enn í minni hið dýrlega útsýni af Nónfjalli
um bjarta sumarnóttina, til suðurs og vesturs yfir
sanda og öræfi til jökla. Ég man líka hvað
ferðafélagarnir, Pétur og Skafti, voru hugþekkir,
þótt ólíkir væru. Það var sannarlega góður
félagsskapur.
Ario 1V/2 íor Skafti að búa í Teigakoti með
móðursinniogvarbóndi þartil 1925. íárslok 1924
andaðist Guðbjörg móðir Skafta, en Pétur Björns-
son var dáinn áður, haustið 1923. Vorið 1925
fluttist Skafti að Efra-Lýtingsstaðakoti og var þar
lausamaður eitt ár en 1926 keypti hann Þorsteins-
staðakot og fór að búa þar, en var þar ekki nema
árið, því hann veiktist og varð að fara þaðan
þessvegna.
Árið 1927 fór Skafti að Mælifellsá til Jóhanns
Magnússonar bróður síns og var þar næstu 5 árin,
fyrst vinnumaður í tvö ár og síðan lausamaður.
•slendingaþættir
Jóhann á Mælifellsá hafði löngum mikil umsvif í
sínum búskap og á þessum árum unnu þeir bræður
við plægingar og voru víða, bæði í sveitinni og
annars staðar. Þá voru jarðbætur unnar með
hestverkfærum en dráttarvél kom ekki í Lýtings-
staðahrepp fyrr en 1930. Gott þótti að hafa
Jóhann og Skafta í vinnu. Þeir höfðu góða hesta
og afköstuðu miklu verki, en hitt var þó ekki sfður
hvað þeir voru skemmtilegir utan vinnutíma,
glaðir og kunnu frá mörgu að segja.
Á Mælifellsá kynntist Skafti konu sinni, Önnu
Sveinsdóttur Sveinbjörnssonar. Móðir hennar var
Steinunn Gunnarsdóttir á Mælifellsá, sem nafn-
kenndur var fyrir margt á sinni tíð. Auk Skíða-
staðaættar var Anna komin af Árna í Stokkhólma
og sr. Birni í Bólstaðarhlíð þegar lengra er rakið.
Árið 1932 fluttu þau Skafti og Anna til Sauðár-
króks með tvo unga drengi og bjuggu þar síðan.
Börn þeirra urðu fjögur: Björgvin, Sveinn, Kristín
og Svanhildur. Björgvin andaðist 1958 en hin
systkinin eru nú búsett sunnan heiða.
Anna Sveinsdóttir andaðist fyrir aldur fram,
árið 1953. Ég þekkti hana ekki neitt, hef líklega
einu sinni komið á heimili hennar, en þeir, sem
þekktu hana, söknuðu hennar sárt og hjá þeim
fékk hún góða dóma fyrir góðvild oggreiðasemi.
Hún var greind kona, gestrisin og vildi öllum gott
gera.
Ekki mun Skafti hafa verið í skóla eftir
fermingu en barnaskóli var góður í Lýtingsstaða-
hreppi á öðrum tug aldarinnar. Kennarar voru
góðir og börnin lærðu mikið ef þau vildu og gátu,
þótt skólinn væri styttri þá en nú. Skólavist og
lestur góðra bóka er gott til að öðlast almenna
menntun en meðfætt brjóstvit er þó alltaf undir-
staða.
Þegar Skafti fluttist til Sauða'rkróks var kreppa
í landi, atvinnuleysi og naum lífskjör. Engir
peningar voru í umferð en ýmsir Sauðárkróksbúar
áttu kýr og kindur sér tilTífsbjargar og heyjuðu
handa þeim peningi frammi á Eylendi, sem svo er
kallað. Skafti átti eitthvað af skepnum á fyrri
árum sínum á Sauðárkróki og heyjaði handa þeim
á Stóru-Grafarengjum.
Skafti gekk í Verkamannafélagið á Sauðárkróki
og reyndist þar tilforystu fallinn. Hann var í stjórn
þess og formaður um skeið. Árið 1946 var Skafti
kosinn í hreppsnefnd Sauðárkróks. Skömmu
síðar varð Sauðárkrókur bæjarfélag og var þá
kosið í bæjarstjórn. Skafti var kosinn í hrepps-
nefnd af vinstri mönnum og náði ekki kosnmgu i
bæjarstjórn. Í hugum ýmissa var þá orðið komm-
únisti ljótt orð og er það jafnvel ennþá. Síðar var
Skafti tvö kjörtímabi! í bæjarstjórn, fulltrúi Al-
þýðubandalagsins.
Ekki kynntist ég félagsmálastarfi Skafta í
Verkamannafélagi og bæjarstjórn, en við vorum
nokkuð oft saman á aðalfundum Kaupfélags
Skagfirðinga. Ekki talaði Skafti oft á þeim
þingum, en þegar hann kvaddi sér hljóðs voru
ræður hans stuttar. Hann var raunsær og tillögu-
góður og framsögn hans glögg svo að eftir var
tekið.
Fyrstu 23 árin, sem Skafti var á Sauðárkróki,
voru kynni okkar sáralítil, en svo var það eitt sitt
er ég gekk eftir Suðurgötunni, að Skafti kallaði á
mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að líta inn. Jú,
ég vildi það og þá var eins og hlið hefði opnast.
Eftir þetta kom ég til Skafta í hvert einasta sinn
sem ég kom í kaupstaðinn og það var oft, og oft
var ég nætursakir. Á annan áratug var það svo að
alltaf hlakkaði ég til að fara á fund Skafta og
blanda geði við hann. Hann var fljótur að bjóða í
bæinn. Gestrisni hans, þessi hlýja gestrisni, var
frábær, enda átti hann ekki langt að sækja það.
Á þessum árum var gamall bóndi starfsmaður í
kaupfélaginu um tíma. Eitt sinn spurði hann mig
hvar ég héldi til. Ég sagði honum að ég væri hálfur
inni í íhaldinu og gistivinur kommúnista og héldi
til hjá Skafta Magnússyni. Þá sagði bóndi þessi í
meðaumkunartón: „Ó, hann er rauður".
Skafti Magnússon var ekki byltingarmaður. Til
þess var hann of mikið góðmenni. Hann var
jafnaðarmaður í þess orðs réttu merkinu. Hann
vildi veita þeim skjól, sem úti stóðu, sem erfiðast
áttu í lífsbaráttunni.
Heimili Skafta í Suðurgötunni var friðsælt og
gott. Indíana Albertsdóttir bjó þar með honum,
ágæt kona, sem hugsaði vel um heimilið. Hún var
yfirlætislaus, hrein og bein en ekki málskrafsmikil.
Málskrafið var hjá okkur Skafta. Við töluðum
alltaf um heima og geima, landsins gagn og
nauðsynjar, menn og málefni og oft með kími-
Iegum blæ. Við vorum ekkt alltaf sammála, en þá
kom það eins og af sjálfu sér að við ræddum ekki
þar um.
Skafti Magnússon er nú allur. í einrúmi á
hljóðri stund er gott að minnast góðra vina, þegar
þeir hafa horfið á braut.
Björn Egilsson.
Þeir sem að skrif a
minningar- eða afmælis-
greinar í íslendingaþætti,
eru vinsamlegast
beðnir um að skila
vélrituðum handritum