Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Qupperneq 8
<') * «o
EE
Skafti Magnússon
Fæddur 17. ágúst 1902
Dáinn 14. október 1982
Fyrir fáum vikum komu nokkrir vinir og
ættmenn Skafta Magnússonar saman til að
gleðjast með honum á áttræðisafmæli hans. Skafti
var þá hress og reifur og léku spaugsyrði á vörum,
sem ætíð áður. Ég gat ekki komið því við að
heimsækja hann þá en Skafti hringdi skömmu
seinna og tók af mcr það loforð að líta inn til sín
við fyrstu hentugleika. En dauðinn er stundum
viðbragðsfljótur. Og nú er Skafti allur og loforðið
óefnt. Ég veit að Skafti fyrirgefur mér seinlætið
en sjálfur á ég örðugt með það.
Skafti Magnússon var Skagfirðingur. fæddur að
írafelli í Lýtingsstaðahreppi 17. ágúst I902ogþví
rúmlega áttræður er hann andaðist þann 14. okt.
sl. Forcldrar hans voru Magnús Jónsson. bóndi í
Gilhaga á Fremribyggð í Lýtingsstaðahreppi og
Guðbjörg Guðmundsdóttir. Þormóður Sveinsson
segir svo m.a. um Magnús í Skagfirskum
æviskrám:
„Magnús var föngulegur maður að vallarsýn,
hár og breiðvaxinn og hinn myndarlegasti í sjón.
Hann var virðulegur í framgöngu og kunni vel að
umgangast gesti sína og heldri menn. sem alltof
Ieituðu gistingar þar. er þeir voru á ferðalögum.
Skorti þar aldrei góðar viðtökur né myndarlega
framreiðslu og átti konan auðvitað sinn þátt í því.
Magnús var gæddur djúpri eðlisgreind og hafði
aflað sér nokkurrar menntunar á uppvaxtarárum
sínum. Fulltíða lærði hann að leika á orgel og var
um langt skeið forsöngvari í Goðdalakirkju.
Einnig var hann í safnaðarstjórn og sáttanefnd.
Hann átti sæti í hrcppsnefnd um alllangt árabil og
var um sumt talsmaður sveitarinnar út á við. Fyrir
kom, að hann þótti ekki halda máli sínu fram til
fullrar streitu og var af sumum mctið honum til
ósjálfstæðis í skoðunum eða talhlýðni. En
maðurinn var friðsamur og ógeðfellt að ciga í
útistöðum. Hann var vel fjáður og hafði stórt bú
a.m.k. síðari árin. enda stóðu að þeim hjónum
báðum cfnaðir ættstofnar. Hann átti jörðina
Gilhaga og mun hafa keypt hana snemma á
búskaparárum sínum. Byggði hann flest hús þar
upp að meira eða minna leyti, sléttaði tún og jók
út. Magnús var dugmikill ferðamaður. Hann mun
síðastur manna í Lýtingsstaðahreppi, ásamt
Finnboga Þorlákssyni á Þorsteinsstöðum, hafa
farið skreiðarferðir suður yfir fjöll til Faxaflóa.
Voru þær ferðir farnar vorin 1887 og 1888. Ef til
vill hafa þær verið seinustu slíkar ferðir úr
Skagafirði. Heimilið í Gilhaga var með mann-
flestu heimilum í hreppnum... stundum yfir 20
manns, þar átti oft athvarf gamalt fólk. stundum
það, sem erfiðast var að koma fyrir annarsstaðar.
Fór vel um það þarna“. - Því skrái ég þessa lýsingu
á Magnúsi í Gilhaga hér, að í henni koma fram
ýmsir þeir eðliskostir, sem einkcnndu Skafta son
hans.
Skafti var ekki hjónabandsbarn og ólst upp hjá
móður sinni á írafelli til 8 ára aldurs. Þá, eða árið
1910, gcrðist Guðbjörg ráðskona hjá Pétri
Björnssyni í Teigakoti í Tungusveit og fluttist
Skafti með henni þangað. Þar ólst hann upp til
21. árs aldurs og var lcngi við þann bæ kenndur.
Skafti mun hafa komið sér upp skepnum í
Teigakoti því hann hugði á búskap. Og til þess
að sá draumur fengi ræst réðist hann í að kaupa
Þorsteinsstaðakot íTungusveit. Þorsteinsstaðakot
var lítið býli og gaf. í þá daga a.nt.k. ekki
olnbogarými til mikilla umsvifa. Mun Skafti óefað
hafa hugsað sér að komast yfir jarðnæði þar sem
rýntra væri um hendur þótt síðar yrði. En
búskapar.,sælan" varð skammvinn. Skafti veiktist
af taugaveiki. sem í þá daga var oft að stinga sér
niður. erfiður sjúkdómur og hættulegur. Neyddist
hann þá til að bregða búi og fluttist að Mælifellsá
á Efri-byggð til Jóhanns bróður síns. sem þar bjó
þá og lengi síðan.
Á þessum árum var einkum unnið að jarðabót-
um með hestaverkfærum. Jóhantl á Mælifellsá var
víðfrægur plægingamaður og vann að þeim
störfum vor og haust í mörg ár. Stundaði Skafti
plægingar með Jóhanni bróður sínum þau ár. sem
hann var á Mælifellsá og raunar lengur og munu
þeir bæir fáir í Lýtingsstaðahreppi. cf nokkrir. þar
sem þcir bræður unnu ekki við plægingar.
Skafti hafði nú lagt alla búskapardrauma á
hilluna og fluttist til Sauðárkróks vorið 1932.
Þetjá var á verstu krcppu- og hörmungaárunum
og var þá þröngt í búi hjá mörgu alþýðufólki á
gamla Króki. Fasta vinnu varenga að hafa. Mcnn
lifðu á.algerum snöpum. fengu að grípa í verk
dag og dag. Best voru þeir líklega settir. sem
komust í vegavinnu yfir sumarið. en oftast urðu
sömu mennirnir þess aðnjótandi. Það var einkum
tvennt, sem kom í veg fyrir algeran skort.
Annarsvegar var það fiskurinn, sem gekk ntjög á
grunnmið á þessum árum, svo auðvelt var að afla
hans á trillu- og jafnvel árabátum, og hinsvegar
skepnuhaldið. Margir áttu kýr og nokkrir kindur
og þetta kom í veg fyrir að fólk sylti beinlínis heilu
hungri. Heyskapur var sóttur fram um allan
Skagafjörð og heyið flutt heirn á sleðum að
vctrinum því oft var akfæri gott á eylcndinu. Þótt
stutt yrði í búskapnum í Lýtingsstaðahreppnum
var bóndinn alltaf ríkur í Skafta. Hann kom sér
upp ofurlitlum bústofni og sótti heyskap fram á
Stóru-Grafarengjar.
Á þessum árum var farið aðgerast töluvert heitt
í pólitíkinni á Króknum og það ástand, sem þar
ríkti í atvinnumálum, skerpti andstæðurnar.
Skafti var maður hógvær og friðsantur., En
„líklega alltaf fremur róttækur að eðlisfari“, eins
og hann sagði eitt sinn við undirritaðan. Hann
skipaði sér því fljótlega við hlið annarra verka-
manna á Króknum, gerðist þar þegar góður
liðsmaður og var fyrr en varði kominn í fremstu
röð dugmikillar baráttusveitar. Og svo lítið sem
honum var um það gefið að halda í nokkru fram
sjálfs síns hlut kom þó að því, að samherjar hans,
sósíalistarnir, kusu hann af sinni hálfu í
hreppsnefnd. Og þá var auðvitað sjálfsagt að gera
sitt besta eins og ætíð áður og síðar.
Skafti sat í hreppsnefnd í tvö ár. Þá var
Sauðárkrókur gerður að kaupstað og fékk sína
bæjarstjórn. Við fyrstu bæjarstjórnarkosningarn-
ar féll Skafti en var kosinn í bæjarstjórn nokkrum
árum síðar og sat þá í henni tvö kjörtímabil.
Árið 1969 flutti Skafti frá Sauðárkróki eftir 37
ára dvöl þar. Var þá farinn að nálgast sjötugsald-
urinn. fannst mál til komið að hverfa úr fremstu
víglínunni og fá öðrum yngri forystuna. Hvarf
hann þá til Reykjavíkur. flutti síðar í Kópavoginn
og átti þar heima upp frá því. Allnokkru eftir að
hann fluttist suður fékk hann hjartaáfall og raunar
tvívegis. Hlaut hann þá að hætta öllu „amstri".
einsoghann orðaði það.og settist í helganstein.
Skafti Magnússon var kvæntur Önnu Sveins-
dóttur. mikilhæfri ágætiskonu. en hún andaðist
1953. Börn þeirra eru: Björgvin, f. 24. sept. 1929,
dáinn 8. jan. 1958, Sveinn, f. 14. des. 1931,
verktaki búsettur í Kópavogi, kvæntur Elisabetu
Hannesdóttur. Kristín f. 6. des. 1935. maður
hennar er Bjami Jónsson, bóndi í Skeiðháholti í
Árnessýslu. Svanhildur, skrifstofumaður hjá
Landvernd. f. 8. ágúst 1941. gift Eggert Gauta
Gunnarssyni. tæknifræðingi.
Eftir að Skafti missti konu sína gerðist Indíana
Albertsdóttir ráðskona hjá honum og bjó honum
ákaflega hugþekkt heimili. Þar var ávallt hlýtt og
bjart innan veggja.
Mér var stundum hugsað til þess áður en ég
kynntist Skafta að verulegu ráði hvernig á því gat
eiginlega staðið, að þessi hægláti hógværðarmaður
Framhald á bls. 6
8
Islendingaþættir