Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 7. apríl 1983 - 12. tbl. TÍMANS Sigríður Jónsdóttir frá Vesturhópshólum Fædd 30. apríl 1900 Dáin 19. maí 1982 Þann 19. maí síðastliðinn lést á Borgarspítalan- um í Reykjavík Sigríður Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja að Þorfinnsstöðum í Vesturhópi og Lauga- bóli í Miðfirði. Mig langar til að varðveita hér í' íslendingaþáttum nokkur minningarorð um þessa merku konu ásamt mynd af henni. Sigríður Jónsdóttir var fædd að Grund í Vesturhópi, Vcstur-Húnavatnssýslu, þann 30. apríl árið 1900. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson bóndi á Breiðabólsstað og Vesturhóps- hólum (f. 8. sept. 1854, d. 31. des. 1925) og Þorbjörg Pétursdóttir (f. 19. sept. 1858, d. 27. júní 1934) frá Lækjarkoti í Víðidal. Faðir Þor- bjargar, Pétur Sveinsson, missti allt sitt í harðind- unum árið 1859, varð að hætta búskap og var vinnumaður alla tíð síðan. Föðurafi Sigríðar var Jón Jónsson, lengst bóndi í Laxárdal í Hrútafirði. Seinast byggði hann heiðarbýlið Gilsbakka á Miðfjarðarheiðum en fór þaðan til Vesturheims 1887. Alkunn saga frá harðri öld, er landið missti mörg bestu börn sín ofan úr íslenskum heiðarkot- um yfir í fjarlæga álfu. Sigríður ólst upp í hópi fjögurra bræðra sinna en þeir voru: Pétur bóndi á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, kvæntur Lárettu Stefánsdóttur. Hann dó um aldur fram árið 1924. Guðmundur bóndi í Vesturhópshólum, kvæntur Láru Guðmannsdótt- ur. Arinbjörn er fyrst bjó í Vesturhópshólum en síðan lengi á Hvammstanga, kvæntur Mörtu Agústsdóttur. Gunnlaugur var þeirra yngstur, lengj kaupmaður á Freyjugötunni í Reykjavík. Sigríður fluttist að Breiðabólsstað með foreldr- um sínum árið 1904 og þaðan að Vesturhópshól- um árið 1910. Hún vann í búð á Blönduósi árin 1922-1923, en árið 1924 gekk hún að eiga Guðmund bónda Guðmundsson á Þorfinns- stöðum. Guðmundur var fæddur 6. ágúst 1876, en foreldrar hans voru Guðmundur smiður og bóndi á Syðri-Völlum Jónssonar. Var Guðmundur af hinni alkunnu Bergmannsætt í Húnavatnssýslu en þeirri ætt fylgir dökkt yfirbragð, mikill augnsvip- ur, létt skap og dugnaður. Guðmundur lést að Laugabóli í Miðfirði 11. maí 1959. Hann bjó lengi góðu búi á Þorfinnsstöðum og kom mjög við samvinnusögu Vestur-Húnvetninga, „snyrtimenni mikið í búskap", segir Páll V.G. Kolka í Föðurtúnum. Dætur þeirra Sigríðar og Guðmundar voru þrjár: Anna f. 1926, kona Ingólfs Guðnasonar sparisjóðsstjóra og alþingismanns á Hvamms- tanga, eiga tvö börn, Þorbjörgf. 1928, kennari við Breiðagerðisskóla í Reykjavík, og Elínborg f. 1937, gift Páli Lýðssyni, bónda í Litlu-Sandvík í Árnessýslu, eiga fjögur börn. Að auki ólu þau Sigríður og Guðmundur upp tvö börn: Bróðurdóttur hennar, Jóninnu Péturs- dóttur (Ninnu Björk). Hún er nú búsett í Skövde á Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Tvígift. Missti fyrri mann sinn, Duner verkfræðing, snemma en síðari maður hennar er Gösta Björk verkfræðingur við Cementa í Skövde. Ninna á tvær dætur og hefur fjölskylda hennar haldið uppi miklu sambandi við Sigríði og ættarstöðvarnar. Fóstursonur hennar var einnig Sigvaldi Guðmundsson frá Refsteins- stöðum í Viðidal. Dvaldi hann hjá þeim hjónum í fimm ár og er nú búsettur í Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu Björgvinsdóttur frá Garði í Mývatns- sveit. Sigríði Jónsdóttur kynntist ég ekki fyrr en kominn um tvítugt, þá sem væntanlegur tengda- sonur á fyrstu ferð minni að Laugabóli á Lauga- bakka í Miðfirði. Þá var hún enn á góðum aldri, hávaxin kona, mjög hæg í framkomu, talaði yfirvegað og vandað mál. Hún var fríðleikskona, einnig á 'síðustu árum sínum varðveitti hún þennan fríðleik sinn undir silfurhærum. Mér þótti í fyrstu að Sigríður væri of hlédræg og hógvær en komst fljótt að raun um að annað bjó undir. Hún var að eðlisfari mjög djúp hugsandi kona og næm. Slíku fólki er ekki eins brýn þörf á að tjá sig og öðrum. Hún sagði mér að sér veittist létt að komast í hugsanatengsl við fólk, það dygði sér vel. Á yngri árum mun hún hafa haft það sem menn kalla oftast „dulræna hæfileika", en hún einsetti sér að rækta það ekki, slíkt yrði henni um megn. Alls. konar mannrækt varð henni þó vel að skapi, og fyrst og fremst ber að nefna áhuga hennar fyrir ¦; starfsemi Guðspekifélags íslands. Hún stofnaði guðspekistúkuna Lind í Miðfirði þegar hún var til heimilis á Laugabóli, og óþreytandi var hún að útskýra fyrir mér, seinþroska manninum leyndar- dóma guðspekinnar. Það kom ekki að sök að hennar áliti þótt ég skildi hægt. Góð breytni var að áliti hennar nóg. Svo næm var hún fyrir hugsunum annarra að illt umtal setti hana úr sambandi þótt það snerti hana alls ekki neitt. Mér er þar minnisstæð frásögn hennar af því þegar hún ætlaði inn á framboðsfundinn í Ásbyrgi í Miðfirði. Sá fundur hefur víst verið harður, því Sigríður komst ekkert áfram; henni fannst þéttur og órjúfandi veggur milli sín og fundarmanna og fór hið snarasjta burtu. Því furðulegrá fannst mér síðar á ævinni, er leið að kosningum, hversu alvarlega hún tók allan þann darraðardans og sagði mér áfit sitt. Hún hafði lengi verið samvinnu- kona og taldi sig verða að fylgja Framsóknar- flokknum vel að málum. Mér varð ljóst að málefnið var henni fyrir öllu - aldrei hallmælti hún einum einasta stjórnmálamanni svo ég heyrði. Málefnið - gott eða vont var allt - stjórnmála- mennirnir aðeins boðberar eða handhafar málsins og skiptu hana engu. Mættu fleiri taka Sigríði Jónsdóttur til fyrirmyndar en nú er gert, og ef þetta er ekki pólitískt siðgæði þá veit ég ekki hvar það finnst. » < Önnur áhugamál en guðspekina hafði Sigríður

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.