Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Blaðsíða 7
Sigurjón Sigurðsson Paravöllum, áttræður Þann 7. apríl 1983 er merkisdagur í lífi Sigurjóns Sigurðssonar f.v. bónda á Þaravöllum Innri-Akr- neshr. semsé áttræðisafmæli. Sigurjón er að ætt og uppruna Borgfirðingur í fóðurætt en móðurættin er úr Árnessýslu. Hann er fæddur að Höfða í Þverárhlíð, víðar átti hann heima í uppdölum Borgarfjarðar í Reykholtsdal og Hálsasveit fyrstu bernsku og æskuárin. En flest hafa æviárin liðið á Þaravöllum eða allt frá 1919, en það ár flutti þetta fólk úr fjallabyggðinni fögru hér útá sjávarströnd. En hér er einnig vinaleg byggð sunnan Akrafjalls, sem er réttnefnd kóróna Akraness. Sigurjón ólst upp hjá foreldrum sínum þeim heiðurshjónum Sigurði Jónssyni bónda og refaskyttu og Jónu Geirsdóttur, sem bjuggu fyrst uppí Borgarfjarðardölum, eins og fyrr er getið og frá 1919 á Þaravöllum til dd. Þaravellir. voru á þeirri tíð kostarýr smájörð gömul hjáleiga frá Innra-Hólmi. Bærinn var byggður á sjávarbakkan- um, smá túnkragi umhverfis bæinn, sem tæpast gaf af sér töðu fyrir eina kú, landareignin samfellt graslendi, blaut mýri frá sjó að Akrafjallsrótum. Bú þeirra hjóna var því ekki stórt, en vel fóðrað og vel um hirt svo arður þess var notadrjúgur. Þarna var vel fyrir öllu séð og vel á öllu haldið, Þar leið enginn skort. Hitt vissu margir að þar var vel á borð borið. Bórnin báru því gleggst vitni, atgerfisfólk að allri gerð, sem skilað hefur sinni samtíð góðu verki. Mér koma helst gijmlu forn- sögukapparnir í hug þegar Sigurður á Þaravöllum er nefndur. Sívinnandi, kvikur í spori, hraust- menni, heillaður af fjalladýrðinni.heiðunum og verunni þar. Sá átti marga vökunóttina, slark og erfiði hér fram á heiðum við refaveiðarnar. Mér er sagt að Sigurjón hafi verið 8 ára byrjaður fefaveiðar með föður sínum. Börnin gerðust ung Þátttakendur í harðri lífsbaráttu í þá gömlu daga. Sigurður var orðlagður hörkumaður, hann mun hafa verið búinn íþróttahæfileikum, sem ungur maður. Hann var hress í viðmóti, forn í máli, "óður, minnugur, hagyrðingur góður, greindur °g hinn vingjarnlegasti maður, þannig kom hann mér fyrir sjónir. Ég hygg að Sigurjón hafi margt erft frá föður s'num og móður reyndar einnig. Sigurjón er stærri maður og þyngri, með stærstu mönnum að vallarsýn og eftir því þrekinn, enginn veit afl hans. Það þykja sæmilega færir menn sem geta látið yatna undir kvíahelluna á Húsafelli, Sigurjón tók Pann aflraunastein sem fis í fangið og rölti með, Sem létt byrði væri. Hann gat sem sagt uppfyllt skilyrðin sem sett voru að ganga umhverfis ¦""'arnar.með helluna í fanginu og hljóta þar með neitið fullsterkur. Eg minnist þess frá mínum uppvaxtarárum í sveitinni að sjá þá Þaravallafeðga Sigurð og 'gurjón fara um með trússhesta á leið fram í °rgarfjarðardali, reyndar fram á heiðar, snemma vors. Þá voru þeir að halda til refaveiða. eir höfðu orð á sér fyrir að vera miklar skyttur 's'endingaþættir og góðir veiðimenn. Þetta hafa verið svaðilfarir, að leggjast út fram á heiðum í vályndum vorveðr- um, kaldsamt þolinmæðisverk, en þetta voru engir aukvisar, og aufúsu gestir hafa þeir verið því refurinn er vágestur í fjárhjörð bænda, ekki síst á vorin þegar hann þarf meira í sín afkvæmi, sem eru að fæðast. Það var á orði haft hve vel þeim feðgum gekk veiðin. Það veit ég að lengi hafa þeir feðgar ornað sér við minningar frá þessum fengsælu ferðum, þá hefur bætt á gleðina að hitta gamla góða vini og frændur á þessum þeirra fyrrum heimaslóð. Sigurjón var elstur barna Þaravallahjóna, hann lá' ekki á liði sínu heldursótti til fanga á fjarlægari slóðir t.d. var hann í fjölda vetrarvertíðir til sjós í Sandgerði, á sínum yngri árum. Tæpan áratug var hann með Eyjólfi Jónssyni í Bræðraborg á m/b Víking og m/b Skírnir þeim happafleytum, þá talið eitthvert bezta skiprúm flotans, því Eyjólfur var frægur aflakóngur, árum saman allra manna hæztur. Sigurjón var einnig margar vertíðir á Akranesi, ætíð með úrvals mönnum, lengi með Sigurbirni Jónssyni heppnismanni, sem hann ber mikið lof á. Þetta segir það sem segja þarf. Það skiprúm sem Sigurjón skipaði varð tæpast betur skipað, þar skorti hvorki afl né úthald. Sigurjón hefur fært feng í bú foreldra sinna á þessum árum, svo afleiðingum fátæktar hefur verið bægt frá þeirra dyrum og vel fyrir öllu séð. Það má segja að ævistarf Sigurjóns sé þríþætt í aðalatriðum. Ungur maður er hann orðlögð góð skytta og veiðimaður, slíkt veitir mörgum ungum mönnum ómælda ánægju, það rennur lengi víkinga- blóðið í æðum íslendinga, reyndar teljumst við veiðimanna þjóð. 1 annan stað er það svo sjómennskan, sem er að vissu leyti því fyrra skyld. Og í þriðja lagi bóndastarfið, en hann tekur við sinni föðurleifð og gerist bóndi á Þaravöllum. Hann hélt vel í horfinu og búnaðist all vel, reyndár vel á verði staðið. Hitt er svo efni í aðra grein að í hans bóndatíð verður tæknibylting í íslenskum landbúnaði. Þar kemur fyrst til afurðasölulögin, sem var ein sú bezta réttarbót sem bændum hefur hlotnast. Að mega framleiða eins og geta og aðstæður leyfðu fyrir fast verð, sem var jafnvel sent bændum heim í mánaðargreiðslum, í stað allrar óvissunnar og öryggisleysisins sem áður ríkti. Svo kom vélvæðingin sem stór jók framkvæmdir á öllum sviðum. Blautu mýrarnar urðu að þurru mólendi, eftir framræsluna, síðar að gróðursælum túnum. Nú er Þaravallamýrin fagurgrænn töðu- völlur, á milli fjalls og fjöru. Þar sem áður var barist harðri lífsbaráttu með mjög fáar skcpnur, er nú þetta rýrðarbýli orðið að tveim jörðum sem tvær fjölmennar fjölskyldur lifa góðu lífi af búskapnum. Sigurgeir bróðir Sigurjóns reisti nýbýli úr Þaravallalandi og býr góðu búi. Og enn er hafist handa, tvö börn Sigurgeirs hafa byggt stór og glæsileg íbúðarhús á torfunni, slfk er gróskan.' Ólafur, nýi bóndinn á Þaravöllum á annað húsið, tiitt á systir hans og hennar maður. Sigurjón á svo sitt hús þarna og hefur haldið heimili með systur sinni og Sigurgeir sitt svo þarna er risinn byggðarkjarni, eins og það heitir á nútímamáli. Það sýndi frændrækni og vinarhug gamla mannsins að leggja bú og jörð í hendur Ólafs frænda síns, efnismanns sem hann ber traust .til. Fyrir gamalt fólk, sem gengur úr leik, er það mikið gleðiefni þegar vel tekst til með nýja ábúendur jarða. Ekki dregur það úr gleði þegar nánir vinir og ættingjar verða gæðanna aðnjót- andi. Það er nokkur glaðningur að mæta elli kerlingu, með heilum hug sáttur við allt og alla. Líta yfir gengna slóð, ylja sér við kærar minningar. Sjá nýja kynslóð takast á við verkéfnin af alhug og manndómi. Við þær aðstæður getur gamalt fólk gengið glatt í hvíldar sess. Kynslóðin sem nú skilar af sér lífsstarfi hefur unnið þjóð sinni það vel að hún á skilið kyrrlátt fagurt ævikvöld. Sigurjón hefur dvalist á sjúkrahúsum síðustu misserin. Hann er illa farinn í fótum, sjónin hvarf einn daginn og fleira bjátar á. Við áttum samleið á Sjúkrahúsi Akraness fyrir einu og hálfu ári. Sigurjón sýndi mér hlýjan hug, ég hafði mjög gaman af að ræða við hann, þar er ekki komið að tómum kofunum. Þetta er mikill skýrleiksmaður, hafsjór af fróðleik og minnugur. Ég veit hann hagyrðing góðan þó lítt á beri. Hann er góður vinur vina sinna og trölltryggur maður. Ég flyt Sigurjóni áttræðum beztu árnaðaróskir og bið honum alls þess bezta. Beztu þakkir fyrir hlý orð í minn gafð. Valgarður L. Jónssón frá Eystra-MiðfeUi.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.