Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Blaðsíða 4
Jónatan H. Benediktsson f.v. kaupfélagsstjóri Fæddur26.júlíl895 Dáinn 5. mars 1983 Jónatan fæddist og ólst upp á Smáhömrum í Tungusveit. Foreldrar voru þau hjónin Benedikt Guðbrandsson bóndi þar, Jónssonar sm.st. og Elínborg S. Jónatansdóttir frá Mýrum í Eyrar- sveit. Alsystkini Jónatans voru: Borghildur, kona Jakobs Thorarensens skálds, Þórdís, kona Karls Aðalsteinssonar bónda á Smáhömrum. Hálfsyst- kíni: Guðbrandur bóndi á Broddanesi, Elínborg S. kona Björns Halldórssonar á Smáhömrum. Eins og aðrir aldamótamenn ólst Jónatan upp við algenga vinnu til sjávar og sveita. í hvívetna þurfti að gæta hagsýni við heimilishald. Sparsemi og nýtni þótti þá ein af farsælum leiðum til sjálfsbjargar. 1 barnæsku Jónatans höfðu framsýnir menn í Kirkjubóls- og Fellshreppum náð því marki, að koma upp, að Heydalsá, fyrsta barna- og ungl ingaheimavistarskóla í sveit á íslandi. Skólinn starfaði 1897-1916. Þar mun Jónatan hafa fengið sína undirstöðumenntun áður en hann fór í Samvinnuskólann. Þaðan lauk hann námi vorið 1920. Eins og aðrir nemendur Jónasar frá Hriflu, mun hann hafa búið ævilangt að eldlegum áhuga þessa vökumanns. Jónatan stundaði búskap á Smáhömrum árin 1926-'32. Verzlunarfélag Steingrímsfjarðar, er hafði starfsemi sína á Hólmavík, var stofnað 28. des. 1898. Árið 1939 var nafni þess breytt í Kaupfélag Steingrímsfjarðar (K.S.H.). Jónatan gerðist verzlunarstjóri félagsins 1932- '38, og svo aftur kaupfélagsstjóri þess 1945 fram á árið 1958. í kaupfélagsstjóra tíð Jónatans teygði heimskreppan anga sína á Strandir, svo sem víðar um land. Þá kom það sér vel hversu kaupfélags- stjórinn var kunnur, frá uppeldisárum, gildi þess, að sjá fótum sínum forráð, án þess þó að missa sjónir á nauðsynlegri framvindu. Við Benedikt á Kirkjubóli áttum oft góðar kvöldstundir með Jónatani þegar við unnum að endurskoðun reikn- inga félagsins. Orðheppni hans var alþekkt, og smáskotin hittu ávallt í mark. Jónatan var kaupfélagsstjóri í Ólafsvík 1943- '44. Frá Hólmavík flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur og þar vann Jónatan við fjármála- og búvöru- deild S.Í.S. 1958-'68. Svo sem áður er vikið að var Jónatan óvenju traustur maður sem allir virtu, þótt skoðanamunur væri á í ýmsu. Það sem hann lofaði þurfti ekki að skrá, það stóð eins og stafur á bók. Hér á Ströndum hlóðust á hann ýmis trúnaðar- störf, sem ég veit ekki tölu á. Vil þó geta þess, að hann var um áratugi sýslunefndarmaður, bæði fyrir Hrófbergshrepp og Hólmavíkurhrepp, og fyllti út sæti sitt þar með sömu festu og myndar- brag er honum var lagið. Eftirlifandi kona Jónatans er Þuríður Samúels- dóttir bónda Guðmundssonar í Miðdalsgröf. Af hinni þekktu og fjölmennu Ormsætt frá Breiða- firði. Hún hefur verið betri manni sínum en engin, og reynst honum farsæll förunautur til lokadæg- urs. Börn þeirra eru: Óskar, skrifstofumaður hjá S.Í.S., Svavar, verkfræðingur, kvæntur Mörtu Magnúsdóttur frá Ósi, Ríkarður, flugstjóri, kvæntur Þóru systur Mörtu, Lára, húsmæðra- kennari. Jónatan var lítt gefinn fyrir alvörulaus fagur- mæli, en mat staðreyndir og dugnað að verð- leikum. Gamlir samstarfsmenn hans í Stranda- sýslu minnast hans með hlýhug. Núverandi stjórn og kaupfélagsstjóri K.S.H. vill færa honum þakkir fyrir að hafa getað leitt félagið gegnum erfitt þrengingar tímabil á jafn farsælan hátt og honum tókst. Um leið vottum við vandamönnum samúð við fráfall þessa trausta samvinnumanns, er starfaði fullan vinnudag í þágu samfélagsins. Ingimundur á Svanshóli. Magnús Ketilsson Fæddur 15. ágúst 1918 Dáinn 15. febr. 1983 Magnús Ágúst Ketilsson var fæddur að Holtum í Bolungarvík 15. ágúst 1918 og skírður í Hóls- kirkju 15. júní 1919. Foreldrar hans, hjónin Ketill Magnússon og Guðlaug Jónsdóttir áttu margt barna. Þau sem náðu fullorðinsaldri voru þessi: Þórunn og Sumarlína sem báðar voru giftar og áttu börn en dóu í blóma lífsins. Þá kom Magnús og þau sem nú eru á lífi eru þessi: Lovísa, Friðrik, Guðlaugur, Elías, Lilja, Sigríður og Skúli. Syst- kinahópurinn var myndarlegt og vel gert fólk. Á unga aldri fékk Magnús kíghósta, mislinga og þar á ofan brjósthimnubólgu og dó þá systir hans ofurlítið yngri, en hann var marga mánuði að ná sér. Strax og Magnús fór að geta eitthvað, fór hann að vinna og síðan varð líf hans ein þrotlaus vinna til dauðadags. Vann hann allt sem til féll til sjós og lands en hann þoldi sjóinn alltaf illaogvar því meira í landi. Magnús var lengi sem unglingur á sveitabæjum inn í fsafjarðardjúpi, á Siglufirði í síld og á Akureyri við húsgagnabólstrun. í Arskógsstrandarhreppi var hann, um tíma og víðar. Vorið 1954 er hann kominn aftur vestur í ísafjarð- ardjúp og fer þá að búa á jörðinni Tungu í Dalamynni, sem þá hafði verið í eyði í 9 ár og öll hús illa farin. Gerði hann við íbúðarhúsið og byggði upp útihúsin. Búnaðist honum þar yel enda afburða glöggur og góður fjármaður. Fór hann margar ferðir á haustdögum með hund sinn og hest í fjárleitir og heppnaðist vel. Magnús varð að fara frá Tungu eftir 4 ár og urðu það honum sár vonbrigði, en við það var ekki ráðið. Á Arngerðareyri bjó hann svo 1 ár en fargaði þá sínum ágæta bústofni með eftirsjá. Magnús var ákaflega greiðvikinn og hjálpsamur og vel liðinn allsstaðar og öllum, sem þekktu hann þótti vænt um hann og næstu nágrannar hans fjolskyldan á Rauðamýri f ísafjarðardjúpi fagnaði honum mjög er hann átti þar leið um. Magnús var ákaflega góður við allt ungviði og hændust börn að honum íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.