Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1983, Síða 8
Sr. Hannes Guðmundsson
Fellsmúla, sextugur
Hvert hérað hefur sín sérkenni í landslagi,
náttúrufari og mannlífi. Landslagið heldur sínu
svipmóti nær óbreyttu um aldir og árþúsundir.
Náttúruöflin togast á, eyða og græða, rífa niður
og byggja upp. Mannlífið er alltaf nýtt, endurnýj-
ast með hverri kynslóð.
f Rangárþingi er landslag stórbrotið og fjöl-
skrúðugt og glíma náttúruaflanna einatt hörð og
tilþrifamikil. Mannlífselfan líður fram í jafnari
straumi, kynslóð af kynslóð. Þó gætir þar einnig
flúða og fossa og engin aldan er eins. Hekla,
Eyjafjallajökull og Tindfjöll setja sinn hátignar-
lega svip á héraðið. Tíð eldsumbrot hafa ógnað
fyrir landi og að baki byggðar. En í þessari
umgerð þrífst mannlíf og menning í blómlegum
sveitum. Þar leggja allir sitt af mörkum, hver á
sínu sviði, - en sumir setja þó meiri svip á samtíð
og samfélag en aðrir. Einn af þeim sem það gerir,
svo eftir er tekið, er séra Hannes Guðmundsson í
Fellsmúla, sem varð sextugur 23. mars.
Sr. Hanncs er fæddur þennan dag árið 1923
vestur í Kanada, sonur Guðmundar Guðmunds-
sonar verkamanns og konu hans Elísabetar Jóns-
dóttur. Hann fluttist heim til íslands árið 1925 og
ólst upp í Reykjavík hjá móðursystur sinni,
Guðrúnu Jónsdóttur. Hann var bankaritari og
síðar gjaldkeri í Útvegsbanka Islands í Reykjavík
árin 1939-1948. Stúdent varð hann frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1950 og guðfræðiprófi
Helgi Gunnlaugsson
Hafursstööum, Öxarfirði, N-Ping.
Fæddur 4. okt. 1888.
Dáinn 25. jan. 1983.
Kæri vinur.
Nú er þinni löngu göngu lokið hérna megin. nær
95 ár.
Það var mikið lán fyrir mig að fæðast hjá ykkur
á Hafursstöðum og eignast þar með trausta vini
sem alltaf tóku mér opnum örmum.
Ég þakka alla sólskinsdaga hjá ykkur Kristínu.
þinni góðu konu, og hjá þinni kæru systur,
Halldóru frá Ærlæk.
Þetta voru dýrðar-dagar fyrir okkur hjónin að
skoða Forvöðin fögru, Hljóðakletta. Hólmatung-
ur og Dettifoss sem myndaði stanslaust regnbog-
ana okkur til augnayndis. Betri leiðsögumann en
þig var ekki hægt að hugsa sér. Hafðu hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Ég kveð þig með ljóðlínum frá Theodór bróður
þínum sem fylgdi með mynd af sveitinni þinni!
Hér vorsins dísir vaka bjartar nœtur
og vonareldar glceda um betra líf og frið,
þá kyssir sólin sérhvert blóm er grœtur
og söngvar dagsins hefjast með blíðum
þrastaklið.
Guð varðveiti þig og blessi.
Þín vinkona,
llulda Jónsdóttir.
lauk hann frá Háskóla Islands vorið 1955. Hann
fékk veitingu fyrir Fellsmúla í Rangárvallapró-
fastsdæmi frá 4. júlí 1955 og var vígður 10. sama
mánaðar. Þar hefur hann verið sóknarprestur
síðan. Á árunum 1942-1955 var sr. Hannes í
safnaðarráði Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og
einkaritari fjárveitinganefndar Alþingis árin 1950-
1953. Aukaþjónustu hafði hann í Kirkjuhvols-
prestakalli um skeið 1972 og aftur 1978. Sr.
Hannes var formaður Kirkjukórasambands Rang-
árvallasýslu árið ■ 1974 og í prófastsdæmisráði
Rangárvallaprófastsdæmis hefur sr. Hannes átt
sæti frá Stofnun þess árið 1978.
Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti um
starfsferil sr. Hannesar, þá hefur hann nú í nær
þrjá tugi ára markað spor og mótað svip mannlífs-
ins meðal safnaða sinna og héraðsbúa allra. Hann
hefur víða komið við og oft verið til ráða kvaddur
og þá helst er mikið þótti við liggja að með reisn
væri á málum tekið.
Prestsstarfið og þjónustan í kirkjunni hefur þó
jafnan átt hug hans allan og önnur störf hans mótast
af því. Þetta á ekki síst við um þátt hans í sönglífi
og öðrum menningarmálum í héraðinu. Þar vill
hann sem annars staðar halda hátt hinu kristna
merki. Sr. Hannes hefur ekki talið eftir sér neina
fyrir höfn, hvorki erfiðar ferbir né vökur, sem
þessum störfum fylgja í víðlendu héraði þar sem
búsannir kalla að daginn langan, en menningar-
og félagsstörf eru unnin á síðkvöldum og heim-
ferðin tekur fram á nóttina fyrir þá sem lengst eiga
að sækja. Fellsmúli er þannig í sveit settur, í
fjallasal nær Heklurótum, að drjúgur vegur og
tafsamur getur orðið í lágsveitir, ekki síst um
vetur í misjafnri færð. En fögur er þar fjallasýn á
björtum vornóttum. Út um austurgluggana á
stofunni prestsins gefur að líta svipaða sýn og þá
er Kristján X. konungur sá úr stofuglugga Klem-
ensar á Sámsstöðum, til austurjökla, - og hreifst
svo af, að hann gaf heila rúðu úr völdu gleri í
gluggann og lét fjarlægja pósta og annað, sem
skyggt gæti á þá dýrðarsýn sem þarna blasti við
honurri. Þessi gluggi er síðan nefndur konungs-
gluggi. $r. Hannes á líka næmt fegurðarskyn og
kann að meta fjallatign og fjallafrið. Hann hefur
unað sér öll þessi ár við aðstæður, sem ýmsir munu
vilja kenna við fásinni og jafnvel einsemd. En
hlutföllin milli Guðs og manns eru hin sömu í
fámenni og fjölmenni. Gildi þjónustunnar við
Guð fer ekki eftir höfðatölu manna.
Sr. Hannes hefur ekki bundið hugann við ytri
aðstæður, hvorki góðar né slæmar. Hann hefur
horft hærra. Hann á nefnilega sinn konungs-
glugga. Það er hans trúarsýn. Þar skyggir ekkert
á mynd frelsarans, konungsins Krists. Um þetta
vitnar hann sjálfur í Kristnum hugvekjum, sem
nýlega voru gefnar út: „Einn er sá, sem fæddist
þessari jörð, Drottinn Jesús Kristur. Enginn gat
sannað á hann synd og svik voru ekki fundin í
munni hans. Hann bjó yfir því valdi, sem Guðs
er, vegna þess að hann var hugur Guðs og hugsun,
Framhald á bls. 6.
8
Islendingaþættir