Íslendingaþættir Tímans - 20.04.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 20.04.1983, Blaðsíða 3
Einnig má nefna Þorkel Jóhannesson frá Syðra- Fjalli, prófessor og fræðimann, sem var dótturson- ar Jónasar Kristjánssonar, hálfbróður Leirhafn- arbræðranna, og elstur barna Kristjáns Þorgríms- sonar, af fyrra hjónabandi. En Jónas hvarf til Vesturheims með fjölskyldu sína, að undantek- inni Ásu dóttur sinni, móður Þorkels prófessors og systkina hans. Kristján Þorgrímsson áti allmargt systkina, einkum bræður, sem upp komust, og var yngstur þeirra, fæddur árið 1819, en elsti bróðir hans Halldór, sem bjó sinn búskap allan á Bjarnar- stöðum í Bárðardal og jafnan við þann bæ kenndur, var fæddur árið 1800, varð frægur a.m.k. um allt Norð-Austurland, fyrir að hafa alveg bjargað sveitarfélagi sínu Bárðardal í harðindum, um miðja 19. öldina, því hann átti jafnan heyfyrningar. Annar bróðir Kristjáns Þor- grímssonar var Friðrik, sem lengi bjó að Svartár- koti í Bárðardal og telja má hinn fyrsta fiskirækt- armann á íslandi. Hann flutti hrong Mývatns- silungs, frá Mývatni, í Svartárkots-vatn, sem áður var fiskilaust, en hefir síðan verið allgott veiði- vatn. Hann bar hrognin á bakinu á milli vatnanna, í vatnsheldum trékassa er hann gerði í þessu augnamiði. Hann var faðir Reykjahlíðarbræðr- anna gömlu. Helga Sæmundsdóttir, móðir Helga og bræðra hans, var kvenskörungur og gæðakona, veitul og gestrisin. Hún fæddi bónda sínum og þjóðfélaginu sex sonu og kom þeim öllum til manndómsaldurs, þótthúnyrðiekkja,eryngstisonurinn Helgi var á öðru sínu aldursári. Þá voru allir synirnir sex innan fermingaraldurs. En við hyggindi og stjórn- semi húsmóðurinnar fór allt vel úr hendi, og elstu drengirnir komu fljótlega til hjálpar móður sinni. við búskapinn og sýndu fljótt hversu miklir manndómsmenn þeir voru, hver á sínu sviði. Sumir urðu smiðir á tré og málma, að mestu af eigin hagleik, aðrir fjárræktarmenn svo af bar og jarðræktarmenn. Kristján Þorgrímsson, faðir Helga heitins og bræðra hans, bjó mest allan sinn búskap í Norður-Þingeyjarsýslu, aðallega í Þistilfirði, Eaman af, t.d. á Bæistöðum í allmörg ár, sem er heiðarbýli þar í sveit, góð engjajörð, en snjóþung að vetri og vori, einhver ár í Presthólum 1 Núpasveit er þar varð eitthvað á milli presta, en fékk Leirhöfn til ábúðar nálægt áratugnum 1880, °g þar missti hann fyrri konu sína. Með henni. eignaðist hann 7. börn, sem til aldurs komust, 4. hrengi og 3. stúlkur, sem öll áttu eftir sig afkomendur. Svo sem áður er sagt ólst Helgi upp í Leirhöfn, nieð móður sinni og eldri bræðrum. Hún hélt þar áfram búskapnum eftir mann sinn sem ekkja en taldist hafa ráðsmann fyrstu árin, þar til drengir hennar komust yfir fermingaraldur, hver af oðrum, og gátu tekið við búsýslu allri, utan húss nteð tilsögn móður sinnar fyrst í stað, en hún hafði reynslu í öllum bústörfum, eftir margra ára búskap, emð móður sinni á heiðarbýli á Öxar- tjarðarheiði. Um tvítugs-aldurinn hleypti Helgi Kristjánsson 1 Leirhöfn heimdraganum og sigldi til Noregs við fremur smá fararefni með haustskipi sem flutti saltkjöt til Noregs. Þá var þegar fyrir nokkru hafin heimsstyrjöldin hin fyrri, sem þó ekki virtist koma að sök, í þessu tilfelli, og Helgi gekk heill á húfi á land í Stafanger í Noregi. Þar réði hann sig Ajútlega til vistar hjá bónda suður á Jaðri, þar sem til forna var heimkynni og yfirráðasvæði höfðingjans Erlings Skjálkssonar af Sóla, sem sagan hermir. Þarna á Jaðrinum, vann Helgi mikið við jarðrækt og lærði að beita hestum og hestaverk- færum, og mörg önnur nýtileg störf sá hann þar, sem hann tileinkaði sér og síðar komu að haldi. Haustið eftir var hann við skógarhögg og fleiri störf, fram um eða yfir hátíðir, en fór þá suður til Kaupmannahafnar. til að fullnuma sig í bókbandi, sem hann hafði að nokkru lært áður hjá Birni Guðmundssyni bónda á Grjótnesi, En þarna lærði hann að gylla á bækur, ásamt fleiri vinnubrögðum tilheyrandi þessari iðn. Við þetta var hann fram á vorl918 að hann hvarf heim með vöruflutninga- skipi til Þórshafnar ásamt nokkrum öðrum farþegum, sem verið höfðu í Kaupmannahöfn um veturinn. Þar sá ég Helga í Leirhöfn í fyrstá sinn, en fundum okkar átti oft eftir að bera saman síðar, og kynning að verða mikil og góð. Þegar eftir að Helgi kom heim, úr þessum leiðangri sínum, fullur hetjumóðs og áhuga á allskonar verklegum fram- kvæmdum til að notfæra sér það sem hann hafði séð og lært á erlendri grund, og varð þá fyrst og efst í huga hans móðurmoldin, að breyta henni úr óræktarmóum í græna grasvelli. Hann fékk sér fljótlega dráttarhesta, plóg og herfi, við þeirra hæfi, og fleiri hestaverkfæri og hóf jarðræktina, að vori og hausti og bókbandið að vetrinum. Hann var einn hinna fyrstu, hér um slóðir, sem notaði sáðræktaraðferðina við grasræktina, áður var eingöngu notuð þaksléttuaðferðin, og notaði þara, sem jafnan var nóg af í Leirhafnarvíkinni, fyrir undirburð, sem hann svo herfaði niður í moldina. Allt varð þetta að gerast með hestum, því dráttarvélar k omu ekki til sögu hér um slóðir fyrr en rúmlega áratug síðar en Helgi hóf sína grasrækt í Leirhöfn. Helgi kvæntist sumarið 1923 eftirlifandi konu sinni, Andreu P. Jónsdóttur, frá Ásmundar- stöðum á Sléttu. Þau voru þremenningar að frændsemi. Þannig að Jón Sigurðsson bóndi í Skinnalóni á Sléttu, móðurfaðir Andreu var bróðir Kristínar móður Helgu í Leirhöfn móður Helga Kristjánssonar. Það er óhætt að fullyrða, að hún var skærasti og um leið hlýjasti sólargeisl- inn í lífi hans til æfiloka. Þau eignuðust sjö börn en misstu eitt þeirra, dálítið stálpaða stúlku sem hvíti dauðinn tók. Hin 6 eru eftirtalin : Jóhann bóndi í Leirhöfn kvæntur Dýrleifu Andrésdóttur, frá Syðri-Brekkum á Langanesi, Jón kvæntur Valgerði Þórsteinsdóttur, skipstjóra frá ísafirði, Hildur gift Sigurði Þórarinssyni frá' Laufási í Kelduhverfi. Þessi hjón hvortveggja búsett í Reykjavík. Helga gift Pétri Einarssyni Garði í Núpasveit, Anna búsett á Kópaskeri, ekkja eftir Barða Þórhallsson, og Birna, ógift afgreiðslu- stúlka búsett í Reykjavík. Þar sem a.rn.k. 2/3 af börnum þeirra Leirhafnarhjóna hafa þegar látið eftir sig afkomendur er þegar til reiðu allstór ættleggur frá þeim kominn, af ágætum þjóðfélags- þegnum, svo að þau hafa ekki látið sig án vitnisburður á því sviði fremur en öðrum. Helgi í Leirhöfn var mikill bókasafnari. Það var honum mikil ástríða að eignast bækur, og fór vaxandi með aldrinum. Hann byrjaði með því, að hirða bækur sem voru í lítilli umhirðu í grennd- inni, binda þær og plástra eftir þörfum, svo þær kæmust í nothæft ástand. Hann keypti líka nýútkomnar bækur og rit, sem voru á markaði og varði árlega til þess ærnu fé. Hann fylgdist vel með hvað fornbóksalar höfðu að bjóða og náði þar stundum góðum dráttum. Hann vildi helst kaupa bækur aðeins í kápu og binda þær sjálfur, taldi það band haldbetra en vélabandið. Þegar svo æfinni tók að halla og heilsan að bila, á áttunda tug æfi hans, buðu þau hjón Helgi og Andrea í Leirhöfn sýslunefnd Norður-Þingeyjarsýslu bóka- safnið að gjöf og var við því tekið með þakklæti, þar sem hér var um stórgjöf að ræða, svo mikið verðmæti er þar samankomið. Auðvitað ætluðust gefendurnir til, að safnið yrði flutt á einhvern þéttbýlisstað í sýslunni og þar byggt yfir það en ekki veit ég, sem þessar línur rita, hvort þáð hefir verið fram tekið í gjafabréfinu. En safnið er enn í Leirhöfn eftir um áratug í eigu sýslunnar en í góðum húsakynnum, en ekki verulega aðgengilegt aimenningi. Eftir að Helgi hafði, með góðri aðstoð bræðra sinna einkum þeirra Sigurðar og Guðmundar, fært Leirhafnar-túnið bæði út og suður með fjallinu, sem bærinn stendur undir, um marga hektara og auk þess gert allstórt tún úr mólendi út með víkinni austanverðri kallað Sjóhústún. Þegar kom fram á fjórða áratuginn hóf Helgi iðnrekstur, sem raunar mátti fremur kalla heim- ilisiðnað, þar sem öll vinnan var framkvæmd af heimilisfólkinu, hjónunum og vinnufólki þeirra, ef eitthvert var. Hann byrjaði með húfugerð, aðallega kulda- og vetrarhúfur, úr sútuðu skinni. Þar sem þessi framleiðsla seldist vel jók Helgi framleiðsiuna einkum að fjölbreytni. Hann vann við þennan iðnað sinn oftast langan dag ásamt bókbandinu, sem hann stundaði alltaf eitthvað árlega. Helgi tók þátt í sjávarútgerð um nokkur ár ásamt Sigurði bróður sínum, og af því tilefni byggðu þeir allstórt hús portbyggt við víkina austanverða. Útgerðin heppnaðist ekki og húsið síðan gert að trésmíðaverkstæði, en stendur nú autt og yfirgefið þar á bakkanum austan við Leirhafnarvík. Þau hjón Helgi og Andrea voru mjög gestrisin, svo og Sigurður bróðir Helga. Leirhafnar-heimilið var í þjóðbraut og bar þar of tmann að garði. Ég minnnist sérstaklega kaupstaðaferðanna til Kópaskers á veturna, sem ég var þátttakandi í um nokkur ár í misjöfnum veðrum og færð. Þá var oftast gist í Leirhöfn, því skörðin voru seinfarin með þung æki sem þreytti bæði menn og hesta. Þá var gott að koma í Leirhöfn, hestarnir settir við töðustall og menn að vistaborði, og við fræðandi og skemmtandi umræður við húsbændur og annað heimafólk. Ég minnist líka og vil af alhug þakka alla fyrirgreiðslu við ipig, er ég vann við tún okkar Raufarhafnarbúa þar í grenndinni um árabil. Þá var gott að koma í eldhúsið til Andreu og neyta þar matar eða kaffis eða hvort tveggja, eftir því sem á stóð og við átti. Bræðurnir í Leirhöfn voru sérstaklega greið- viknir og hjálpsamir ef nágrannar þeirra eða aðrir þurftu liðsinnis við. Varð ég sem þetta rita áðnjótandi þessa liðsinnis. Þegar ég hafði mikið hey undir, og fullþurrt til hirðingar kom Helgi oftast óbeðinn mér til hjálpar við að koma því saman og hafði stundum tvær dætur sínar með. Þetta var mér ómetanleg hjálp, þar sem túnið var allstórt 16,5 ha. og nokkuð grasmikið á þeim árum. Þetta var fólkið sem iðnaðinn stundaði og stóð upp frá,', saumavélunum til að liðsinna mér og þeim sem ég vann fyrir, sem voru flestir íbúar í Raufarhafnarþorpi. Sigurður bróðir Helga var 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.