Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 2
Þorvaldur Sigurösson 50 ára Þorvaldur er fæddur á Akranesi 24. apríl 1933 og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Eggertsdóttir, Böðvarssonar smiðs í Hafn- arfirði. Er hún þannigafkomandi Böðvars Högna- sonar prestaföður. Böðvar var fjórði sonur Högna Sigurðssonar, sem í 22 annan lið var kominn af Þorgeiri Ljósvetninga-Goða. Þess hins sama er á Alþingi íslendinga, í júní mánuði árið 1000 kvað upp öriagaríkasta útskurð í sögu þjóðarinnar, að allir menn á landi hér skyldu kristnir vera og trúa - á einn Guð Föður, Son Hans og Anda Helgan., Þessi ætt er ein stærsta á íslandi og margir göfugir menn eru í þeirri röð. Faðir Þorvaldar var Sigurður Sveinn Vigfússon, Magnússonar frá Jörfa á Akranesi. Stóð heimili þeirra hjóna lengst af á Akranesi og settu þau svip á bæinn og stóri barnahópurinn þeirra. Þau hjón voru virtir borgarar og lögðu mikið af mörkum við uppbyggingu kaupstaðarins. Þau eru bæði látin. Þorvaldur var vel af Guði gerður og hlaut góðar gjafir Drottins í vöggugjöf. Hann var frískur og tápmikill strákur, sem tekið var eftir. Gagn- fræðaprófi lauk hann 16 ára og settist svo síðar í Verslunarskóla íslands. Þar nam hann í þrjá vetur og hætti að svo komnu námi. Þar hefst harmasaga vinar míps og frænda. Hann velur sér félagsskap við Bakkus og kynntist hann harðri þjónustu hans um árabil. Þorvaldur hafði alla hæfileika til forráða. Nú skiptir hann um störf og er bæði til sjós og lands. Man ég hann á „Andvara" VE 101 með Þorleifi Guðjónssyni frá Reykjum í Eyjum. Um árabil var Þorvaldur á togurum frá Reykja- vík. Allt voru þetta heiðarleg störf og gagnieg. Andlegur hagur Þorvaldar tók breytingum, við að kynnast starfi Hvítasunnumanna. Kristján Reykdal mun fyrstur manna úr okkar röðum hafa lagt lóð sitt á vogarskálarnar, Þorvaldi til hjálpar, síðan komu Asmundur Eiríksson og kona hans og börnum fagurt heimili. Hún lét sér mjög annt um uppeldi bama sinna og kaus þeim sumardvalar- staði heima í Borgarfirði. Hún vissi að sveitalífið og starf sveitarinnar var besta leiðin til þroska barnanna ásamt umhyggju foreldra. Áður en hún giftist dvaldi hún oft yfir sumarið við sveitastörf með Helga son sinn. Einnig var hún ráðskona hjá Skógrækt ríkisins nokkur sumur og þar kynntist hún manni sínum. Hún var eins og áður segir mikið náttúrunnar barn. Hún unni öllum dýrum en var einkanlega mjög elsk að hestum. Hún átti góða hesta meðan hún dvaldi í foreldrahúsum. Eftir að yngri börnin komust nokkuð til ára eignuðust þau hesta og lifði hún sig inn í þau áhugamál þeirra svo að unun var að. Fannst mér stundum er hún var að segja mér frá hestaferðum þeirra, bregða fyrir geisla í brúnum augunum rétt eins og hún væri að endurlifa liðna daga. Nú er komið að lokum okkar samvista hér, en fullvissar um endurfundi vorum við báðar, og er ég seinna legg af stað yfir móðuna miklu þá veit ég að mér verður tekið vel af henni. frú Þórhildur Jóhannesdóttir. Síðar Glenn B. Hunt og fleiri. Foreldrar Þorvaldar stóðu heils- hugar með í bænum sínum, um sigur fyrir drenginn sinn. Fyrir þeirra orð leitaði hann Drottins. Árið 1972 giftist Þorvaldur Guðrúnu Magnús- dóttur frá Sauðárkróki og gekk hann jafnframt börnum hénnar í föður stað. Þetta varð mikið gæfuspor fyrir Þorvald. Sá sem eignast góða konu, eignast gersemi, -kvað hinn vísi Salómon. Annar spekingur sagði að góð kona, væri ýmist ankeri eða segl. Virðist mér Guðrún hafa orðið hvort tveggja fyrir Þorvald sinn. Þorvaldur lagði sig mjög fram á árunum 1972 og 1973 um stofnun Samhjálpar Hvítasunnu- manna. sem allt fram á þennan dag undir forustu Hún verður eflaust búin að leggja á þann skjótta og kannski búin að ná þeim ijósa fyrir mig. og þá verður ekki farið hægt um vegina fyrir austan sól og sunnan mána. Að endingu þakka ég minni elskulegu vinkonu allar samverustundirnar. Ég bið góðan guð að styðja og styrkja aldraðan vin minn Helga. svo og minn góða vin Sigurð og börnin hennar öll. Guð leiði einnig litlu barna- börnin og alla aðra ástvini. „Far þú í friði. Friður guðs þig blessi." Helga Minning Guðrún Helgadóttir Vogatungu 34 F. 14. sept. 1922 D. 25. feb. 1983 Föstudaginn 25. febrúar andaðist skólasystir okkar, Guðrún Helgadóttir, á Landspítalanum eftir stranga og erfiða sjúkdómslegu. Við skóla- systur hennar vonuðumst til að hún fengi enn að vera meðal okkar en sú von brást. Óla Ágústssonar hefir unnið mikið og gagnlegt starf, til hjálpar og uppbyggingu alkoholistum. Þorvaldur og Guðrún flytja til Svíþjóðar og þar leggur Þorvaldur fyrir sig skólanám. Vitanlega kominn af léttasta skeiði. Sat hann í Maríanne- lund og las þar Guðfræði. Frá þeim skóla réðist hann til Samhjálpar Hvítasunnumanna í Svíþjóð. Lewi Pethrus stift- else. Sú stofnun er stórveldi á sínu sviði, undir stjórn forstöðumanns Eriks Edin. Mörg krafta- verk til mannbóta hafa átt sér stað í þeirri stofnun. Ein deilda sænsku Samhjálpar er í Drottning- argötu 33 Gautaborg. Þar er Guðrún húsmóðir heimilisins og Þorvaldur og dóttir þéirra Mart'a starfsfólk. Þrisvar sinnum hefi ég gist í því heimili og séð það með glöggu auga gestsins. Það fer ekkert á milli mála, að þarna nýtur Þorvaldur sín. Miðlar hann af biturri margra ára reynslu, frá fang- brögðum Bakkusar og svo til þess að vera frelsaður frá þeirri áþján til dýrðarfrelsis Guðs- barna. Ég vissi oft um tóma pyngju og þröngan kost hjá Þorvaldi hér heima. Eg hefi einnig gist núverandi heimili hans og átti ég ekki orð yfir góðum högum þeirra hjóna. Sjaldan hefi ég séð það betur að „Guðhræðslan er mikill gróðavegur" eins og þar í heimili Guðrúnar og Þorvaldar. Hugheilar hamingjuóskir streyma til Þorvaldar Sigurðssonar frá Akranesi við þessi tímamót. Hamingjuóskirnar streyma til mannsins sem átti bágt. En sneri til fylgdar við Jesúm Krist. Þá veittist honum allt. Því þannig hljóðar fyrirheiti Drottins: „Leitið fyrst Guðs-Ríkis og þess réttlæt- is, þá mun allt annað veitast yður að auki". Einar J. Gíslason Heimilisfang Þorvaldar Sigurðssonar er Paprikagatan 36 42447 Angered Svíþjóð. Haustið 1940 hittust glaðar ungar stúlkur að Staðarfelli í Dalasýslu.semþávarhúsmæðraskóli- Meðal þeirra var Rúna, eins og við kölluðum hana. Þessi unga prúða stúlka átti eftir að veita okkur margar ánægjustundir með sinni glettni. gleði og skemmtilegum tilsvörum. Margar okkar hafa þekkt hana í gegn um árin. en síðastliðin 20 ár höfum við haft samband mánaðarlega að vetri til. og þótti okkur alltaf jafn gaman að hittast og rifja upp gamlar endur- minningar. Síðast gat Rúna verið með okkur 6. desember þó hún gengi ekki heil til skógar. Þegar við horfum til baka finnst okkur þetta stuttur tími en endurminninguna gevmum við um góða skólasystur. Við þökkum henni samfylgdina og kveðjum hana með söknuði um leið og við biðjum góðan guð að leið a hana á nýjum vegum- Vottum eiginmanni. börnum. tengdabörnum- barnabörnum og öldruðum föður ásamt öðrum ástvinum okkur innilegustu samúð. Skólasystur.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.