Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 7
Guðmundur Pétursson Fæddur 16. ágúst 1915. Dáinn 22. desember 1982. Við fráfall Guðmundar finnst mér sveitin mín hafa misst hluta af ásjónu sinni. Horfinn er sjónum okkar litríkur persónuleiki, gæddur þeim bestu eiginleikum, sem einn einstaklingur og bóndi getur haft, ein eftir situr minningin sem aldrei deyr. Um huga minn þjóta margar spurningar: Hvers vegna er hann svo skyndilega hrifinn burt frá heimili sínu og sveitinni sem hann unni svo mjög? Hvers vegna er dauðinn svona miskunnarlaus? En ég fæ ekkert svar. Guðmundur háði sína hörðu baráttu við dauð- ann án þess að nokkurt bituryrði félli af hans vörum. Hann var sterkur og sáttur við þau endalok að deyja, sem sá einn getur verið, sem náð hcfur mestum andlegum þroska. Það var Guðmundar happ að fá lífsförunaut sem vann markvisst að sama marki og hann, að fegra umhverfi sitt, yrkja jörðina og unna lífinu í kringum sig. Ég þakka Guðmundi allar góðar leiðbeiningar, hlý orð og margar ógleymanlegar stundir. Ég bið guð að styrkja fjölskyldu hans, einkum eiginkonu og soninn unga, er nú stendur á krossgötum lífsins allt í einu sem stjórnandi Þegar Rósberg settist að á Hólum mátti finna að líkamleg heilsa hans var farin að liila. Hinsveg- ar varð í engu fundið að andlegur kraftur hans hefði dvínað. Hugmyndaríki.orðsnilldoglífsgleði fylgdi honum sem fyrr. Það var lífsnautnin frjóa að fá Rósberg í heimsókn og tilhlökkunarefni að eiga vón á honum ótímasett en reglubundið. ræða við hann dægurmál eða heyra hjá honum nýjan og gamlan kveðskap. eða frásögur af nýlegum eða liðnum atburðum.. umsögn hans unt bækur, sem hann var að lesa eða athugasemdir hans unt menn og málefni. Næmni hans var slík, að hann upplifði umhverfi sitt sterkar en annað fólk og var einkum fundvísari á skoplegar hliðar mála en flestir aðrir. Hann er aufúsugestur jafnt þar sem hann átti sálufélaga að lífsskoðun og annars staðar. Einnig var áberandi hvað börn löðuðust að honum. Það. sem gert hefur Rósberg landskunnan öðru fremur eru beinskeyttar vísur hans. Vísur eða ummæli verða fljótt gleymsku að bráð. ef þau finna ekki bergmál í hugum þeirra, scm heyra. annað hvort fyrir efni. orðkyngi eða hvorttveggja. Undan þeim getur sviðið, jafnvel lengur en höfundur ætlast til. Stundum var engu líkara en að tvær persóriur bvggju í Rósberg. önnur. sem orti misfagrar vísur °g hin. sem sá eftir því og hafði af því áhyggjur.' aö vísurnar kæmust á krcik. Mig Íangar að nefna hér eitt dæmi. Eitt sinn gerðist það. að aldavinur Rósbergs. Kristján skáld frá Djúpalæk. fór um Akureyri án þess að heilsa upp á hann. Það varð Rósberg tilefni að eftirfarandi vísu: Vini alla einskis mai yfir fjallið strekkti. Meira gallad mannrassgat inaður varla þekkti. Mér er það stórlega til efs að Kristján frá Djúpalæk hafi í annan tíma fengið áþrcifanlegri kveðju um það að hans hafi verið saknað og að heimsóknar hans væri beðið en þessa og finnst að hann megi harla vel við una. I bók sinni. „Líkaböng hringir", upplýsir höf- undur, Gunnar Bjarnason, að annað tveggja tilefni þess að hann skrifaði þá varnarbók fyrir gjörðum sínum þegar hann var skólastjóri á Hólum í Hjaltadal var vísa Rósbergs: „Hurl leiktir Gunnar Hólastól". Slíkur getur máttur einnar vísu verið. En Rósberg átti líka aðra strengi í hörpu sinni, Ijóðræna og tregafulla, þar sem hann orti dýrðaróð til æskuslóða sinna. Síðustu ljóðabók sinni lýkur hann mcð þessari stöku: Oft er gtelt við grafna sjóði, gengin spor um liœð og laut. I>ar er gróinn götuslóði gömlum manni Aðalbraut. Ég.mun gevma minninguna um heiðríkan drengskaparmann, scni lifði lífinu lifandi um leið og hann fann til með þeim, sem minni máttar voru. Ég og fjölskylda mín þökkum honum sámveru- stundirnar ög flytjum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Matthías Eggertsson stórbýlis. Megi guð og gæfan fylgja ykkur í leik og starfi. Eygló Þóra. FRÁ HEIMAHÖGUM Ljóð flutt við útför Þórodds Guðmundssonar frá Sandi Kveðja frá bróður hans / mjallhvítum voðum vakir vetur og merki setur á tregandi heimahaga, handan við grjót og sanda. Kyrrláli friðurinn fagri fellur að bláu svelli, er sonurinn Ijúfi leggur leið út á höfin breiðu. Ferðast um fornar slóðir fölir í veðri svölu geislarnir gœskuríku, góða aðhlynning bjóða. Þeir munu vonir vekja vinum í morgunskini, léttfœrir gróna götu gaitga í blóma angan, Hœkkar sólfar í suðri syngur og hugsun yngir lofgjörðar landi yfir líðtir itteð tónum þýðum. Blessuð sé minningin mœta manndómsins góða og sanna, þökk fyrir afreksverk unnin, óðttl mörg sagna og Ijóða. Valtýr Guðmundsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.