Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 6
ó**é*é*. Rósberg G. Snædal Rósherg G. Snædal er látinn. Á miðjum degi eins og hann átti að sér, að kvöldi allur, hjartað brostið. Það var haustið 1976 að leiðir okkar lágu saman. í>á réðst Rósberg kennari að barnaskólan- um að Hólum í Hjaltadal, en ég var þá kennari við bændaskólann á staðnum. Við höfðum þá ckki sést en ég hafði heyrt og séð vísur hans og Ijóð og kunni jafnvel örfáar vtsur hans. Þótt margar þeirra væru ortar með snilldarfökum þá rcyndist sem endurskin eitt að hafa heyrt þær miðað við að kynnast manninum sjálfum. Saga Rósbergs var orðin löng áður en hann fluttist í Hóla. Hann fæddist í Kárahlíð í Laxárda! í Austur-Húnavatnssýslu hinn 8. ágúst 1919. Foreldrar hans voru Klemensína Klemensdóttir og Guðni Sveinsson bóndi þar og á fleiri jörðum í sömu sveit, en Laxárdalur er nú að mestu í eyði. Á uppvaxtarárum Rósbergs var hér kreppa í landi og mótaði hún án efa lífsskoðanir hans. Utan barnaskólanáms í nokkra mánuði átti hann ekki kost á annarri skólagöngu en skammri skólavist í Reykholtsskóla. þá kominn fast að tvítugu. eiginleikar að njóta gjafa heimsins sér til þroska og betra Iífs. Þá kosti hafði Gunnar til að bera. Líf og starf hans einkenndist af fegurð í athöfn, í leik og á borði hersdagsleikans. Næmni lista- mannsins var dulinn fjársjóður bak við meðfædda hógværð hins ötula daglaunamanns. Lífsstarfi hans tengdist að miklu leyti málmsmíði í öllum hennar fjölbreytileik. Það starf, sem og önnur, leysti hann snyrtilega og ósérhlífið af hendi og getur víða að sjá vandaða smíðisgripi. Gunnar var góður teiknari og rithönd hans vönduð en tími gafst of sjaldan til að festa fjölbreyttar, fastmótaðar hugrenningar á blað. Hann unni tónlist og ógleymanlegar eru þær stundir, þegar ljúft var strokið á fiðlustrengi eða danstaktur sleginn á gítarinn. Orðheldni, ná- kvæmni og samviskusemi voru hans aðalsmerki. Það sem fuglinn fer, er leið til gæfu. Sem siglingamaður, flugmaður, sundmaður og áhugasamur njótandi íslenzkrar náttúru í lofti, á láði og legi naut hann sinnar jarðnesku tilveru í samfylgd konu og barna. Það eitt að vera engum háður og hafa vald yfir líðandi stund í umhverfi sínu, var honum einkar kært. Það er miskunn máttarvaldanna að gefa okkur trú, trú á það sem við erum og hvað við getum. Það, að trúa, veitir okkur vissu fyrir því að tilveran ætlar okkur ákveðið dagsverk og tilvera nýs lífs sannar að það dagsverk er til góðs. Megi styrkur og einhugur í trú að hið ókomna veitast þeim er nú minnast með þakklæti dásam- legrar tilveru Gunnars meðal okkar og sjá á bak horfnum vini. Samúðarkveðjur Þorsteinn Vcturliðason Sjálfsnámið var honum drýgst. Með áhuga og ástundun náði hann afburða góðum tökum á íslensku máli. Málið varð honum lifandi vopn og fátt var það, sem hann velti meira fyrir sér en þanþol þess. nýyrði og orðaleikir. Rósberg var t.d. eitt sinn í framboði til Alþingis í N-Þingeyjarsýslu fyrir Sameiningarflokk alþýðu- sósíalistaflokkinn og ferðuðust frambjóðendur saman í bíl milli fundarstaða. Áðu þcir í Ásbyrgi í blíðskaparveðri og þar orti hann eftirfarandi vísu til Hermanns Jónssonar. frambjóðanda Þjóðvarn- arflokksins: Hér er ró og liér erfridnr, hér er rómanlikin nóg. Hnlla ég mér helsl að yður „Hennanns livíld í dimnmm skóg". Eftir að hafa leitað fvrir sér að lífsbraut settist Rósberg að á Akurevri. kvæntist þar Hólmfríði Magnúsdóttur. bónda og fræðimanns á Svðra- Hóli. hinni ágætustu konu. Börn þeirra eru: Húnn, flugumferðarstjóri á Akureyri. Gígja. húsfrú á Dagverðareyri í Evjafirði. Þórgunnur. fil.cand. og rúnafræðingur. búsett í Svíþjóð. Magnús. cand.mag. í íslenskum fræðum í Reykja- vík og Guðni Bragi. pípulagningamaður á Akur- eyri. Þau Hólmfríður slitu samvistum árið 1971. Framanaf vann Rósberg hverskvns verka- mannavinnu á Akurevri. síðar varð hann m.a. starfsmaður Verðlagsskrifstofu og eftir það barna- kennari á Akureyri. Þar sem hann hafði ekki réttindi hélt hann ekki þeirri stöðu til lengdar og réðist þá kennari á Vopnafirði einn vetur og Stórutjarnaskóla annan. Eftir það var hann far- kennari í báóum hreppunum á Skaga í fjóra vetur og að lokum við barnaskólann á Hólum í Hjaltadal til dauðadags eða á sjöunda vetur. Þetta er sá ytri rammi. sem líf Rósbergs fellur í og fletta má upp í opinberum gögnum, að því við bættu, að hann átti sæti í stjórnum margra félaga og oftast ritari, þ.á.m. í Verkamannafélaginu Einingu í um aldarfjórðung. En hvernig var svo maðuurinn sjálfur, sem að baki bjó? Eðli hans var ekki að brjótast áfram til auðs og frama, heldur að skipa sér í sveit með þeim minni máttar, níðast ekki á neinum en gefa af sjálfum sér. Sérréttindi höfðuðu ekki til hans. Eftir að hann fluttist til Hóla urðu margir til að falast eftir honum til smíða. Þá vinnu seldi hann ódýrt og kunni ekki að innheimta. Fljótlega á Akureyrarárum Rósbergs var farið að leita til hans um aðyrkja ogflytja skemmtiþætti í samkomum. Það var hlutverk, sem lét honum afar vel. Þar naut sín hagmælska hans, orðsnilld og leikarahæfileikar. Slíkur kvcðskapur er oftast bundinn stund og stað og fyrnist fljótt. Rósberg safnaði þessum kveðskap santan, bæði fyrir sig og aðra Akureyringa oggaf út ásantt öðrugamanmáli í bókinni „Nú er égkátúr", scm er rcyndar safnrit fjögurra bóka, þar sem hver lína í hinni kunnu vísu „Nú cr hlátur nývakinn" er bókarheiti. Á Akureyri var á þeim árum einstakt mannval skálda. hagyrðinga og húmorista, oft í einni og sömu persónunni og er reyndar enn, þótt nokkrir séu farnir yfir móðuna miklu og aðrir fluttir burt. Þessi hópur var Rósberg afar kær en efst bar þar þá Heiðrek Guðmundsson, Kristjdn frá Djúpalæk og Einar frá Hcrmundarfelli. Einstök dæmi segja oft meira en langt mál. Mig langar því að nefna dæmi um þennan þátt í lífi Rósbergs. Eitt sinn gerðist það. að ólæti urðu á dansleik á Akureyri og var lögreglan kölluð til að skakka leikinn. Hún réð þó ekki við ofureflið og gat lítið aðhafst. en um málið var að sjálfsögðu skrifuð skýrsla eins og önnur lögreglumál. Um þetta atvik orti Rósberg gamanbrag í orðastað lögreglunnar. fékk lánaðan lögregluþjónsbúning og söng á samkomum. Niðurlagserindið í bragn- um er þannig: llln held ég ýmsir hérhd fœni ef nmlóðar i lögreglunni vœru, margir liopn myndu i okknr sporttm, en menn geia mi séð af þessit lilln dœmi hvað við geinm. ef við þoritm. Ég hefi hugsað með virðingu til Akureyrarlög- reglunnar frá því að ég heyrði af þessu. fyrir að hafa lánað Rósberg búninginn. Ef til vill er þarna sá þáttur í ævi Rósbergs. sem saintímamenn hans muna hann lengst fyrir. sá þáttur, að lífga upp á tilveruna og gleðjast með glöðum. En Rósberg gerði sér grein fyrir að mundangshófið getur verið mjótt. Um sjálfan sig segir hann í einu Ijóða sinna: Eg hef gengið í græmtm lnnditm og gómsœlti tivexli þegið af lífsins Irjóm, og í lélliið lifað á góðnm sHindum, leikið við Ijiiflingamóður og létt af selningi slegið. 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.