Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1983, Blaðsíða 5
Gunnar Gudjónsson, vélsmiður Fæddur 9. nóvember 1921 Dáirin 24. desember 1982 Vér leikurn oss, börnin, við lánið vall og lútum þó dauðans veldi, því áður en varir en alll orðið kalt og œvinnar dagur að kveldi. (E.Ben) ■ Það reynist erfiðara en skyldi að setja niður orð á blað um vin minn og starfsfélaga Gunnar Guðjónsson sem skyndilega og miskunnarlaust var hrifinn burtu að kvöldi Þorláksmessu. Gunnar var fæddur í Reykjavík 9. nóv. 1921, sonur hjónanna Guðnýjar Gilsdóttur og Guðjóns Sigurðssonar, sem var vélstjóri á vitaskipinu Hermóði. Þau hjón voru bæði ættuð úr Dýrafirði. Gunnar sleit barnsskónum hér í Reykjavík og vann sem sendill hjá Landssmiðjunni unz hann hóf nám þar í vélvirkjun, þegar hann hafði aldur til. Eftir það vann hann þar áfram um margra ára skeið. Hann stofnaði fyrirtæki með nokkrum félögum sínum og ráku þeir það um’tíma. Árið 1959 hóf hann síðan störf hjá vélsmiðju Jens Arnasonar og varð seinna verkstjóri þar og gegndi því starfi unz yfir lauk. Þar lágu leiðir okkar saman og höfðum við því unnið hlið við hlið í nærfellt 24 ár. Ég komst fljótt að því hvern mann Gunnar hafði að geyma. Hann var drengur góður og vildi hvers manns götu greiða og var framúr- skarandi góður fagmaður. Ég minnist þess ekki að nokkurt það verk hafi verið lagt fyrir Gunnar að hann ekki leysti það af stakri kostgæfni og vandvirkni. Hann var trúr sinum vinnuveitanda og mátti ekki vamm sitt vita í einu né neinu og verður sannarlega vandfyllt hans skarð. Okkar daglegu samskipti einkenndust af gagnkvæmri virðingu og fullum trúnaði og hefi ég því ekki aðeins misst frábæran starfsbróður hcldur einnig Gnn minna bestu vina. Gunnar var kvæntur Borghildi Ásgeirsdóttur, mestu ágætiskonu og voru þau hjón ákaflega samhent og voru nýbúin að koma sér fyrir í nýrri ■búð í Blikahólum og áttu þar fallegt heimili og hefðu þetta orðið þeirra fyrstu jól þar. Þau áttu Þrjú börn en Gunnar átti auk þess þrjú börn af fyrra hjónabandi og eru öll mesta mannkostafólk. Er nú sár harmur kveðinn að fjölskyldu hans. Gunnar átti mörg áhugamál. hann hafði yndi af góðri tónlist og lék sjálfur á gítar, klarinett og fiðlu. Hann hreifst af sínu fagra landi og hafði gaman af ferðalögum. sérstaklega sjóleiðum enda ekki langt að sækja það, þar serm sjómanns- hlóðið rann í æðum hans. Hann endurbyggði af einstakri vandvirkni og listfengi seglskipið Stormsvöluna og varð hún hrátt fljótandi sumarbústaður fjölskyldunnar og hafði hún átt þar ótal gleðistundir. Það var einmitt við björgun þessa skips sem Hunnar fórst svo átakaníega. Þeir feðgarnir Gdnnar og Baldur ætluðu að færa skútuna úr Fossvoginum og inn í Reykjavíkurhöfn. um einnar hálfrar klukkustundar ferð. því hætta var á að hún frysi inni. Hann gjörþekkti þessa leið, hafði farið hana ótal sinnum, bæði í myrkri og í björtu, en slysin gera ekki boð á undan sér. Það varð Baldri, syni þcirra hjóna, til lífs að föður hans tókst að snúa skútunni þar sem hún sat á skerinu á móti sjó og vindi og festa hana þannig. Gunnar fékk hinstu ósk sína uppfyllta, sonur hans komst af, en Baldur hafði háð harða baráttu við að reyna að bjarga föður sínum. Þctta er hörð lífsreynsla, sem erfitt er að skilja, en vonandi ntunu minningar um góðan dreng bera smyrsl á sárin hjá fjölskyldu hans. Ég og fjölskylda mín vottum þér, Borghildur mín, börnum hanSs aldraðri móður og bróður, okkar innilegustu samúð. Við munum minnast samfyldar Gunnars með hlýju og þakklæti. Hafsteinn Guðjónssun ■ Faðir minn Gunnar Guðjónsson vélsmiður lést af slysförum aðfararnótt 24. desember síðast- liðinn. Þar hvarf á braut hinn ágætasti drengur búinn fjölþættum hæfileikum og mannkostum. Hann hafði ríka tilfinningu fyrir því s’em fagurt er og kom það fram í mörgu, hann unni skáldskap og tónlist, lék sjálfur á fiðlu og fleiri hljóðfæri, var teiknari ágætur og skrifaði hina fegurstu rithönd. Verkmaður var hann afbraðsgóður, svo allt sem hann snerti á lék í höndum hans og hann vann af sannri starfsgleði vegna starfsins sjálfs. Trúnaður hans var gagnvart verkinu og því hvernig það yrði unnið sem best. Grandvar var hann og héiðarlegur í viðskiptum sínum við aðra menn og mátti ekki vamm sitt vita. Slíkir menn safna ekki auði. Auður þeirra er lífsviðhorf þeirra. En lífsviðhorf Gunnars kom samt skýrast fram í því hvcrnig hann varði frítíma sínum. Margoft á lífsleið sinni gekk hann fram á hluti sem muna máttu tímana tvenna.' Oftast voru þeira fallegir, stundum tígulegir, alltaf sérstæðir og oftar cn ekki fulltrúar tíma sem voru á förum. En allir áttu þeir það sammerkt að vera niðurníddir og eiga eyði- legginguna vísa. Allir voru sammála um að þeir hefðu verið hin mesta völundarsmíð á sinni tíð en enginn lét sig dreyma um að hægt væri að snúa við því ferli eyðingar og dauða sem fyrir svo löngu hafði hafið göngu sína og myndi fyrr en síðar gera þá’ að engu. Enginn nema faðir minn. Hann dreymdi um að endurvekja þá til lífsins og hann hófst handa um að láta draum sinn rætast. Til þess varði hann frítíma sínum. Svo mikið gaf hann af líkama og sál í verkefnið að meira líktist köllun en áhugamáli. Og aldrei gafst hann upp. Þegar hann stóð upp frá verki sínu voru hlutirnir orðnir nýir aftur. Síðast var það seglskipið „Stormsvalan". Skúta þessi var upphaflega smíðuð í Skotlandi og löngu síðar keypt hingað til lands. En þegar Gunnar hóf viðgerð á henni hafði hún legið í moldarbarði árum saman og var farin að gisna talsvert. Það reyndist ærið verkefni að gera hana sjófæra á ný en því lauk Gunnar á tveimur árum. Síðan var hún ■ gleðigjafi fjölskyldu hans í fjögur ár þar til hún steytti á skeri í mynni Skerjafjarðar um jólin. Margt af því sem faðir minn sagðj þegar hann var að leiðbeina mér í uppvextinum festist mér vel í minni. Hann sagði til dæmis: „Það er með þetta eins og svo margt annað vinur minn, að það er ekki sama hvernig það er gert,“ og líka „það getur verið að það sé ekki svo mikill vandi að gera þetta, en það er vandi að gera það vel.“ Sjálfur gerði hann allt vel og þegar þar kom að hann varð að takast á við þá þraut sem flestum mönnum reynist þyngst, - en það er að deyja, - þá gerði hann það líka vel. Oft hafði hann kennt mðer, en aldrei sem þá er hann sýndi mér hvernig vaskur drengur berst fyrir lífi sínu við ofureflið, æðrulaus, - og fellur með sæmd. Það verður sigur minn ef ég get svarað svo einarðlega þegar ég verð kallaður. Átta ára gömlum kenndi hann mér þessa vísu 13du aldar mannsins Þóris Jökuls Steinfinnssonar: Upp skaltu á kjöl kltfa. Köld er sjávar drífa. Kostaðu huginn að herða. Hér muntu lífið verða. Skafl beygjatiu skalli, þótt skúr á þik falli. Ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hverr deyja. Þannig dó Gunnar Guðjónssonar. Saga hans er saga mannsins sem var að reisa úr rústum allt sitt líf. Fordæmi hans lifir þó hann sé dáinn. Og slíkt fordæmi er dýrmætt í heimi sem eyðileggingin vofir sífellt yfir — af manna völdum. Friður sé með honum á þeirri braut sem hann gengur nú, þessi lífsins liðsmaður. Baldur Gunnarsson Fæddur.09.11.'21 Dáinn. 24.12.’82 Ómar fiðlunnar eru þagnaðir. Boginn er læstur í tösku og bíður meistara síns. Sá einn er eignalaus sem ekkert fagurt eða gott sér í úmhverfi sínu. Öllum eru ekki gefnir þeir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.