Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Qupperneq 2
Ragnheiður Kr. Árnadóttir Hall
Fædd 30. des. 1894
Dáin 8. júní 1983
Ragnheiöur Kr. Árnadóttir Hall, Leirubakka
18 Reykjavík andaðist 8. júní síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. júní
síðastliðinn.
Ragnheiður Hall var Snæfellingur cn átti föður-
ætt að rekja í Borgarfjörð. Hún fæddist í Ólafsvík
30. des. 1894. Foreldrar hennar voru hjónin
Guðríður Jónsdóttir og Árni Magnússon verslun-
armaður og síðar útvegsbóndi á Hcllissandi.
Guðríður og Árni eignuðust 6 börn og er eitt
þeirra á lífi, Kristján 82 ára.
Strax eftir fermingu fer Ragnheiður að heiman
að vinna fyrir sér. Á þeim árum var það algengast
að unglingar yrðu fljótt að standa á eigin fótum.
Leið hennar lá til Reykjavíkur og var hún fyrst í
vist hjá Thor Jensen og Þorbjörgu konu hans.
Ragnheiður minntist þeirra hjóna jafnan með
hlýju.
Næstu árin er hún í vist hjá Þorsteini Sveinssyni
skipherra á íslands Falk og Kristínu konu hans.
Hjá þeim hjónum fékk hún fæði og húsnæði og
gat verið í kvöldskóla, en það nám stóð aðeins í
einn vetur. efnin leyfðu ekki meiri skólagöngu.
Fróðleiksfýsn og námsþorsti mun snemma hafa
gert vart við sig hjá Ragnheiði. Hún syrgði það
alla ævi og hafa ekki getað lært meira. Vafalaust
hefði hún farið í langskólanám ef hún hefði verið
unglingur í dag. En í byrjun aldarinnar voru öll
skilyrði til menntunar önnur og lakari en nú á
dögum, engir námsstyrkir og engin fyrirgreiðsla
Porbjörg
Reykjavík 7. júlí 1938 og lauk ekki austur á
Þorvaldsstöðum fyrr en 27. sama mánaðar eða
eftir 20 daga ferð.í þessa ferð slóst í för með þeim
systrum Dagmar Björnsdóttir kennari, vinkona
Þorbjargar.
Þorbjörg skrifaði dagbók um ferðalag þetta,
sem er mjögfróðlegt, þar eröllu lýst nákvæmlega,
gististöðum og fólki og kostnaði, fylgd allskonar,
t.d. yfir stórárnar, sandana, jöklana, ferð í Papey
o.s.frv., en margir voru þeir er eigi þágu greiðslu
fyrir veittan greiða.
Komin að Þorvaldsstöðum skrifar hún í dagbók
sína:
„Þá er maður kominn heim, alltaf gaman að
vera komin í Þorvaldsstaði, þar á maður allar
sínar bestu minningar. Sigga var úti á túni þegar
við komum, allir að hamast í heyi, því óþurrkur
hafði verið lengi.“
Haustið 1938 fór Þorbjörg á kennaranámskeið
til Svíþjóðar, svo þetta sumar var vel nýtt.
Að lokum færi ég Þorbjörgu hjartanlegar
þakkir fyrir allt sem hún var mér og mínu heimili
í gegnum árin. Stefán J. Björnsson.
2
var af hendi hins opinbera. Þá var ekki árennilegt,
sérstaklega fyrir stúlkur, aðgangamenntaveginn.
Ragnheiður giftist Nieljonius Hall skrifstofu-
manni og eignuðustu þau tvö börn, Árna Þóri
skrifstofustjóra og Jónu hjúkrunarfræðing. Eftir-
lifandi kona Árna Þóris er Katrín Hall. Jóna er
gift Guðmundi Eiríkssyni vélfræðingi. Barnabörn-
in eru 8 og barnabarnabörnin 11.
Eftir að Ragnheiður Hall missti mann sinn
héldu þær mæðgur, Jóna og Ragnheiður, jafnan
heimili saman, nema þann tíma sem Jóna var við
nám erlendis.
Eftir að Jóna giftist 1965 þá var Ragnheiður á
heimili hennar og tengdasonar sín s Guðmundar
Eiríkssonar. Þar naut hún ástúðar og umönnunar
og átti gott athvarf í ellinni er hið líkamlega þrek
fór að gefa sig. Síðasta mánuðinn dvaldi hún á
öldrunardeild Landspítalans að Hátúni. Ég veit
að Ragnheiður var afar þakklát fyrir að fá að vera
hjá sínum til æviloka.
Árni Þórir dó fyrir röskum tvcim árum. Það var
vissulega mikið áfall fyrir Ragnheiði að verða að
sjá á bak ástkærum syni sínum. En hún bar harm
sinn í hljóði. Ragnheiður Hall var ekki gefin fyrir
að bera tilfinningar sínar á torg.
Hún tók þessu mótlæti með æðruleysi og
hetjuskap.
Haustið 1949 verður Ragnheiður matráðskona
í Laugarnesskóla. Þar var hennar aðal starfsvett-
vangur eftir það. í Laugarnesskóla var Ragnheið-
ur Hall óslitið ráðskona í 21 ár eða frá 1949-1970.
Þá var hún orðin 75 ára og ekki annað að sjá en
að hún hefði fulla starfsorku.
Ég kom að skólanum sama haust og hún og var
henni samtíma alla hennar tíð við skólann og þori
ég að fullyrða að hún hafi unnið sér hylli allra t
skólanum.
Matur er mannsins megin og það er hvcrri
stofnun mikils virði að hafa góða matráðskonu.
Vinnuafköst og gæði getur að nokkru leyti oltið á
því. Við í Laugarnesskóla vorum sannarlega
heppin að Ragnheiður Hall skyldi ráðast að
skólanum. og fá að njóta hennar starfskrafta
jafnlengi og raun var á.
Ragnheiður var afbragðs matráðskona, allar
hennar veitingar voru rausnarlegar. Húnvannsín
miklu og erfiðu verk af stakri samviskusemi og
kvartaði aldrei þó að mikið væri að gera og ytri
skilyrði ekki sem fullkomnust.
Við sem með Ragnheiði Hall vorum í Laugar-
nesskóla minnumst hennar ekki aðeins sem góðrar
ráðskonu, heldur og ekki síöur, sem hins ágætasta
félaga og gleðigjafa og góðs vinar.
Það var oft þröng á þingi í frímínútum í litla
eldhúsinu. Þar var mikið spjallað og Ragnheiður
var hrókur alls fagnaðar.
Hún var glettin og spaugsöm og gerði að gamni
sínu. Eldhúsið ómaði oft af gamanyrðum og
hlátrasköllum. Ekki svo að skilja að alvarleg mál
væru þar ekki einnig tekin til umræðu. Mér er nær
að halda að margir hafi fengið þar andlega hvíld
og farið úr eldhúsinu hressari og færari en ella að
takast á við sín erfiðu viðfangsefni.
Það var líka gott að ræða við Ragnheiði um
erfið vandamál. Eftir slíkar viðræður lágu málin
oft ljósar fyrir og urðu auðveldari en áður.
Ragnheiður Hall var greind kona víðlesin og
fróð og sérlega Ijóðelsk. Hún kunni ógrynni af
ljóðum og hafði oft hendingar á hraðbergi við
viðeigandi tækifæri.
Flest árin sem hún var við Laugarnesskóla mun
hún einnig hafa unnið á sumrin. Ekki má gleyma
því að í mörg sumur var hún ráðskona við
barnaheimilið Silungapoll.
Ragnheiður þráði að fcrðast, sjá fagra staði og
kynnast landinu. Það gat hún ekki látið eftir sér
fyrr en hún hætti að vinna. Eftir að hún hætti að
vinna 75 ára að aldri var hún, eins og áður hefur
komið fram, við góða heilsu og notaði hún þá
tækifærið á næstu sumrum til að ferðast dálítið
innan lands.
Ég hygg að segja megi að Ragnheiður hafi verið
gæfumanncskja. Hún fékk vissulega að kenna á
andstreymi og mótlæti í lífinu. en hún bjó yfir
þeim sálarstyrk og innri ró sem öllu býður birginn
og kunni að taka því sem að höndum bar.
Ragnheiður var hraust og heilsugóð mestan hluta
ævinnar. Það var fyrst er hún var orðinn 82 ára
gömul að líkaminn fór að gefa sig og kraftarnir
smám saman aðfjara út. en andlegu þreki hélt hún
til hinstu stundar. Slíkt er dýrmætt og ómetanlegt.
Ég heimsótti Ragnheiði fáeinum dögum áður
en hún dó. Þá rifjuðum við upp gamlar minningar.
úr Laugarnesskóla og hún brosti og gerði að
gamni sínu.eins og f gamla daga.
Með Ragnheiði Hall eigum við á bak að sjá
gáfaðri og dugmikilli mannkostakonu. sem ég veit
að margir munu hugsa til með hlýhug og þakklæti.
Að leiðarlokum þakka ég Ragnheiði fvrir
einlæga vináttu og kveð hana með virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Aðstandendum sendi ég samúðarkvcðjur.
Þorsteinn Ólafsson
íslendingaþættir