Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Blaðsíða 3
Jón E. Ragnarsson, lögmaður Fæddur 24. des. 1936 DáinnlO.júm'1983 Með djúpum söknuði og trega er mætur vinur, Jón E. Ragnarsson, hæstaréttarlögmaður, kvadd- ur hinstu kveðju. Vordagar lífs hans voru bjartir og fagrir og stórmerki á lofti og fyrirheit, en sumarið leið alltof fljótt. Áður en varir er ævinnar. dagur að kveldi. Þeim dómi verður ekki áfrýjað. A sorgarstund við dánarbeð æskuvinar er hollt að hugleiða ljóðlínur frænda hans Einars Benedikts- sonar skálds. „Og því er oss erfitt að dœma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó Ijósin slokkni og blikni blóm. - Er ei bjartara land fyrir stefni? " Jón Edwald Rágnarsson fæddist í Reykjávík á aðfangadag jóla árið 1936, en Iést að heimili sínu, föstudaginn 10. júní s.l. langt um aldur fram á fertugasta og sjöunda aldursári. Hann hafði átt við erfiðan heilsubrest að stríða síðustu tvö ár, en aldrei brást baráttuviljinn og hugrekkið. Nafni kom af sjúkrahúsi að morgni miðvikudags og var honum þá mikið brugðið. Hann var við málflutn- ing í Hæstarétti íslands þann dag og eins á föstudeginum. Ekkert dró hann af sér og flutti málin af djúpri lögfræðilegri skarpskyggni en brá útaf venju sinni og vék nokkrum háttvísum orðum að óðru, er úrlausnarefni málsins varðaði ekki. Þar kom hann fram þakklæti sínu til stéttarbræðra sinna fyrir málefnalega rökræðu og ánægjulegt samstarf. Að kvöldi þess dags var hann allur. Slíkur eldhugi hlaut að falla að hætti hetjunnar að fornum sið, enda var nafna alls fjarri að öðlast 'anglífi með því að lifa rólega. Höfundir Háva- mála meitlar þetta svo: „Glaðr ok reifr skyli gwnna hverr unz sinn bíðr bana" ' Á þessari stund reikar hugurinn að hugljúfum minningum um æskuheimili hans að Frakkastíg 12 ~ Grettisgötumegin, hér í borg. Það heimili var orðlagt fyrir gestrisni, rausn og myndarskap og viðmót húsráðenda mótaðist af slíkri velvild og höfðingsskap, að við skólafélagar Jóns E. urðum þar tíðir gestir. Foreldrar Jóns E. voru hjónin Ragnar H.B. Kristinsson. forstjóri, og Matthildur Eðvaldína Edwald. Ragnar var kjörfaðir Jóns, en hann lést 16. mars 1963. Ragnar var sonur hjónanna Þuríðar Guðmundsdóttur ættaðri frá Seli í Landeyjum og hins þjóðkunná athafna- manns Kristins Jónssonar vagnasmiðs. Fyrri kona Ragnars, Ruth Friðfinnsdóttir ættuð úr Vopna- firði, lést 1937. Hún og Ragnar eignuðust tvær dætur, Þuríði Kristínu, sem gift er Guðbirni Snæbjörnssyni og Ruth, gift SigurþóriTómassyni, verkfræðingi, og eru þau nú við störf í Kenya. íslendingaþættir Móðir Jóns, sem jafnan var nefnd ína Edwald, var fædd 16. mars 1909 á Gestsstöðum í Steingríms- firði. Móðuramma Jóns var Matthildur Lýðsdótt- ir, bónda í Skriðnesenni í Bitru, Jónssonar. Lýður langafi Jóns E. var sagður mikill fyrir sér, en svo vinsæll, að hann var Iengi allt í senn; hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður sveitar. sinnar. Kona hans var Anna Magnúsdóttir, bónda í Hlíð í Þorskafirði, Jónssonar alþingismanns Bjarna- sonar, frá Eyhildarholti. Matthildur Lýðsdóttir var fríð kona, vel gefin og vinsæl, en lést 1918 í blóma aldurs síns. Móðurafi Jóns E. var Jón Edwald Samúelsson, bónda Guðmundssonar, bónda að Gilsbrekku í Geirdalshreppi og seinna í Búð í Hnífsdal. Kona Samúels var Þuríður Ormsdóttir, bónda í Miðgröf í Steingrímsfirði. Móðurafi Jóns E. og nafni átti heima á ísafirði frá 1912 til æviloka, en hann lést 1935. Hann var duglegur kaupsýslumaður, í stjórn margra at- vinnufyrirtækja og aðalræðismaður Norðmanna. Hann var og seinustu ár ævinnar atkvæðamaður í bæiarstjórn. • fna, móðir Jóns E., giftist Ragnari Kristinssyni árið 1940. Eignuðust þau tvö börn, Rögnu Láru, íþróttakennara, gifta Brynjólfi Björnssyni, versl- unarmanni og Kristin, arkitekt og formann sam- takanna Líf og Land, kvæntan Huldu Ólafsdóttur. ína varð ekkja 1963 og starfaði eftir það sem blaðamaður. Árið 1971 giftist fna Ragnari Þor- steinssyni, er kunnur er af ritstörfum og forystu sinni um slysavarna- og björgunarmál, en fna lést 22. ágúst 1975. ína var einstaklega skemmtileg kona, vönd til orðs og æðis. Hún var víðlesin og margfróð einkum á sviði sígildra bókmennta. Var mjög kært með þeim mæðginum og var hún sérstakur vinur og velunnari okkar kunningja Jóns E. og bast við vini barna sinna heilsteyptri framtíðarvináttu. Faðir Jóns E. var Agnar Norðfjörð, hagfræð- ingur, er lést 19. janúar 1982. Föðurafi Jóns E. var Jóhannes Jóhannesson Norðfjörð, úrsmíða- meistari, og föðuramma kona hans Ása Jónsdóttir frá Ásmundarstöðum á Sléttu af svonefndri Lónsætt. EiginkonaAgnarsvarJóhannalngibjörg Bernhöft og áttu þau 4 börn: Sverrir, arkitekt, kvæntur Alenu Anderlovu, arkitekt tékkneskrar ættar, Kristín, lögfræðingur, gift Þorvaldi Búa- syni, eðlisfræðingi, Ingibjörg Nanna, flugfreyja, og Agnar Óttar, viðskiptafræðingur, er starfað hefir við fyrirtæki föður síns, Agnar Norðfjörð & Co. hf. í Reykjavík. Mjög náin yinátta var með Jóni E. og föðurbróður hans, Hilmari Norðfjörð. Að Jóni E. Ragnarssyni, hrl., stóð ættstofn styrkur. Jón var líkt og frændi hans Pétur Zophaníusson ættfróður, enda vel að sér í sögu lands og þjóðar, en af frændum hans má. m.a. netna til Jónas Hallgrímsson, skáld, Fjalla-Eyvind og Árna Magnússon, prófessor og assessor. Jón E. Ragnarsson kvæntist 3. maí 1969 Sigríði Ingvarsdóttur Vilhjálmssonar, útgerðarmanns í Reykjavík, og konu hans Áslaugar Jónsdóttur frá Hjarðarholti í Stafholtstungum. Jón E. og Sig- ríður slitu samvistir. Nafni varð stúdent frá MR 1957 og cand. juris frá Háskóla íslands í janúar 1966 með fyrstu einkunn. Hafði hann einnig verið við nám við Kölnarháskóla í þýsku og réttarheimspeki og sótti nokkur námskeið- í félagsfræði og þjóðasam- skiptum í Svíþjóð og Bandaríkjunum 1961-1965. Á námsá'runum og síðar starfaði hann mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var blaðamaður á Morgun- blaðinu. Hann varð héraðsdómslögmaður 17. mars 1966 og hæstaréttarlögmaður 27. febrúar 1973. Hann starfaði sem fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík 1966-1969, var framkvæmdastjóri Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 1969- 1970, en opnaði lögmannsstofu í Reykjavík 1969 og starfaði eingöngu við lögmanns- og málflutn- ingsstörf frá mars 1970 til æviloka. Hann tók mjög virkan þátt í störfum Lögmannafélags fslands og var m.a. í stjórn félagsins. Þar var hann mjög virkur fundarmaður og þátttakandi í samskipum við erlenda stéttarbræður. Þá gegndi hann og fjólda trúnaðarstarfa s.l. í stjórn og varaform. SUS 1962-1969, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1964-1970, form. norræna æskulýðsmótsins í Reykjavík 1969, form. og varaformaður Varðbergs, félags um vestræna samvinnu, 1970- 1972, varaforseti og landsforseti Junior Chamber of Commerce 1971-1973, í rannsóknanefnd al- þjóðasamtaka stúdenta (ISC/cosec) í kynþátta- mismunun í Suður-Afríku 1962-1964, í fram- kvæmdastjórn Atlantic Association of Young- Political Leaders 1971-1974. Hann var nú formað- ur ráðs sjálfstætt starfandi háskólamanna. Þegar í menntaskóla var hann mjög virkur í félagslífi nemenda, enda skemmtilegur og mælskur vel og rithagur. Fór hann þá einnig með hlutverk í Herranótt. Varð hann þjóðsaga þegar á stúdents-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.