Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Page 6
á hann var ekki við annað komandi en að slá
greinum þeirra myndarlega upp á besta stað -
helst í hátíðarramma ef pláss leyfði. Vilmundi
sárnaði þegar dagblöð fóru óvirðulega með grein-
ar gagnrýnenda sinna.
Fyrir þrennar alþingiskosningar fylgdi ég Vil-
mundi á vinnustaðafundi hér í Reykjavík. Oft var
hann baráttuglaður en aldrei eins.og núna í vor.
A síðustu þrem vikum kosningabaráttunnar hélt
hann fleiri tugi áróðursfunda í borginni. Eins og
gengur reyndu andstæðingarnir einstaka sinnum
að hrópa hann niður í upphafi funda. Á slíkum
fundum fór Vilmundur á kostum og tókst best
upp. Nær undantekningalaust urðu þetta bestu og
ánægjulegustu stemmningsfundirnir, enduðu með
dynjandi lófataki. Ekki svo að skilja að gömlu
íhaldsjálkarnir hefðu nú allt í einu turnast og hætt
að vera ósammála Vilmundi. Nei, skýringin var
sú að þeir fundu að þessum manni var alvara og
honum gekk gott til. í stað þess að hafa í frammi
fagurgala sagði Vilmundur aðeins: Við viljum
reyna og mér finnst það tilraunarinnar virði. Án
fjármagns, flokksvélar og málgagns vildi hann
bjóða fjórflokkunum byrginn. Nú skyldi hann
standa og falla með sjálfum sér og vinum sínum.
Þegar við í nóvember síðastliðnum ræddum
fyrst um það í alvöru hvort gerlegt væri að stofna
nýja stjórnmálahreyfingu sem byði fram um allt
land í komandi kosningum töldu flestir öll tor-
merki á hugmyndinni. í fyrsta lagi allt of naumur
tími. Ekki tækist að töfra fram 120 frambjóðendur
ásamt hundruðum meðmælenda í öllum kjördæm-
um á þessum skamma tíma. í annan stað fengi
hann ekki liðsauka á þingi og líklegast myndi
tiltækið fella hann sjálfan. Þegar síðast taldi
möguleikinn var ncfndur sagði Vilmundur: Þá
stend ég bara upp, þakka fyrir mig og tek til við
Ijóðin og skákina. Það virðist kannski þverstæðu-
kennt en honum fannst alls ekki óþægilegt að velta
þessari hugsanlegu niðurstöðu fyrir sér. Hann tók
þátt í stjórnmálum til að afla skoðunum sínum
fylgis. Gengi það ekki eftir voru vegtyllurnar
einskis verður hégómi.
Þótt Vilmundur hafi fyrst og fremst verið
kunnur vegna stjórnmálaþátttöku sinnar átti hún
síður en svo hug hans allan. Mér eru ógleymanleg-
ar þær stundir þegar setið var yfir kaffibolla og
spjallað um lífið og tilveruna. Þegar talið barst að
innihaldsríkri Ijóðlist færðist Vilmundur allur í
aukana. Ljóð eins og Yngismey eftir Davíð. þar
sem ort er um mannlegar tilfinningar, þótti
honum vænst um. Sjálfur var hann mjög tilfinn-
inganæmur, en þó laus við það sem við köllum
tilfinningasemi.
Seinustu misserin var Vilmundur
óþreytandi við að útskýra fyrir mér mannkærleik
anarkismans, þessarar misskildu stjórnmálastefnu
sem ranglega hefur verið kennd við stjórnleysi. Ég
hygg að menn hafi almennt ekki gert sér grein fyrir
því hve frjálslyndi var ríkur þáttur í lífsafstöðu
hans. Honum fannst óskir manna, vonir og þrár
svo margbreytilegar að dauðlegir valdsmenn hefði
ekki rétt til aðsetja fólki úrslitakosti í lífinu. Innst
inni hafði hann óbeit á öllu valdi.
Fyrir kom að stjórnmálabaráttan varð misk-
unnarlaus og olli sárum. Þó að lagt væri til
Vilmundar með ósæmilegustu vopnum minnist ég
þess ekki að hann hafi borið kala til nokkurs
manns. Þvert á móti fannst mér það nokkrum
sinnum horfa til hreinna vandræða hve fljótur
hann var að fyrirgefa og gleyma.
Haukur Ólason
Fæddur 5. janúar 1958
Dáinn 20. júní 1983
Okkur langar hér í örfáum orðum að minnast.
Hauks Ólasonar, sem hvarf svo skyndilega úr
vinahóp okkar.
Okkur setti hljóðar þegar sú hörmulega fregn
barst okkur að Haukur væri dáinn. Þá rifjuðust
upp fyrir okkur þær mörgu ánægjustundir sem við
áttum saman.
Það var fyrir ellefu árum að leiðir okkar allra
lágu saman á bænum Oddgeirshólum í Flóa. Þar
var oft kátt á þingi þegar við sumarbörnin og
heimilisfólkið lögðumst á eitt í starfi og leiL.
Haukur var elstur af okkur krökkunum og sá sem
við treystum á. Hann var hrókur alls fagnaðar,
hvar sem hann var. Hann sá alltaf björtu hliðarnar
á öllu og hafði einstakt lag á að koma öllum í gott
skap. Alltaf spunnust fjörugar og skemmtilegar
umræður hvar sem hann var, því hann var með
eindæmum skemmtilegur. Hann var duglegur og
öll vinna lék í höndum hans.
Eftir að hann hætti að dvelja sumarlangt að
Oddgeirshólum fannst okkur tómlegt. En oft lágu
leiðir hans austur í fríum og áttum við þá alltaf
von á að sjá broshýrt andlit birtast í fjósinu, og
hafði hann þá ætíð skemmtileg tilsvör á reiðum
höndum sem allir höfðu gaman af. Hann var alltaf
reiðubúinn að taka til hendinni, hvort sem það var
í heyskap eða við vélavinnu og alltaf fannst okkur
hann ómissandi á réttardaginn.
Hann var barngóður og blíður við alla. Það var
stoltur faðir sem hringdi austur 7. september
síðastliðinn og pantaði eina af þrem dætrum
Magnúsar og Margrétar sem tengdadóttur.
Það er endalaust hægt að rifja upp góðar minning-
arum góðan mann. Örðeru lítils megnugáslíkum
stundum, en minningarnar eru dýrmætastar og
mun hann skipa veglegan sess í hugum allra.
Við vottum Ingu, ívari, foreldrum og öðrum
aðstandendum hans, okkar dýpstu samúð og
biðjum guð að styrkja þau í þessari miklu sorg.
Arnbjörg, Kristín og Stína.
Vilmundur veltir mikið fyrir sér heimspeki-
legum og siðferðilegum spurningum. spurningum
um gott og illt, rétt og rangt. Þá var það ekki síst
sjálft lífið, hamingja þess og harmar. sem honum
fannst mikilvægt að brjóta heilann um. Mannlífið
var honum óþrjótandi uppspretta til íhugunar.
Vilmundur leitaði víða fanga og var stórfróður um
hinar aðskiljanlegustu lífsskoðanir manna. Hann
sagði til dæmis að einar skemmtilegustu stundir
námsára sinna í Bretlandi hefði hann átt í
rökræðum um eilífðarmálin við katólska presta.
Virðing fyrir fólki var Vilmundi í blóð borin.
Þótt hann gagnrýndi af hörku neitaði hann að trúa
því að maðurinn sjálfur væri slæmur í hjarta sínu.
Trúin á mannfólkið og traustið til samferða-
mannanna var með ólfkindum.
Það er þyngra en tárum taki að þurfa nú að
kveðja Vilmund og þola þá tilhugsun að eiga ekki
eftir að hitta hann framar. Við sem höfum óttast
að dauðinn sé lífsins grimmi vetur reynum í dag
að halda höfði og trúa hinu gagnstæða. Þegar ég
nú kveð hann Vimma í síðasta sinn langar mig að
láta fylgja Ijóð sem stundum var haft yfir á
Haðarstígnum.
Frœndi, þegarfiðlan þegir,
fnglinn krýpur lágt að skjóll,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
Umanskógum betri landa,
Ijúflíng minn sem ofar öllum
íslendingum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi lijá mér
einsog tónn á fiðlustrengnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Pó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
ég lief sœmt liann einni fylgju:
óskum mínum livar hann geingur.
(HKL)
Sé Guð til þá treysti ég honum fyrir vini mínum.
Megi þessi góði drengur sofa rótt í kyrrð hinnar
hljóðu nætur. Garðar Sverrisson
6
íslendingaþættir