Íslendingaþættir Tímans - 20.07.1983, Qupperneq 8
Baldur Jónsson
rektor
Fæddur 31. okt. 1923
Dáinn 19. júní 1983
„Sœlir eru hógværirþví að þeirmunu landið erfa"
Matt.: 5.5.
Heimsmyndin á þeim árum markaðist af Vaðla-
heiði að austan og Staðaröxl að Tindastóli að
vestan. Fyrir ungan kaupstaðarpilt var það bæði
ánægjuleg og þros_kandi mótun á viðkvæmu ævi-
skeiði, að eiga þess kost að dvelja á sumrum í
skagfirsku sveitalífi, en miðpunktur þeirrar tilveru
var Melsbærinn á grundunum við Staðará, en þar
réðu ríkjum og yrktu jörðina Ingibjörg föðursystir
mín Magnúsdóttir frá Torfmýri í Blönduhlíð,
maður hennar Jón E. Jónsson og synir þeirra,
Magnús, Baldur og Halldór, sem á þessum árum
voru bæði heima og heiman við nám og störf, en
dvöldu eins oft og þeim var kleift í heimahúsum,
til að hjálpa til við bústörfin. Ingibjörg og Jón á
Mel hvíla nú bæði í skagfirskri mold, en í dag er
kvaddur einn sonur þeirra, Baldur Jónsson,
rektor, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram.
Hvort sem litið er til baka til hinna áhyggjulausu
ára við Melsgilið, til skólaára Baldurs á Akureyri,
þar sem rifjaðar voru upp minningar úr sveitinni
á heimilinu á Brekkunni og sagðar skemmtisögur
af kennurum og skólafélögum hans, - eða til þess
tíma, er Baldur Jónsson var í blóma lífs síns, er
vi'st að sú skaphöfn er þegar var ljós við hin fyrstu
kynni, er óvanalega skýr og hefur markað lífs-
hlaup hans frá upphafi til dauðadags. Ef reynt er
að lýsa henni í hnotskurn mótaðist hún í senn af
óvanalegum hlýhug, léttri græskulausri kímni,
skarpri greind, en kannski umfram allt af þeirri
hógværð, sem í helgri bók er getið sem einna
hinna beztu mannlegu eiginleika. Baldur Jónsson
sóttist ekki eftir svokölluðum metorðum, sem
móta viðhorf. nútímans, en vegna hæfileika sinna
og þess trausts, sem hann fljótt öðlaðist í þeim
störfum er hann kaus að helga sig, tókst hann
snemma á hendur mikla ábyrgð. Aðrir kunna
betur að rekja þau störf, en hafi nemendur
Kennaraháskólans tileinkað sér að einhverju leyti
lyndiseinkunn rektors síns hljótum við að eiga
marga úrvals kennara.
í tímans rás hefur heimsmynd breytzt, kynni
orðin með öðrum hætti, en þau frændsemisbönd,
sem til var stofnað í æsku, vara þótt farvegur
þeirra breytist. En mörg gátan er enn óráðin, þrátt
fyrir alla þekkingu og vísindi.
Fyrir fáum dögum var sá er þessar línur ritar,
staddur í fjarlægu landi. Eina nóttina birtist
draumsýn. Baldur frændi minn Jónsson var kom-
inn í heimsókn, brosandi og kíminn. Skýr mynd
en stutt. Við heimkomu kom í ljós að þetta var
nóttina sem hann lest.
Innilegar samúðarkveðjur eru sendar eiginkonu
og börnum, Jóhönnu Jóhannsdóttur, Sigurði’,
Jóhanni og Ingibjörgu, frá mér og mínu fólki.
Blessuð sé minning Baldurs Jónssonar.
Heimir Hannesson.
8
Baldur Jónsson rektor er látinn fimmtíu og níu
ára að aldri. Hann var fæddtrr að Mel í Skagafirði
sonur hjónanna Jóns Eyþórs Jónassonar og Ingi-
bjargar Magnúsdóttur. Móðir hans lést fyrir
þrcmur árum, en faðir hans fyrir ári síðan og voru
bæði á níræðis aldri.
Baldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri árið 1946. Hann nam íslensk fræði við
Háskóla fslands og lauk cand. mag. prófi 1952.
Hann stundaði framhaldsnám í norrænum þjóð-
fræðum við Uppsalaháskóla um eins árs skeið og
nam uppeldis og kennslufræði við Háskóla
íslands. Baldur kenndi tslensku við skóla gagn-
fræðastigsins í um ellefu ár, en réðst að Kennara-
skóla fslands árið 1964. Sá skóli og arftaki hans
Kennaraháskólinn varð síðan starfsvettvangur
hans til æviloka eða í nítján ár. Petta tímabil varð
viðburðaríkt í sögu kennaramenntunar á íslandi
Talsverðar breytingar urðu á stöðu Kennaraskól-
ans og gegndi hann nánast hlutverki almenns
menntaskóla um skeið og tók við miklum fjölda
nemenda. Petta voru um margt erfið ár við slæm
starfsskilyrði. Samtímis er hafinn undirbúningur
að stofnun Kennaraháskólans og voru lögin um
stofnun hanssamþykkt 1971. Árin 1971-1974 voru
um margt millibilsár, þar sem fjölmennir árgangar
iuku námi eftir eldri'skipan samtímis því sem ný
skipan var tekin upp með mörgum krefjandi
viðfangsefnum. Eftir þetta tók við annasamt
tímabil frekari mótunar hins nýja skóla eftir því
sem reynsla hans og starfsliðsins óx. Þetta tímabil
varir enn.
Baldur Jónsson tengdist fljótt stjórnunarstörf-
um eftir að hann kom að Kennaraskólanum.
Hann varð yfirkennari 1967, aðstoðarrektor
Kennaraháskólans 1971, kjörinn rektor 1975 og
endurkjörinn 1979. Hann átti aðeins eftir fáar
vikur í starfi til að ljúka síðara kjörtímabili sínu,
er hann lést fyrir aldur fram. Enginn einn maður
hefur starfað jafn mikið og Baldur að stjórnun í
menntastofnunum kennara á því viðburðaríka
skeiði, sem lýst var að nokkru hér að framan.
Rektorsstörf í KHÍ sem og víða annars staðar
eru mjög fjölþætt störf og reyna á manninn alian
er starfanum gegnir. Starfslið KHI hefur ólíkan
bakgrunn menntunar og reynslu. Því er skipað
saman í stjórnunareiningar eða skorir eftir
kennslugreinum. Allir eiga þó að vinna að einu
marki-mótun heilsteyptrar kennaramenntunar.
Pað er mikið komið undir rektor skólans, hvernig
tekst að tengja og samstilla starfsliðið til að vinna
að settu markmiði. Á hröðu mótunarskeiði skól-
ans reynir meira á þetta en ella, þegar finna þarf
leiðir og útfærslur er svara kröfum tímans.
Baldur Jónsson hafði margt til að bera, er gerði
honum kleift að takast á við vandasöm viðfangs-
efni skólans. Hann var jákvæður í viðhorfum,
umburðarlyndur og hreinskiptinn stjórnandi, er
starfaði fyrir opnum tjöldum og leitaði eftir
hugmyndum samstarfsfólksins að úrlausn helstu
viðfangsefna. Hann lét nemendur njóta sanngirni
í samskiptum og mat hugmyndir þeirra og tillögur
eigi síður en annarra.
Undirritaður var náinn samstarfsmaður Baldurs
rektor í fjögur ár. Þessi tími verður mér lengi
minnisstæður og margt hef ég lært af Baldri á
þessum tíma. Fyrir það verð ég honum ævinlega
þakklátur. Ég varð vitni að því, hvernig hann
leitaði lausna á erfiðum málum og yfirvegaði þær
í ljósi þekkingar sinnar á bakgrunni og þróun
skólastarfs í KHÍ. Baldurvarði miklum tíma til að
sinna málum annarra þátta skólastarfsins en
grunnnáms kennara. Hann tók mikinn þátt í
skipulagningu endurmenntunar fyrir starfandi
kennara og fagnaði árangri af því starfi; vann að
undirbúningi og stjórnun framhaldsdeilda við
skólann; réttindanámi grunnskólakennara í tækni
og verkgreinum.
Áhugi Baldurs fyrir frekari þróun kennara-
menntunar í landinu beindist að ýmsum atriðum,
en tvennt vil ég nefna hér sérstaklega. Hann taldi
að tengsl KHI og annarra kennaramenntunar-
skóla þyrfti að efla og endurskoða og hann hvatti
til þess að skipulagt yrði framhaldsnám fyrir
starfandi skólastjóra og yfirkennara.
Að loknum starfsdegi Baldurs Jónssonar við
KHÍ er Ijóst að margt hefur áunnist. Ung stofnun
hefur þróast og mótast. Einna athyglisverðust er
að mínu mati þróun innra starfs skólans og þess
skipulega samstarfs sem komist hefur á með
starfsliði hans.
Baldur Jónsson var að eðlisfari hægur og
hlédrægur maður, sem ekki barst mikið á. Hann
var glaðsinna og einstaklega Ijúfur maður í allri
viðkynningu.
Baldur kvæntist 10. júní 1957 eftirlifandi konu
sinni Jóhönnu Jóhannsdóttur skjalaþýðanda og
eignuðust þau þrjú börn, sem öll dvelja í
foreldrahúsum. Þau eru, Sigurður fæddur 1960 og
Framhald á bls. 7
íslendingaþættir