Íslendingaþættir Tímans - 10.08.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 10.08.1983, Blaðsíða 5
60 ára: Tómas Árnason, alþingismaður Einn af leiðtogum okkar Framsóknarmanna, Tómas Arnason, verður sextugur í dag. Eg bið Tímann fyrir afmæliskveðju og þakkir fyrir ára- tugakynni og samstarf. Það hófst með því að Tórrias tók að sér á námsárum sínum að ferðast um landið og safna fé ti! að gera Tímann að dagblaði, sem komst í framkvæmd 1947. Ungi maðurinn gekk rösklega og hyggilega að þessu verki með góðum árangri. Kom það raunar ekki á óvart því maðurinn var hertur og skólaður á sjó, afreksmaður í íþróttum og þekktur að dugnaði við nám. Allar götur síðan þetta gerðist hafa Tómasi látlaust verið falin trúnaðarstörf á vegum Fram- sóknarflokksins. Um skeið á Norðurlandi, þá framkvæmdastjórn Tímans en síðan á Austurlandi þar sem hann var tii framboðs og þingménnsku kvaddur og gegnir nú því starfi sem kunnugt er. Ekki var þó látið við þetta sitja því við var bætt sæti í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins og ritarastarfi flokksins, en því starfi fylgir í reynd, ásamt öðru, að hafa yfirumsjón með flokksstarf- inu. Þegar Framsóknarflokkurinn taldi sig þurfa að koma bættri skipan á framkvæmd varnarmála landsins og í því skyni var komið á fót varnamála- deild Stjórnarráðsins, var Tómasi fengin forstaða hennar. Þegar Framkvæmdastofnun ríkisins var komið upp 1971 til að hafa forustu um stórfellda uppbyggingu atvinnulífs víðsvegar um landið, sem þá hófst og þjóðin öll nýtur nú í ríkum mæli góðs af. var Tómas ráðinn framkvæmdastjóri þar á,bæ. Tvívegis hafa Tómasi verið falin ráðherrastörf. Fjármálaráðherra var hann í annað skiptið og viðskiptaráðherra í hitt. Öllum þessum trúnaðarstörfum hefur Tómas gegnt með ágætum. Tómas var snemma valinn í fremstu röð baráttu- manna Framsóknarflokksins og hefur starfað þar áratugum saman. Hann hefursem sé alla tíð verið sem við fimm frændsystkini. öll gantlir Hrútfirð- ingar. fórum norður á æskustöðvarnar fyrir mörg- um árum. Þá fann ég best. hve hlvhugur frænku minnar til bernskustöðvanna var innilegur. Ótalin atvik frá bernskuárunum voru þá rifjuð upp. þegar við „gengum á rekann" kringum allt Kolbeinsárnesið. þar sem gamlar. hjartfólgnar ntinningar voru tengdar hverri vík og hverjum vogi. Nú erum við aðeins tvö eftir af þessum fimm frændsvstkinum. Það var fastur siður. að öll fjölskvlda Mörtu heimsækti móður mína á afmælisdegi hennar. sem bar upp á jóladag. Sá siður hélst meðan ntóðir mín lifði. Fyrir það og allan annan vott um órofa vináttu er nú að leiðarlokum þakkað meðþessum línum. B.G. 'slendingaþættir á kafi í pólitíkinni eins og við ségjum stundum á „fagmálinu", og er enn. Það var ég líka lengst af og á þann hátt hafa leiðir okkar legið saman í baráttu og starfi svo nálega er óvenjulegt og þess vegna sendi ég nú þakkir mínar fyrir afburða traust og heilsteypt samstarf. Ég neita mér ekki um að nefna það að lokum, að lengi vel vorum við Tómas göngu- og skíðafé- lagar. Er margs að minnast frá þeim tíma og er þó efsti í huga að traustari samferðamaður mun vandfundinn og hefi ég af því dýrmæta reynslu. Við Sólveig sendum Tómasi og Þóru og allri fjölskyldunni innilegustu heillaóskir og óskum þeim alls hins besta. Eysteinn Jónsson Tómas Árnason, alþingismaður cr sextugur í dag. Ég vil í örfáum orðum árna Tómasi heilla á þessum degi og þakka honum samvinnuna og störfin fyrir Austfirðinga og Framsóknarflokkinn á liðnum árum. Tómas er fæddur 21. júlí 1923 á Hánefsstöðum við Seyðisíjörð. Faðir hans var Árni Vilhjálmsson. útvegsbóndi og móðir Guðrún Þorvarðardóttir. Árni var mikill athafna- og dugnaðarmaður óg einn af frumherjum í útgerð og sjósókn á Austurlandi. Hann var einn af þeim mönnum, sem þurftu að bérjast áfrant í gegnum kreppuna. standa hana af sér og koma börnum sínum á legg. Tómas og systkini hans byrjuðu því snemma að hjálpa föður sínum við sjósókn og aðra vinnu. Tómas er því alinn upp í einangruðu byggðarlagi þar sem dugnaður, atorka og reglu- semi sat í fvrirúmi og ekkert kom af sjálfu sér. Þótt fjallahringurinn hafi verið þröngur ríkti víðsýni á þessum stað. Þarna bjó fólk, sem hafði trú á íslensku þjóðfélagi og framtíð sjávarútvegs. Hugur hans hneigðist snemma til mennta og hann fór ungur á Eiðaskóla og tók þaðan gagnfræða- próf. Á þessum árum var Tómas Árnason orðinn mikill íþróttamaður og allir, sem til hans sjá, og hafa kynnst í gegnum árin vita, að hann er það enn þann dag í dag. Þjálfunin kom aö hluta vegna aðstæðna og umhverfis. Það var ekkert auðvelt að fara á milli í þá daga og oftast var eina 'eiðin að fara gangandi og einnig gangandi á skíðum. Hann þjálfaði einnig íþróttir með félögum sínum og vann mörg afrek á mótum fyrir austan og einnig keppti hann á landsmótum fvrir Ú.Í.A. Það er of langt mál að rekja afrek Tómasar Árnrsonar á íþróttasviðinu. Hann var t.d. lengi Austurlands- methafi í spjótkasti og ég tel að megi fullyrða að afrek hans í þá daga miðað við breyttar aðstæður sé ekki ósvipað og afrek frænda hans Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti í dag. Eftir skólagönguna á Eiðum fór Tómas í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stú- dentsprófi 1945. Á skólaárum sínum vann Tómas fyrir sér með sjósókn og fór á milli Austurlands og Norðurlands vor og haust oft á tíðum gangandi langar leiðir. Menn þurftu að sýna mikla hörku í þá daga til að ganga menntaveginn og vinna fyrir sér jafnhliða. Tómas vissi hvað hann vildi og lét ekki erfiðar aðstæður afra för sinni. Enginn vafi er á því, að á þessum árum mótaðist Tómas. Hann sá, hvað þörfin var mikil til að hefja austfirskar byggðir upp úr einangrun, efla atvinnulífið þannig að nýta mætti betur gjöful fiskimið útifyrir Austurlandi. Þessi hugsjón hans hefur aldrei vikið úr huga. Hann man þá tíð þegar breskir togarar voru uppi í landssteinum og Ijósin af skipunum voru sem Ijósaborg tilsýndar. Hann vissi því fljótt að þarna lágu framtíðarmöguleikar og hann hefur alla tíð haft óbifandi trú á íslenskum sjávarútvegi og ávallt talið að mikill fiskur væri í sjónum. Að loknu stúdentsprófi hóf Tómas nám í lögfræði við Háskóla íslands og lauk þaðan prófi 1949. Síðan fór hann til framhaldsnáms í lögfræði við Harvard háskólann í Bandaríkjunum, þar sem hann lauk prófi í alþjóðaverslunarrétti. Tómas hóf fljótt afskipti af stjórnmálum. Hann sá fljótt að Fram- sóknarflokkurinn barðist fyrir þeim hugðarðefn- um, sem voru efst í hans huga og að loknu lögfræðiprófi fór hann til Akureyrar. Þar gerðist hann erindreki Framsóknarfélaganna og blaða- maður við Dag en vann að öðru leyti fyrir sér með lögfræðistörfum og stundakennslu við gagnfræða- skólann á Akureyri. Áður en haldið var til' Akureyrar, hafði hann fest ráð sitt, gifst Þóru Kristínu Eiríksdóttur, Neskaupstað, dóttur hjón- anna Eiríks Þormóðssonar, skipstjóra og útgerð- armanns þar og Guðnýjar Þórarinsdóttur. Þau eru þvt alin upp i svipuðu umhverfi og hafa alla tíð verið mjög samrýnd og samhent. Tómas var ungur að árum þegar hann hóf störf fyrir Framsóknarflokkinn á Norðurlandi. Það má segja, að hann hafi starfað óslitið fyrir flokkinn síðan. Eftir dvölina á Akureyri hóf hann starf í utanríkisráðuneytinu 1953 og gegndi störfum forstöðumanns varnamáladeildar frá stofnun hennar til ársins 1959. Það kom því í hans hlut að taka á ýmsum erfiðum samskiptamálum gagnvart Bandaríkjamönnum. Það gerði hann af mikilli festu og varð snemma ljóst hve mikilvægt það var að aðskilja starfsemi hersins frá öðru því sem fer fram í þjóðfélaginu. Jafnframt fór hann í framboð fvrir Framsóknarflokkinn í Eyjafjarðarsýslu og var varaþingmaður þar fyrir Bernharð Stefánsson, alþingismann á árunum 1953-1956. En hugurinn 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.