Íslendingaþættir Tímans - 10.08.1983, Page 7

Íslendingaþættir Tímans - 10.08.1983, Page 7
Sigurður Árnason Framhald af bls. 8 cnginn hafði kannast við að vera faðir drcngsins. Vorið sem þau mæðginin voru á Ormarsstöðum var börnum húsráðenda gefið sitt lambið hverju. cn Sigurður litli fékk ekkert. Sunnlensk hjón voru þarna í vinnumennsku, fundu þau til mcð litla drengnum. sem ekkert lambið fckk. bættu þau úr því og gáfu honum lamb, scm að sjált'sögðu gladdi drenginn mikið, voru þetta fyrstu kvnni Sigurðar af Sunnlcndingum. Frá Ormarsstöðum flutti Guð- björg mcö drenginn að Fjallsseli til Einars hrepps- stjóra og Kristrúnar konu hans. Einar var mcrkis- bóndi. hafði vcrið á Möðruvallaskóla. völdust nemcndur þaðan gjarnan öðrum fremur til for- vstustarfa í sínum sveitarfélögum. Fært var' frá í sveitum um þessar mundir og sat Sigurður yfir kvíaám. einnig sat unglingsstúlka yfir kvíaám á næsta bæ. slógu þau gjarnan hópunum saman. gátu þá spjallað saman. farið í leiki og stytti það þcim mjög stundirnar í hjásetunni. Eftir veruna í Fjallsseli fluttu þau mæðginin að Hafrafelli í sömu sveit. Þaðan eftir nokkur ár að Hciðarseli í Tunguhreppi til Gunnlaugs Oddsen. sem þar bjó. giftust þati Gunnlaugur og Guðbjörg nokkrum árum síðar og bjuggu allan sinn búskap í Hciðarscli. Skömmu eftir fcrmingu fluttist Sigurð- ur að Rangá til Björns Hallssonar hreppsstjóra og alþingismanns. var þar jafnan mannmargt nicnn- ingarheimili og dvaldist Sigurður þar um árabil. Á þessum árum vaknaði áhugi Sigurðar til nokkurrar skólagöngu enda hinn mesti lestrarhcstur eins og stundum var sagt um unglinga. Á Eiðum var nýlega stofnaður Alþýðuskóli. þangað fór Sigurö- ur, dvaldist þar við nám í 3 vetur, lauk gagnf- ræðaprófi. Sigurður var vinsæll af skólasvstkinúm sínum, ekki síst stúlkunum. skórnir vildu bila, engin skóverkstæði. var Sigurður sá eini innan skólans sem helst gat leyst úr vandanum. A Eiðurn var mikið stunduð knattspyrna á þessum árum. lét Sigurður sig aldrei vanta þar ef kostur var og harðskevttur bæði í sókn og vörn. Árið 1925 var stofnað ungmennafélag í Tunguhreppi. Gckk Sigurður strax í félagið og var þar mjög virkur stjórnmálamaður. Tómas hefur ekki legið á liði sínu á miklum uppbyggingartímum sem hafa verið í landinu síðasta áratuginn. Hann hefur ætíð haft mikinn áhuga á uppbyggingu atvinnulífsins út um landsbyggðina og beitt sér á því sviði, Árangurinn blasir við hvarvetna. Nú tíðkast að kasta steini að stjórnmála- mönnum og hefur Tómas Árnason ekki farið varhluta af slíku. Eðli stjórnmálastarfs erslíkt að það gustar um þá sem á tindinum eru á þeim vettvangi. í þeim næðingum er það mest um vert að eiga gott heimili að hverfa að. Tómas er kvæntur Þóru Eiríksdóttur frá Norðfirði, ágætis- konu sem hefur verið honum stoð og stytta í starfi hans. Þau eiga gott heimili að Hraunbraut 20 í Kópavogi og ég sendi þangað kveðju mína og minnar fjölskyldu til þerra beggja með þakklæti fvrir það sem liðið er, og bestu framtíðaróskir. Jón Kristjánsson íslendingaþættir félagi og í stjórn þess. Félagið hélt fundi sina og samkomur á Kirkjubæ fyrir einstaka greiðvirkni prestshjónanna þar, séra Sigurjóns og frú Önnu Sveinsdóttur, var oft margt um manninn á Kirkjubæ í þá daga. Hugkvæmur og úrræðagóður var Sigurður og óragur að ráðast að vandanum, kom þaö sér oft vel. I þá daga var ekki rafmagn í sveitum. eldiviður var móð ogsauðatað. Vildu eldavélarnar oft reykja meira og minna öllum til ama. Oft gat Sigurður bætt úr þeim vanda, t.d. hækkað strompinn. minnkað eldholið í eldavélunum með því að steypa í það. notaði til þess salt og ösku sem hann hrærði saman ef ckki var til scmcnt á bæjunum. reyndist þetta furöu vcl og fékk Sigurð- ur miklar þakkir húsfreyjanna fyrir. því borgun tók hann ekki fyrir svona smá greiða. scm hann kallaði svo. Haustið 1929 fór Sigurður norður til Akurevrar og vann þar um veturinn.hjá Kaupfé- lagi Evfirðinga við miðstöðvarlagnir o.fl. Vorið eftir fór Sigurður austur í Þingeyjarsýslur og vann þar um sumarið við húsbyggingar og hcyskap. Eftir dvöl stna í Þingeyjarsýslu fór Sigurður fyrripart vetrar aftur austur á Hérað á skíðum ásamt félaga sínum af héraði. Gcrðist það helst í fcrð þcirra félaga, að þeir komu að Eiríksstöðum á efra Jökuldal að kvöld- lagi.var þar fyrir margt gesta- og var slegið upp balli og dansað frarn undir morgun að menn fóru hcim til vcrka sinna. Gekk svo til þrjú kvöld í röð. að fólk af næstu hæjum kom saman að Eiríks- stöðum að kvöldi en fóru til verka sinna að morgni. enda Jökuldælir gleöi mcnn. Næstu ár bjó Sigurður áfram í Hciðarscli. en stundaöi jafnframt húsbyggingar og sntíðar af ýmsu tagi. þrátt fvrir lítinn tækja kost. Verslanir engar fyrr cn niðri á fjörðum og lítiö úrval tækja. Árið 193(1 fór Siguröur á Alþingishátíðina á Þingvöllum ásamt flcirum af Héraði. Farið var með Brúarfossi frá Reyðarfirði. Hvergi var pláss fyrir ferðalang- ana nema í lestinni t flatsæng á gólfinu. Gekk á ýmsu. margir sjóvcikir. urðu mcnn fcgnir landtök- unni þegar til borgarinnar kom. Margir höfðu aldrei komiö þangað áður. þurfti því margt að skoða. Mcsta æfintýrið fvrir sveitafólkið var að koma á Þingvclli. þennan sögufrægasta stað landsins. Ganga niður Almannagjá og sjá Vcllina þakta tjöldum líkt og áður hafði verið á Alþingi hinu forna. Að lokinni Alþingishátíðinni varð Siguröur eftir fvrir sunnan, gerðist kaupamaður á Korpúlfsstöðum og var þar um sumarið. Um haustið kom hann svo aftur austur á Hérað og scttist að við búskapinn í Heiðarseli, hélt þóáfram \ iö lagfæringar og smíðar á hinum ýmsu stöðum á Héraði. enda var nú orðinn vel búinn að tækjum. Sigurður var kosinn í ýmsar nefndir í Tunguhreppi. m.a. í hreppsnefnd og fræðslu- nefnd. í stjórnmálum hefur Sigurður ávallt verið í róttækari arminum. Sumarið 1933 fór hann í framhoö til Alþingiskosninga í Norður-Múlasýslu fyrir Kommúnistaflokkinn með sr. Gunnari Bene- diktssyni og árið 1934 með Áka Jakobssyni. sem rcyndar kom aldrei til fundahalda og varð því Siguröur aö standa einn og óstuddur fyrir málstað flokks síns. Enn fór Sigurður í framboð fyrir flokk sinn og þá með Jóhannesi Stefánssyni. Ekki náði Sigurður sæti á Alþingi en hefur ávallt verið tryggur sínum skoðunum í stjórnmálum. Árið 1937 fer Sigurður suður á Selfoss og dvelur þar eitt ár við skógerö úr gúmmíslöngum og er liann af mörgum talinn fyrsti iðnrekandi á þeim stað. Á þessu ári kynntist hann konuefpi sínu. Önnu Guðjónsdóttur frá Brckkum í Hvollircppi, hinni t,,ctll konu. Vorið 1938 flytja þau hjónin ausíuf u /ÍFrað, að Heiarseli, byrja þar búskap og búa þar til haustsins 1947. Þá flytjast þau til Hveragerðis, kaupa þar hús. sem þurfti mikillar lagfæringar við, sem Sigurður að sjálfsögðu ann- aðist um sjálfur, cinnig byggði hann sér gróður- hús. Frá Heiðarseli fluttist með þcim dóttir þcirra Guðbjörg Jóna 4 ára og Björgvin Heiðar 6. ára, scm þau höfðu tekið til fósturs þá ungbarn. Um þessar mundir kotnu til Hveragerðis þrír læknar frá Reykjavík í þcim tilgangi rð setja á stofn leirböð í Hveragerði. Var Siguröi falið að smíða skála til þcssarar starfsemi, sem var alger nýung hér á landi. Var Sigurði falið að annast unt sjúklinga í þcssum leirböðum sem hann og gerði. Einn mann hafði Sigurður sér til aðstoðar fyrsta sumarið, en var síðan einn við þessa starfsemi næstu fimm sumur. Töldu margir sig hafa fcngið þarna mikinn bata og jafnvcl fulla hcilsu. Jafn- framt gróðurhúsaræktinni hefur Sigurður stundað smíðar og allskonar lagfæringar fyrir fólk líkt og áður á Héraði. ennfremur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Árið 1950varhannkosinn formaður verkalýðsfélags Hveragerðis og Þórlákshafnar og var það samfíeytt í 20 ár. Árið 1963 var hann sendur til Rússlands á vegum Alþýðusambands (sla nds ásamt Þorstcini Jónssyni frá Hólmavík. Var þetta hin fróðlegasta ferð fyrir þá félaga, enda talaði lciðsögumaður þeirra íslensku, hafði verið hér í Háskóla. Nú er fcrðum Sigurðar að mcstu lokið enda aldurinn orðinn hár, situr hann um kyrrt á friðarstóli nær blindur, umvafinn ástríki og um- hyggju konu sinnarscm les fyrir hann hvcrjastund er hún má því við koma, td. Þjóðviljann hornanna á milli. einnig býr dóttir þeirra og fjölskylda í nágrcnninu og styttir honum stundirnar með heimsóknum. Er honum hin mcsta dægrastytting að þegar gesti ber að garði, er þá margt spjallað því minnið cr gott og áhuginn hinn sami að fylgjast meö því hcista sem gerist innan lands og utan. í Hvcragerði sem og á Hcraði hcfur Sigurður rcynst hinn hjálpsami og greiðvikni maður, sem vildi hvers manns vanda leysa. cnda vinsæll, scm sjá mátti á áttræðisafmæli hans. Sjálfur þakka ég honum langa og góða samfylgd og vináttu. Stufán Pétursson Peir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga- þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.