Íslendingaþættir Tímans - 10.08.1983, Blaðsíða 6
var fyrir austan og í stað þess að halda áfram
afskiptum af stjórnmálum í Eyjafjarðarsýslu varð
hann við áskorun að fara í framboð í Norður-
Múlasýslu 1956 og hefur nánast óslitið haft
afskipti af stjórnmálastarfi á Austurlandi síðan.
Fyrst sem varamaður í Norður-Múiasýslu, síðan
varamaður í Austurlandskjördæmi og þingmaður
kjördæmisins fyrir Framsóknarflokkinn frá 1974.
Jafnframt þessu hefur hann gegnt fjölda trúnaðar-
starfa fyrir Framsóknarflokkinn.
Hann var framkvæmdastjóri Tímans frá 1960-
1964, gjaldkeri flokksins frá 1969-1978, en þá var
hann kjörinn ritari og gegndi því starfi þar til fyrir
skömmu síðan. Hann gerðist framkvæmdastjóri
Framkvæmdastofnunar ríkisins árið 1972 oggegn-
ir því starfi í dag. 1978 varð Tómas fjármálaráð-
herra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og við-
skiptaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen
1980. Þessi upptalning gæti verið lengri en hún
sýnir glöggt að Tómas hefur helgað miklum hluta
ævistarfsins í þágu Framsóknarflokksins.
Okkar kynni hófust fyrir alvöru 1974 þegar við
hlutum báðir kosningu til Alþingis fyrir Austur-
landskjördæmi. Síðan höfum við kynnst náið og
átt mikið og gott samstarf. Austurlandskjördæmi
hetur nokkra sérstöðu. Þingmenn þurfa að ferðast
mikið og við Tómas höfum ávallt haft þann sið að
ferðast mikið saman bæði vegna þess að við höfum
talið það auðvelda störf okkar og einnig sökum
þess að með þeim hætti höfum við getað miðlað
þekkingu hvor til annars um fólk og málefni. Það
hefur verið mér ómetanlegt að kynnast aðstæðum
á Austurlandi í samfylgd Tómasar Árnasonar. Ég
var lítt kunnugur á miðbiki-Austurlands þegar ég
hóf afskipti af stjórnmálum Tómas þekkti þeim
mun betur til og verið þar mikið á ferðalögum
ásamt þingmönnum flokksinssérstaklega Eysteini
Jónssyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni. Við eigum
margar góðar minningar frá þessum tímum.
Vandamál hafa komið upp í kjördæminu og
Tómas haft forystu um að leysa þau. Hann hefur
gert það óhikað og lítið látið fá á sig. þótt öllum
líkaði ekki niðurstaðan. Hann gekk til verks
ákveðinn í að leysa málin eftir því sem best varð
á kosið þannig að heildarhagsmunir voru best
tryggðir. Ferðalögin voru stundum erfið. sérstak-
lega að vetri til. Ekkert stöðvaði Tómas enda
maðurinn íþróttamaður og vanur að fara ferða
sinna í misjafnri tíð. Oft hefur gefist bestur timi
til að ræða stjórnmál og ýmis önnur mál á þessum
ferðalögum, mikið hefur verið rökrætt en alltaf
höfum við komist að sameiginlegri niðurstöðu í
mikilvægum málum.
Þótt Tómas hafi haft áhuga á mörgum málum
þá hafa byggðamál og efnahagsmál alltaf verið
efst t' huga hans a.m.k. eftir að kynni okkar
hófust. Honum hefur alltaf verið Ijóst að at-
vinnuvegir þjóðfélagsins í heild gætu ekki vaxið
og dafnað nema allar byggðir í landinu fengju að
njóta sín og nýtt þau gæði sem eru í nánasta
umhverfi."
Fyrir þessu hefur hann barist og góður vettvang-
ur skapaðist þegar hann hóf störf hjá Framkvæmd-
astofnun ríkisins. Hann vann af kappi að gerð
hraðfrystihúsaáætlunarinnar, sem lagði grundvöl!
að uppbyggingu fiskiðnaðarins víðsvegar um land
og jafnframt var hafin bylting í útgerð með konu
skuttogaranna. Þessari uppbyggingu hefurTómas
alltaf viljað fylgja fast eftir og aldrei látið deigan
síga. Hann hefur einnig verið mikill áhugamaður
um efnahagsmál. Verðbólga er eitur í hans augum
6
og aldrei látið nokkuð tækifæri ónotað til að vara
við áhrifum langvarandi verðbólgu. Þetta fór oft
á tíðum í taugarnar á samstarfsmönnum í ríkis-
stjórn og gerðu þeir oft á tíðum lítið úr varnar-
ræðum Tómasar. Hann sagði þeim skoðanir sínar
umbúðarlaust enda veitti ekki af. Því miður var
oft lítið hlustað á viðvaranir Tómasar. Hann setti
þær fram minnugur kreppunnar og þeirra erfið-
leika, sem hann aldist upp við. Hann sá hve
óskynsamlegt það var að takast ekki á við
verðbólguvandamálið af fullri festu. Það var oft
erfitt fyrir hann að sitja undir gagnrýni á fyrri
ríkisstjórn vegna of lítilla aðgerða og tók oft mjög
nærri sér að ekki var meira að gert. Tómas hefur
unnið mikið og gott starf, sem ber að þakka og
virða. Hann hefur unnið gott starf fyrir austfirð-
inga, fyrir Framsóknarflokkinn og fyrir þjóðina í
heild. Fast við hlið hans hefur ávallt staðið kona
hans, Þóra Kristín. Þau eiga fjóra efnilega syni og
hefur það verið þeim mikið gleðiefni að fylgjast
með velgengni þeirra í námi og starfi. Við
Sigurjóna sendum Tómasi, Þóru og fjölskyldu
þeirra bestu árnaðaróskir í dag. Við erum því
miður fjarverandi á þessum degi en viljum nota
tækifærið og þákka gott samstarf og vináttu á
liðnunt árunt.
Halldór Asgrimsson
Ég vil gjarna, nú þegar Tómas Árnason,
fyrrverandi ráðherra, er sextugur, ávarpa minn
gamla vin til að þakka honum samstarfið hér á
árunum, þegar við vorum á Tímanum að basla við
að útbreiða blaðið. Það var Tómas Árnason sem
réði mig sem ritstjóra að Tímanum um áramót
1960-61 og við unnunt saman þangað til hann hélt
á grænni lendur þremur árum síðar.
Framkvæmdastjórum blaða er vandi á höndum,
vegna þess að mikið veltur á því hvaða menn þeir
velja sér til samstarfs. Þeir geta sjálfir litlu ráðið
um daglega velgengni. nema að reyna að greiða
víxiana á gjalddögum og láta launin koma á
réttum dögum. En. auðvitað skiptir þá máli. að
þeir sem búa blaðið út í hendur lesenda vinni ekki
gegn tekjumöguleikum með óhóflegri eyðslu eða
kjánalegri ritstjórn. Ég held að þetta hafi allt
tekist heldur vel hjá okkur Tómasi. a.m.k. fékk
Tíminn snara útbreiðslu í höndum okkar og
góðan viðgang.
Mjög hvarflaði að mér að hætta á Tímanum
þegar Tómas Árnason kaus sér annan starfa og
hætti framkvæmdastjórn blaðsins. Og hefði
kannski betur verið að úr því hefði orðið. En
ágætur framkvæmdastjóri kom á eftir honum.
Kristján Benediktsson. borgarfulltrúi. svo starfs-
tími minn lengdist nokkuð. Við Kristján urðum
hins vegar hér um bil samferða seinna.
Þegar við Tómas unnum saman var Tírninn í
harðri stjórnarandstöðu undirforustu þeirra Her-
manns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Það
þurfti því margt að þræða og margt einstigið að
ganga til að halda úti almennu fréttablaði annars
vegar og harðvítugri stjórnarandstöðu hins vegar
og vita þeir sem þekkja að þetta getur verið erfitt.
Alltaf var þá gott að eiga glaðværum og skapgóð-
um framkvæmdastjóra að mæta jafnvel á svörtum
dögum. Og það voru aldrei nein tvímæli á því, að
Tómas Árnason stóð með ritstjórninni.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta
var og margur laxinn verið veiddur af okkur
báðum. Við héldum til ólíkra athafna í dægurþras-
inu, en alltaf var taugin þarna, þessi góða taug,
sem maður bindur við drengskaparmenn og
verður ekki slitin þótt víkur skilji vini. Tómas
Árnason hefur gegnt ráðherrastöðum um sinn og
öðrum þýðingarmiklum ábyrgðarstöðum fyrir
þjóðfélagið og flokk sinn. Ég þykist vita að enginn
hafi viljandi orðið fyrir hnjaski af hans völdum á
þeirri valdatíð. Þá hefurTómas veriðeinn af þeim
fáu Framsóknarmönnum, sem hafa haldið
mönnum eins og mér við flokkinn í gegnum þykkt
og þunnt, enda vona ég að skoðanir okkar fari
saman enn um sinn á framkvæmd helstu grundvall-
arsjónarmiða Framsóknarflokksins, og breytir
engu þótt það þýði nokkur högg og slög frá þeim
sem vilja stefna eitthvað annað.
Mér þótti ánægjulegt, þegar Tómas fékk sam-
þykkt á síðasta flokksþingi, að reist skyldi stytta
af Jónasi Jónssyni frá Hriflu á hundrað ára afmæli
hans. Það var gæfuleg ákvörðun, því sumt verður
að gera í því Ijósi sem sagan krefst síðar meir. Og
varla erum við farin að aka svo hratt að okkar
bestu menn þurfi að skilja eftir eins og hunda við
þjóðveginn. En vera má að enn eymi svo eftir af
gömlum sárindum, að jafnvel þessi samþykkt hafi
þótt of mikil.
Á sviði stjórnmála er allt á reiki. Höfðingjar
koma og fara og falla misjafnlega. Tómas Árnason
varð ekki ráðherra við myndun núverandi stjórnar
undir forsæti Framsóknarflokksins. Það hefur
vakið furðu mína, því hann hefur verið einn af
þeim fáu, sem hafa haldið í horfinu þegar
eftirgjafir voru á dagskrá. En þannig fer tíminn
að, og fáir standa teinréttari en Tómas, enda
gamall íþróttamaður, sem kann að koma niður á
báða fætur.
Mér þykir- mikilsvert, þegar gamall starfsfélagi
verður sextugur. Hann var ungur þegar við
unnum saman. og enn er hann ekki farinn að
eldast. Þannig eiga menn að lifa. Þrátt fyrir langan
pólitískan feril ber hann ekki ok undirmála á
herðunum. Þær eru réttar eins og fyrr. Ég óska
fjölskyldu hans alls góðs og afmælisbarninu sjálfu
þess besta. sem góð heilsa og hress og vakandi
hugur fær veitt.
Indriði G. Þorsteinsson
Leiðir okkar Tómasar Árnasonar lágu saman
fyrir um það bil áratug í stjórnmálastarfi á
Austurlandi. Má það ekki minna vera en að ég
sendi honum kveðju á þessunt tímamótum og
þakki honum mikil og ánægjuleg samskipti þau ár
sem liðin eru síðan.
Tómas cr fæddur og uppalinn á Austurlandi og
kominn af þekktu dugnaðarfóiki á Hánefsstöðum
við Seyðisfjörð. Hann kvnntist á Hánefsstöðum
störfum til sjós og lands. þeim undurstöðuatvinnu-
vegum sem þjóðin lifir á. Hér eystra kvnntist hann
líka í æsku ungmenna og íþróttahreyfingunni sem
virkur félagi og góður íþróttamaður.
Það þarf ekki að kvnnast Tómasi Árnasyni lengi
til þess að finna hve þessi bakgrunnur á ríkan þátt
í honum og öllu hans starfi. og hefur verið honum
haldgóður í sviftivindum. stjórnmálabaráttunnar.
Það er ekki ætlunin í þessum orðum að rekja
stjórnmálastörf eða æviferil Tómasar Árnasonar,
en ég þekki það af miklum kynnum um árabil að
þar fer reglusamur, duglegur og heiðarlegur
íslendingaþaettir