Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1983, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1983, Blaðsíða 5
v’> * ' Sigurður Thoroddsen verkfræðingur Siguröur Thoroddscn fæddist 24. júlí 1902 á Bessastöðum á Aftanesi. Hann lauk stúdentsprófi 1919 og lokaprófi í byggingaverkfræði 1927. Hann starfaði hjá Reykjavíkurhöfn og vita- og hafnar- málastjóra til 1932 er hann setti á stofn eigin verkfræðistofu sem ber hans nafn síðan. Stofuna rak hann einn til 1961, en með samstarfsmönnum sínum eftir það, og var franikvæmdastjóri hennar til ársloka 1974, er hann dró sig í hlé frá verkfræðistörfum. Sigurður var einn brautryðjendanna í íslenskri verkfræðingastétt, sérstaklega meðal ráðgjafa- verkfræðinga, enda er verkfræðistofa hans ein elsta verkfræðistofa landsins, ef ekki sú elsta. Hygg ég að hann liafi öðrum fremur mótað störf ráðgjafaverkfræðinga hér á landi eftir þeim sjón- armiðum sem erlendis tíðkast um slík störf. Hann var fyrsti formaður Félags íslenskra ráðgjafaverk- fræðinga, og stofa hans mun hafa orðið fyrst íslenskra fyrirtækja ti! að ganga í alþjóðasamband ráðgjafaverkfræðinga (FIDIC) og taka upp reglur þess í samningum sínum um verkfræðiþjónustu. í reglum þessa alþjóðasambands, sem orðnar eru til fyrir langa þróun. er mikil áhersla lögð á að ráðgjafaverkfræðingurinn sé óháður og óbundinn af öllum öðrum viðskiptahagsmunum en þeim sem snerta ráðgjafaþjónustuna beint. Það þykir t.d. ekki góð latína að hann selji jafnframt vörur og efni til þess mannvirkis sent hann á að hanna, eða taki að sér smíði þess sem verktaki. Slík sjónarmið hygg ég að mörgum hér á landi hafi þótt nokkuð framandleg í fyrstu, þar sem algengt var að innflytjendur efnis og búnaðar trl mannvirkja, eða verktakar, önnuðust jafnframt hönnun mann- virkis, eða þá að hún var unnin í aukavinnu af mönnum í fullu starfi annars staðar. Viðhorfin í þessu efni hafa.mjög breyst á síðari árum og ætla ég að Siguröur eigi stóran þátt í þeirri breytingu; ekki síst með fordæmi sínu, því sjálfur fylgdi hann mjög fast fram reglunni um að vera engum öðrum háður en viðskiptavininum í öllu sínu ráðgjafa- starfi. í starfi sínu sem ráðgjafaverkfræðingur hefur Sigurður Thoroddsen, ásamt samstarfsmönnum sínum, fengist við margvísleg viðfangsefni á sviði byggingaverkfræði. Ég mun hér aðeins fjalla um störf hans að orkumálum, einkum hönnun vatns- orkuvera og rannsóknir á vatnsorku. Verkfræði- stofa hans hefur hannað fjölmörg vatnsorkuver víðs vegar um Iand, svo sem virkjun Eiðavatns 1935, Staðarár 1936, Fossvatns við Skutulsfjörð 1936, Gönguskarðsár 1947, Fossár í Ólafsvík 1951, Þverár við Hólmavík 1951, Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu (Laxá II) 1952, Skeiðsfoss 1953 (stækkun), Fossár í Hólshreppi 1956, Grímsár 1956, Laxár í S.Þing. (Laxá III) 1970, Lagarfoss 1971. og í félagi við Harza Engineering Co, virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss og Þjórsár við Sultartanga. Enn- fremur miðlunarvirki við Mývatn 1961 og Þór- isvatn 1971-72. Auk þessara mannvirkja. sem hann hefur fullnaðarhannað, hefur hann forhann- að fjölmargar virkjanir sem lið í rannsóknum á vatnsorku landsins, svo sem virkjun Þjórsár við Urriðafoss, Hvítár við Hestvatn,Tungufell, Sand- ártungu og Ábóta; Blöndu við Eiðsstaði, Héraðs- vatna.við Villinganes, Jökulsár á Brú við Hafra- hvamma og Brú og Jökulsár á Fljótsdal. Sumar þessara virkjana svo sem Blöndu og Jökulsár á FLjótsdal, hafa nú undanfarið verið í fullnaðar- hönnun á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen; hin síðasttalda í samvinnu við aðrar íslenskar verkfræðistofur. I þessa upptalningu vantar ýmsar stærstu virkjanir landsins, svo sem Sogsvirkjanir og Búrfellsvirkjun. Þær voru hannaðar erlendis. Hefur það tíðkast fram á síðustu ár að leita til útlanda með hönnun meiriháttar virkjunarmann- virkja. Til þess lágu sumpart góðar og gildar ástæður, einkum fyrr meir, meðan innlenda verkfræðinga skorti mjög reynslu á þessu sviði. Þó hygg ég að vanmetakennd smáþjóðarinnar hafi valdið því að lcitað var til útlanda oftar og í ríkara mæli en brýna nauðsyn bar til. Slíkt féll Sigurði Thoroddsen þungt. Ekki fyrst og fremst vegna sjálfs sín eða stofu sinnar, heldur vegna íslenskrar verkfræðingastéttar, en hann hafði mikinn metnað fyrir hennar hönd. Hyggég, að hann hafi talið það ekki ómerkan þátt íslenskrar sjálfstæðisbaráttu, að íslenskir verkfræðingar hönnuðu íslensk mann- virki. Var hann þó fullkomlega raunsær og gerði sér Ijósa grcin fyrir því, að oft er nauðsynlegt að leita á erlend mið í þessum efnunt. Gerði hann það og óhikað sjálfur, eða efndi til samstarfs við erlenda verkfræðinga um úrlausn flókinna við- fangsefna hér heima, en ávallt túeð því hugarfari að verða betur í stakk búinn en áður til að leysa svipuð verk af hcndi án aðstoðar síðar - til að læra og vaxa með vandanum, en ekki til að varpa frá sér vanda og ábyrgð. Á síðari árum hefur orðið gleðileg brcyting í þessum cfnum. íslenskir verkfræðingar standa nú fyrir hönnun hinna stærstu mannvirkja hér, þar á meðal virkjana. Margir eiga góðan þátt í því að þessi breyting er á orðin, en ég hýgg að á engan sé hallað þótt staðhæft sé að Sigurður Thoroddsen eigi þar einna drýgstan hlut með fordæmi sínu, hvatningu og kjarki. Við hönnun á vatnsorkuver- um leitaði Sigurður jafnan samstarfs við hina færustu arkitekta í því skyni að tryggja snyrtilegt útlit mannvirkja og að þau féllu vel að umhverfi sínu. Árangurinn hefur orðið sá, að vatnsorkuver hér á landi eru yfirleitt til fyrirmyndar hvað þetta snertir, því aðrir hönnuðir, svo og vcrkkaupar, hafa ekki viljað láta sinn hlut eftir liggja í þessu efni. Sigurði mun snemma orðið ljóst mikilvægi þess að geta byggt hönnun vatnsorkuvera á traustum upplýsingum um aðstæður á virkjunarstað, svo sem um jarðfræði, vatnsrennsli, aurburð, ísmynd- un o.fl. Hann mun sjálfur hafa þurft að gera ýmsar þær mælingar og athuganir sem til þurfti fyrir sumar fyrstu vatnsaflsstöðvarnar sem hann hann- aði, auk þess sem hann ritaði um þær, m.a. í Tímarit Verkfræðingafélagsins, þar sem hann hvatti til að slíkar rannsóknir væru gerðar nægjan- lega snemma á fyrirhuguðum virkjunarstöðum, ekki síst vatnamælingar, sem þurfa að standa í alllangan tíma áður en þær gefa nothæfa vitncskju, sem kunnugt er. Hann fékk smíðaðan (á síðari stríðsárunum) hinn eina straumhraðamæli sem mér er kunnugt um að hafi verið smíðaður hér á landi. Hét sá ívar Jónsson, kunnur hagleiksmaður og vinur Sigurðar, er mælinn smíðaði.'Þessi mælir er nú á Þjóðminjasafninu. Sigurður var þannig einn af upphafsmönnum vatnsorkurannsókna á Islandi. Fljótlega eftir að Sigurður Setti á stofn verk- fræðistofu sína hófst samvinna hans og Jakobs Gíslasonar, sem þá veitti forstöðu Rafmagnseftir- liti ríkisins, við undirbúning og hönnun vatnsafls- stöðva. Rafmagnseftirlitið hafði þá þegar með höndum athuganir á virkjunarmöguleikum víðs vegar um land og lettaði mjögtil Sigurðar um hina byggingarverkfraðilegu hlið þeirra. Þetta samstarf, sem alia tíð var með miklum ágætum, efldist mjög þegar embætti raforkumálastjóra var sett á stofn í ársbyrjun 1947, og hefur haldist æ síðan við það embætti og eins við Orkustofnun og Rafmagnsveitur ríkisins eftir að embætti raforku- málastjóra var lagt niður 1967. Var Sigurður og stofa hans um langt skeið sá ráðgjafi sem þessir aðilar leituðu mest til varðandi hönnun vatnsorku- vera. Á síðari árum hafa fleiri dugandi menn haslað sér völl á því sviði, og hefur m.a. Orkustofnun einnig leitað til þeirra. Ennþá er samt Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sá ráðgjafi hérlcndis sem mesta og lengsta reynslu hefur í hönnun vatnsaflsstöðva, að öðrum alveg ólöstuðum. Sigurður mun snemma hafa farið að reyna að gera sér heildarmynd af vatnsorku íslands og hvcrnig mætti virkja hana, sumpart aðeigin fruinkvæði og áhuga, sumpart að ácggjan Jakobs Gíslasonar, raforkumálastjóra. Varði hann mikl- Islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.